Fréttablaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 2
2 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR
Dönsk stjórnvöld kanna hvort þörf sé á auknum hryðjuverkavörnum:
Lagasetning vegna hry›juverkahættu
DANMÖRK Í kjölfar hryðjuverkanna í
London hefur danska ríkisstjórnin
skipað nefnd sem á að kanna þörf-
ina á lagasetningu til að bregðast
við hættunni á hryðjuverkum.
Einnig á að meta þörfina á að auka
viðbúnað til að bregðast við hryðju-
verkaárásum. Þetta er haft eftir
Anders Fogh Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, í dönskum
fjölmiðlum í gær.
Hann segir þó að fara verði var-
lega í sakirnar og ekki megi breyta
Danmörku í lögregluríki, þar sem
myndavélar séu á hverju götuhorni.
Á hinn bóginn verði Danir að
horfast í augu við hættuna. Forsæt-
isráðherrann vill þó ekki stíga jafn
stórt skref og Bretar hafa gert í
kjölfar hryðjuverkaárásanna og
takmarka starfsemi trúarhópa öfga-
fullra múslima. Hann segir dönsk
yfirvöld þó munu fylgjast með
framgangi mála í Bretlandi.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
danska blaðið Børsen framkvæmdi
í vikunni, vilja þrír af hverjum fjór-
um Dönum leyfa videóupptökur á
opinberum stöðum. Anders Fogh
segir þessa niðurstöðu ekki breyta
sinni skoðun. Hann vilji ekki setja
myndavélar upp á víð og dreif held-
ur vilji hann vinna með forsvars-
mönnum danskra múslima í því að
minnka hættuna á hryðjuverka-
árásum í Danmörku. - ks
LÖGREGLUMÁL Til stimpinga kom á
Dalvík snemma í gærmorgun milli
nokkurra manna og enduðu þær
með því að einn nefbrotnaði og var
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri. Málsatvik eru talin ljós
og að sögn lögreglu verður kært
fyrir líkamsárás. Tveir gistu fanga-
geymslur lögreglunnar vegna máls-
ins.
Alls voru fjórir skikkaðir til að
gista fangageymslur vegna slags-
mála og ölvunarláta á Dalvík í fyrri-
nótt. Þrír komust fyrir í fanga-
geymslunum á Dalvík en flytja
þurfti einn til Akureyrar vegna
plássleysis.
Margt var um manninn á Dalvík
í gærdag á Fiskideginum mikla en
að sögn lögreglu fór allt vel fram.
Tjaldað var á hverjum einasta tún-
bletti í og við bæinn og alls voru til-
tækir 110 þúsund matarskammtar
úr um 11 tonnum af fiski. Að sögn
Júlíusar Júlíussonar, framkvæmda-
stjóra fiskidagsins, voru áreiðan-
lega fleiri á hátíðinni nú en í fyrra,
en þá komu 27 þúsund manns.
Lögreglan á Dalvík var með auk-
inn viðbúnað í gærkvöld og fékk að-
stoð lögregluembættanna bæði í
Ólafsfirði og á Akureyri. - oá
Hagsmunasamtök vara
vi› lækkun tekjuskatts
Framkvæmdastjóri Alfl‡›usambands Íslands segir forgangsverkefni a› bæta
kjör hinna lægst launu›u og varar vi› skattalækkunum. Samtök atvinnulífsins
telja varasamt a› lækka skatta ef upplausn ver›ur á vinnumarka›i.
EFNAHAGSMÁL „Með því að bæta
skattalækkunum ofan á þá þenslu
sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum
við að verðbólga getið farið af
stað enn frekar en nú er orðið og
við höfum varað mjög við þessum
tímasetningum,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri
ASÍ.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að búast megi við því að
tekjuskattur lækki um áramótin
um tvö prósent og einnig má búast
á næstunni við því að neðra þrep
virðisaukaskatts, sem einkum
leggst á matvæli og nauðsynja-
vörur, lækki verulega.
Gylfi segir að brýnna sé að
bæta kjör þeirra sem lægst hafa
launin svo og atvinnuleysisbætur,
bætur til öryrkja og ellilífeyris-
þega.
„Þessir hópar hafa ekki fengið
að njóta sömu hækkana og mér
finnst að þegar ríkissjóður er af-
lögufær eigi að bæta stöðu þess-
ara hópa áður en ráðist er í skatta-
lækkanir. Lækkun skattprósent-
unnar er mun hagstæðari fyrir þá
tekjuhærri en þá tekjulægri, þess
vegna höfum við verið mun já-
kvæðari gagnvart lækkun á virð-
isaukaskatti á matvæli og fögnum
henni ef af verður,“ segir Gylfi.
Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins,
segir erfitt að tjá sig um möguleg-
ar breyttar tillögur því þær hafi
ekki verið kynntar opinberlega
enn sem komið er.
„Ég held það hljóti hins vegar
að vera svo að það spili inn í af-
stöðu stjórnmálamanna hvernig
staðan í efnahagsmálum og á
vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa
til þess að ef einhver upplausn
verður á vinnumarkaði um ára-
mótin vegna endurskoðunar
kjarasamninga þá teldi ég mikla
goðgá að spila skattalækkunum
inn í þá stöðu,“ segir Ari.
