Fréttablaðið - 07.08.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 07.08.2005, Síða 58
Maður á víst ekki að dæma bók eftir kápunni og hvað þá hljóm- sveit eftir útliti liðsmanna. Sjón- varpið er orðið svo sterkur miðill í tónlist í dag að það er orðið nær ómögulegt fyrir hæfileikaríkt feitt tónlistarfólk að fá sæmilegt tækifæri. Annars lagið mæta þó rúsínubollur á svæðið sem skapa svo upplífgandi tónlist að útlitið skiptir litlu sem engu máli. Þetta er ömurlegt, ég veit það, en svona virðist þetta vera engu að síður. The Magic Numbers er sett saman af tveimur systkinapörum sem búa til ótrúlega aðgengilega tónlist. Tónlistin er einhverstaðar á milli The Mama’s and the Papa’s og Deus. Hljóðfæraskipan er að mestu hefðbundin, en þau skreyta lögin með krúttlegum hljóðfær- um eins og melódíku, klukkuspili eða einmana fiðlum. Lögin eru flest á uppsveiflunni og radd- útsetningar systkina spila stóran þátt í að skapa afar sérstakan og merkilega vinalegan hljóðheim. Textarnir eru flestir vangaveltur um ástina. Ekki ólíklegt að söngv- arinn hafi verið að jafna sig á brunasárum ástarinnar á þeim tíma sem lögin voru samin. Setn- ingar á borð við „One more drink and I’ll be fine, one more girl to get you off my mind,“ er eitthvað sem er hættulega auðvelt að tengja sig við. Það er engin furða að þessar rúsínubollur séu tilnefndar til Mercury-verðlaunanna eftirsóttu. Þau eru vel að tilnefningunni komin, það er langt síðan ég hef heyrt plötu sem ég gæti jafn auð- veldlega ímyndað mér að höfði til 15 ára indístelpna og matargesti Bjarna Arasonar. Ég held að það sé nær ómögulegt að renna þess- ari elsku í gegn án þess að heillast með. Þetta er frumraun sem flest- ar upprennandi sveitir dreymir um að gera. Plata sem á eftir að hljóma eins fersk eftir tíu ár og hún gerir í dag. Fyrir alla þá sem trúa á lækningarmátt tónlistar. Birgir Örn Steinarsson Systkinakærleikur á plasti THE MAGIC NUMBERS: THE MAGIC NUMBERS NIÐURSTAÐA: Niðurstaða: Frumraun The Magic Numbers er afbragð. Plata fyrir þá sem sækja í góðar lagasmíðar og vingjarnlega strauma. Fal- leg plata sem gerir daginn örlítið betri. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.