Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 19

Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 19
Við Hagamel stendur ísbúð sem er full af fólki þegar vel viðrar. Fastakúnnar úr Vesturbænum kalla hana Mögguís- búð enda stendur Margrét Þórarins- dóttir, eigandi hennar, oft vaktina og dælir ísnum með bros á vör. Ísbúð V0esturbæjar er sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki því Margrét og maður hennar Frímann Ólafsson eiga hana og reka, ásamt því að búa til bragðgóðan ís með hinum starfsmönnunum. Hjónin voru búin að hafa augastað á búðinni töluvert áður en þau festu kaup á henni en þá var hún ekki til sölu. „Svo var mað- urinn minn einu sinni að labba framhjá búðinni og þá hóaði eigandinn í hann og tilkynnti honum að nú væri ísbúðin til sölu. Við hugsuðum aðeins málið og ákváðum að kýla á þetta,“ segir Margrét. Þá var það líka ákveðið og hún sér ekki eftir því. Í tíu ár hafa þau rekið ísbúðina og haft gaman af. „Við höfum náttúrlega unnið mjög mikið í gegnum tíðina eins og gengur og gerist hjá fólki sem er í eigin rekstri. Svo koma svona dagar þar sem maður getur tekið sér frí,“ segir Margrét. Álagsdag- arnir eru góðviðrisdagarnir því eins og gefur að skilja er ekki hægt að loka ís- búðinni til að skreppa í sund á sólardög- um. Þá er gott að hafa gott starfsfólk sem tekur við þegar eigendurnir sleppa. „Þetta er eiginlega fyrsta sumarið síðan við tókum við sem ég leyfi mér að njóta sólarinnar. Maður heldur alltaf sjálfur að maður sé ómissandi,“ segir hún og bætir við að margir kostir fylgi því að vera eig- in herra. „Það rekur mann að minnsta kosti enginn á meðan. Það skemmtilega við þetta er að mað- ur hittir svo mikið af fólki. Það er alltaf nýtt og nýtt fólk sem kemur inn í ísbúð- ina og það eru allir í góðu skapi. Þannig að þótt það hafi verið brjálað að gera þá er maður í rauninni aldrei þreyttur eftir langar vaktir því það eru allir svo glaðir og gefandi. Maður er aldrei niðurtættur af leiðinlegu fólki,“ segir Margrét enda alvitað að bara fólk í góðu skapi fer og kaupir sér ís. Viðskiptavinirnir alltaf glaðir atvinna@frettabladid.is Þátttaka í launakönnun VR hefur tvöfaldast á síðustu tveimur árum Tæplega 8.400 félagsmenn tóku þátt í könnuninni í ár og er það 52% aukning frá því í fyrra þegar svarendur voru 5.500 talsins. Þátttaka í könnuninni hefur hins vegar aukist um 97% eða næstum því tvöfaldast frá árinu 2003 en þá voru svarendur tæplega 4.300 tals- ins. Launakönnun VR er viðamesta viðhorfskönnun sem gerð er á ís- lenskum vinnumarkaði. Niðurstöð- urnar verða kynntar í september. Veikindadagar í Bretlandi voru að meðaltali 8,4 á hvern launamann í fyrra sem er nokkuð minna en árið áður þegar veik- indadagarnir voru að meðaltali 9,1. Munurinn á milli hins almenna og hins opinbera vinnumarkaðar er hins vegar að aukast. Starfsmenn á almennum vinnu- markaði tóku að meðaltali 6,8 veikindadaga í fyrra en starfsmenn sem starfa hjá hinu opinbera og sveitarfélögum tóku að meðaltali 10,3 veikindadaga. Evrópusamtök atvinnulífsins standa í þriðja sinn fyrir degi sam- keppnishæfni í Brussel 20. október næstkomandi. Yfirskriftin að þessu sinni er „Crossing Frontiers“ og vís- ar hún til alþjóðlegs samkeppn- isumhverfis fyrirtækja og mikilvæg- is þess að fólk og fyrirtæki séu reiðubúin að takast á við breyting- ar. Meðal þátttakenda í dagskránni má nefna stjórnendur, stjórnarfor- menn og stjórnarmenn frá fyrir- tækjum á borð við Microsoft og Siemens, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, forseta Evrópuþings- ins o.fl. Dagskráin fer fram í þingsal Evrópuþingsins og fyrirtækjastjórn- endur alls staðar að úr Evrópu eru hvattir til að mæta. Nánari upplýs- ingar má fá á vef samtaka atvinnu- lífsins, ww.sa.is og www.unice.is. Margrét ræður ríkjum í Mögguísbúð. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Fáar konur í ofurlaunastöðum BLS. 2 Frönsk lög gagnrýnd BLS. 2 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 9 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagur 7. ágúst, 219. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.53 13.33 22.11 AKUREYRI 4.24 13.18 22.10 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Sölufulltrúar Stuðningsfulltrúi Leikskólakennari Leiðbeinendur Lagermaður Sölumaður Tónlistarkennari Afgreiðslufólk Matreiðslumaður ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skipulagsstofnun leitar að sérfræðingi á skipulags- og byggingarsviði Sérfræðingur á skipulags- og byggingarsviði sinnir til- teknum sérfræðistörfum s.s. afgreiðslu aðal- og svæð- isskipulags. Umsækjendur þurfa að hafa lokið æðri námsgráðu í skipulagsfræðum eða skyldum greinum og hafa reynslu af störfum í þeim málaflokki. Umsókn sendist til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. ágúst 2005. Umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og helstu verkefnum sem umsækjandi hefur tekist á við á undanförnum árum og sem hann telur að koma muni að gagni í þessu starfi. Upplýsingar um starfið veitir Hafdís Hafliðadóttir í síma 595 4100. Skipulagsstofnun Holtaskóli Laus staða almenns grunnskólakennara á mið- og efsta stigi. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 421-1135, á netfangi: johann.geirdal@reykjanesbaer.is og á heimasíðu skólans: www.holtaskoli.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og KÍ. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, fyrir 14. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað. Starfsþróunarstjóri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.