Ari segir að viðbrögð Samtaka
atvinnulífsins á skattalækkunar-
tillögur ríkisstjórnarinnar hafi
verið jákvæð og telur að frekari
skattalækkanir þurfi ekki að að
velda meiri þenslu en nú er. Hann
segist gera sér vonir um að
skattalækkanir fyrir almenning
og að sá kaupmáttur sem fólk fær
út úr þeim ráðstöfunum til viðbót-
ar við launahækkanir, mælist vel
fyrir og verði til þess að treysta
frið á vinnumarkaði og stuðla
þannig að stöðugleika í efnahags-
lífinu. hjalmar@frettabladid.is
Fyrrum utanríkisráðherra Breta:
Cook er látinn
LONDON, AP Robin Cook, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Bretlands,
hné niður þegar hann var að
ganga á fjallið Ben Stack í hálönd-
um Skotlands. Hann var sóttur
með sjúkraþyrlu og honum flogið
á spítala í Inverness þar sem hann
lést í gær.
Að sögn félaga hans var Cook í
góðu formi og stundaði mikla úti-
veru. Ekki hefur enn neitt verið
gefið út um dánarorsök hans.
Cook gegndi embætti utanríkis-
ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair á
árunum 1997-2001 en sagði þá af sér
vegna andstöðu við utanríkisstefnu
stjórnarinnar. Hann varð 59 ára. ■
ÆTTINGJAR FÓRNARLAMBA Saksóknarinn í
Palermo útilokar ekki að hryðjuverkamenn
kunni að hafa orsakað flugslysið.
Flugslys við Sikiley:
Nítján létust
RÓM, AP Nítján létust þegar túnísk
farþegaflugvél fórst við strend-
ur Sikileyjar í gærmorgun. Vélin
var á leið frá ítölsku borginni
Bari til borgarinnar Djerba í
Túnis þegar hún brotlenti á Mið-
jarðarhafinu. Tuttugu manns
lifðu slysið af.
Saksóknarinn í Palermo á
Sikiley, Piero Grosso, sagði or-
sakir slyssins óljósar en útilok-
aði ekki að hugsanlega væri um
hryðjuverk að ræða. Flugmenn
neyddust til að nauðlenda vélinni
í kjölfar bilunar í tækjabúnaði. ■
Bankar um afnám vaxtabóta:
Stjórnmála-
menn ákve›a
RÍKISFJÁRMÁL Gera þarf skýran
greinarmun á almennum lánveit-
ingum og félagslegum stuðningi
vegna umræðunnar um afnám
vaxtabóta, að sögn Guðjóns Rún-
arssonar, framkvæmdastjóra
Samtaka banka og verðbréfa-
fyrirtækja. Hann segir að núver-
andi ríkislánasjóður geri ekki
slíkt í dag.
„Vaxtagjöld eru ein af fleiri
mögulegum leiðum til að veita
þeim sem þess þurfa félagslegan
stuðning við að koma sér þaki yfir
höfuðið, og vel þekkt leið í ná-
grannalöndum. Það í hvaða formi
hann er og hversu mikill slíkur
stuðningur er, verður hins vegar
alltaf ákvörðun stjórnmálamanna
á hverjum tíma,“ segir Guðjón.
- hb
Pantaðu þitt eintak strax í dag og kíktu í heimsókn
á heimasiðu okkar www.kuoni.is.
Nýir og glæsilegir
ferðabæklingar
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is
Heimasíða: www.kuoni.is
Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00
Á vit fjarlægra
sólarstranda og
stórborga
Með Apollo í sólin
a
í allan vetur!
Glæsilegar og
vandaðar sérferði
r
með fararstjórum
um allan heim
SPURNING DAGSINS
Heimir, hvernig líst flér á
Árna?
Árni hefur allt til brunns að bera sem
prýðir góðan karlmann og heiðarlegan
stjórnmálamann.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í ræðu
sinni á Gay Pride í gær að honum þætti rétt að
samkynhneigðir ættu að njóta sömu réttinda og
gagnkynhneigðir til fjölskyldulífs. Heimir Már Pét-
ursson er framkvæmdastjóri Hinsegin daga. ANDERS FOGH RASMUSSEN Forsætisráðherra Danmerkur vill fara varlega og ekki stíga
jafn stórt skref og Bretar hafa gert.
Í BÁRUGÖTU Í GÆRKVÖLD Um fimm hundruð manns gæddu sér á grillmat að lokinni vel
heppnuðum degi þar sem þrjátíu þúsund manns komu saman.
Þrjátíu þúsund gestir á Fiskideginum mikla á Dalvík:
Einn nefbrotinn og fjórir í fangelsi
ARI EDWALD telur að skattalækkanir verði að vera í takt við stöðuna á vinnumarkaði en segir að skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar
hafi verið mjög jákvæð. Gylfi Arnbjörnsson telur að mikilvægara sé að lækka skatta á matvæli en tekjuskatt þar sem lækkun tekjuskatts-
prósentu sé hagstæðari fyrir þá tekjuhærri.
ROBIN COOK Hné niður í fjallgöngu í
Skotlandi og lést í kjölfarið.
Bílvelta nærri Húsavík:
Gruna›ur
um ölvun
LÖGREGLUMÁL Karlmaður um tví-
tugt velti bíl sínum í Aðaldals-
hrauni á Norðausturvegi skammt
sunnan Húsavíkur um klukkan
sex í gærmorgun.
Maðurinn var einn í bílnum
þegar atvikið varð og slasaðist
nokkuð við bílveltuna. Var hann
því fluttur með sjúkrabíl á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri. Að
sögn lögreglunnar á Húsavík er
maðurinn grunaður um að hafa
verið ölvaður undir stýri.
Nokkuð var af fólki á Húsavík í
gærnótt vegna Mærudaga sem
þar eru haldnir hátíðlegir. Að
sögn lögreglu fóru hátíðarhöldin
vel fram. - oá
M
YN
D
/A
U
Ð
U
N
N
N
ÍE
LS
SO
N