Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 55
■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Sænski organistinn Mattias Wager heldur tónleika í Hallgríms- kirkju. Leikin verða verk eftir Bach, Olivier Messiaen og Charles-Marie Widor.  15.00 Sumartónleikar í Skálholts- kirkju með Carmina. Ókeypis er á tónleikana.  16.00 Kvennakórinn Elverum með tónleika í Norræna húsinu  16.00 Kvartett trymbilsins Kára Árnasonar leikur á Jómfrúnni við Lækjargötu. Aðrir meðlimir kvartetts- ins eru saxófónleikarinn Steinar Sig- urðarson, gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og bassaleikarinn Þor- grímur Jónsson. Aðgangur er ókeyp- is.  16.30 Norska glysrokksveitin Wig Wam heldur tónleika í Smáralind. Ókeypis er inn.  17.00 Tónleikar með enska blokk- flautukvintettnum Fontanella í Skál- holtskirkju.  21.00 Hljómsveitin Moskvitch leik- ur á Kaffi Hljómalind. Á efnisskránni eru búlgörsk þjóðlög, úrúgvæskur cantobe og klezmertónlist. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.  23.00 Norska glysrokksveitin Wig Wam heldur tónleika á Gauki á Stöng ■ ■ OPNANIR  14.00 Sýning tileinkuð samfelldum veðurathugunum á Íslandi opnar í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýn- ingin er opin daglega frá klukkan 11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst 2005.  14.00 Sýningin Í minningu afa opnar í Ketilshúsinu á Akureyri.Á sýningunni eru verk eftir þrjá kín- verska listamenn. Sýningin stendur til 24. júlí.  15.00 Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð laugardag- inn 2. júlí klukkan 15.  17.00 Hekla Dögg Jónsdóttir og Megan Whitmarsh opna sýninguna ÍSANGELSES, í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23. Megan Whitmarsh er starfandi myndlistarmaður í Los Ang- eles, en Hekla Dögg starfaði og bjó þar til margra ára þar til hún flutti til Íslands fyrir skömmu.  17.00 Sandra María Sigurðardóttir eða SMS opnar sína fyrstu einkasýn- ingu á Sólon. Yfirskrift sýningarinnar er „Traffík“ sem spannar traffíkina í einkalífi sem og umhverfi okkar allra. Sandra María útskrifaðist frá LHÍ árið 2002.  19.00 Sýningin „Wishes Smell Sulfur“ opnar í nemendagalleríinu Gyllinghæð á Laugavegi 23. Þar sýna þau Marie-Anne Bacquet og Marie Greffrath ljósmyndir, mynda- bandaverk og innsetningar. LAUGARDAGUR 2. júlí 2005 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 1 2 3 4 5 Laugardagur JÚLÍ Í Norska húsinu í Stykk- ishólmi opnar í dag sýn- ing tileinkuð því að 160 ár eru liðin frá því vís- indalegar veðurathuganir hófust á Íslandi Laugardaginn 2. júlí 2005, kl. 14.00 opnar sýning í Norska húsinu í Stykkishólmi tileinkuð samfelldum veðurathugunum á Íslandi, sem hófust í Stykkishólmi fyrir 160 árum. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri opnar sýninguna og þá verður einnig vígður 19. aldar útihitamælir og úrkomumælir sem Veðurstofa Íslands setti upp við Norska húsið. Það var Árni Thorlacius, kaup- maður og útgerðarmaður í Stykkis- hólmi sem árið 1845 hóf að skrá veð- urmælingar sínar. Árni sinnti veð- urathugunum sínum af mikilli ná- kvæmni og alúð og eru mælingar hans óvenju þéttar og mögulegt að bera saman fleiri en eina loftvog og hitamæli, t.d. mældi hann hita á Farenheit, Celsius og Reaumer mæla. Hafa veðurmælingar verið gerðar í Stykkishólmi óslitið síðan og því telst Stykkishólmur vera elsta veðurstöð á Íslandi. Húsið sem sýningin er í ber heitið Norska hús- ið og var það Árni sem reisti það sem íbúðarhús árið 1832 úr viði frá Arendal í Noregi. Auk þess sinnti Árni öðrum fræðastörfum, meðal annars rann- sakaði hann tímatal og örnefni í Ís- lendingasögunum, gerði ættartölur, skrifaði kennslubók í sjómanna- fræðum og aðra bók um skyldur húsbænda gagnvart vinnuhjúum sínum. Þá tók hann virkan þátt í sjálfstæðisbaráttunni og skrifaðist til að mynda á við Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson um ýmis hugð- arefni sín. „Í veðurathugunum hafði Árni gríðarleg áhrif og Haraldur Sig- urðsson jarð- og eldfjallafræðingur segir mér að ekki sé hægt að opna kennslubók í veðurfræði í heimin- um án þess að minnst sé á veðurat- huganir Árna því veðurathuganir hans voru einstaklega faglegar og fræðilegar. Árni var í góðu sam- bandi við skoska og danska veður- fræðinga og brátt urðu veðurathug- anir hans hluti af alþjóðlegri rann- sókn á veðurfari auk þess sem at- huganir hans voru birtar í tímariti skoska veðurfræðingafélagsins og fleiri fræðiritum,“ segir Aldís Sig- urðardóttir, forstöðumaður Byggða- safns Snæfellinga og Hnappdæla, sem setur sýninguna upp í sam- vinnu við Veðurstofu Íslands. Á miðhæð Norska hússins hefur verið sett upp heimili Árna og konu hans Önnu Magdalena Thorlacius „Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld“. Á jarðhæð eru sýningarsalir og Krambúð þar sem hægt er að fá vandað handverk, listmuni, minja- gripi, póstkort, bækur og gamal- dags nammi, gamalt leirtau og fleiri forvitnilegar vörur. Í risinu er opin safngeymsla þar sem safngestir geta glöggvað sig á þeim miklu við- um sem húsið er byggt úr og upplif- að stemningu liðins tíma á annan hátt en á neðri hæðunum. Sýningin er opin daglega frá kl. 11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst 2005. ■ ÁRNI THORLACIUS (1802-1892) Árið 1845 urðu þáttaskil í sögu veðurathugana á Íslandi þegar Árni Thorlacius kaupmaður og útgerðarmaður í Stykkishólmi hóf að skrá veðurmælingar sínar. Ve›ri› og vísindin í Norska húsinu M IX A • fít • 5 0 7 6 5 Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður í Fljótsdal Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og allt sem henni viðkemur í Végarði. Tilvalið að koma þar við áður en haldið er upp að Kárahnjúkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Kröflustöð í Mývatnssveit Allt um Kröfluelda í Gestastofu. Kynnist eldsumbrotunum sem urðu í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984. „Hreindýr og dvergar“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir magnaða tréskúlptúra í Laxársstöð í sumar. „Hvað er með Ásum?“ Frábær sýning Hallsteins Sigurðssonar, sem hlotið hefur einróma lof. Ljósafosstöð í Soginu „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. Veit Guðni af þessu? 365 kúamyndir sem hlotið hafa verð- skuldaða athygli. Hvernig verður rafmagn til? Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna en hjá öðrum þjóðum? Laxárstöðvar í Aðaldal Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.