Fréttablaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 4
LÖGREGLUMÁL Bandarískur her-
maður hlaut skurði í hópslags-
málum utan við skemmtistaðinn
Traffic við Hafnargötu í Reykja-
nesbæ á þriðja tímanum í fyrri-
nótt. Hermaðurinn fór svo sjálf-
ur ásamt félögum sínum með
leigubíl á hersjúkrahúsið á her-
stöðinni þar sem hann gekkst
undir aðgerð. Hann er ekki tal-
inn vera í lífshættu.
Fjórir Íslendingar og einn er-
lendur ríkisborgari voru í kjöl-
farið handteknir og vistaðir í
fangageymslum lögreglunnar í
Keflavík í fyrrinótt. Þeir voru
svo yfirheyrðir í gær af rann-
sóknalögreglunni í Keflavík og
höfðu tveir verið látnir lausir í
gær þegar blaðið fór í prentun.
Til slagsmála hafði komið
milli tveggja hópa, annars vegar
sex varnarliðsmanna og hins
vegar þeirra fimm sem hand-
teknir voru. Lögregla telur lík-
legt að hermanninum hafi verið
veittir áverkarnir með brotinni
glerflösku. Talsvert blæddi úr
honum á götuna og var Hafnar-
götunni því lokað um tíma í
gærnótt á meðan lögregla kann-
aði vettvang. Margt fólk var á
ferli í miðbæ Keflavíkur þegar
atvikið átti sér stað. Skurðirnir
sem maðurinn hlaut voru nokkr-
ir, misalvarlegir og djúpir.
Í nóvember í fyrra lést
danskur hermaður í kjölfar
hnefahöggs sem honum var
veitt í deilum sem upp komu á
skemmtistaðnum. Þá er tæpt ár
síðan kærð var líkamsárás sem
framin var á staðnum en þá
braut ungur Keflvíkingur glas í
andliti manns með þeim afleið-
ingum að hann hlaut alvarlegan
skurð á gagnauga. Þá eru enn
ótalin nokkur önnur líkamsárás-
armál sem upp hafa komið
vegna ryskinga inni á staðnum á
því rétt rúma ári sem hann
hefur verið starfræktur í nú-
verandi mynd.
Lögregla leitar enn fólks sem
getur gefið upplýsingar um at-
burði næturinnar og bendir
þeim öllum á sem eitthvað vita
að hafa samband í síma 420
2400.
oddur@frettabladid.is
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
63,42 63,72
112,77 113,31
78,4 78,84
10,505 10,567
9,937 10,995
8,402 8,452
0,5675 0,5709
92,97 93,53
GENGI GJALDMIÐLA 05.08.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
109,1413
4 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR
Rússneskur kafbátur fastur á 190 metra dýpi:
Bandaríkjamenn og Bretar hjálpa
RÚSSLAND, AP Breskir og banda-
rískir sjóliðar komu til Kam-
tjaska-skaga í gærmorgun með
ýmsan búnað til að aðstoða við
björgun rússnesks kafbáts sem
strandaði á 190 metra dýpi út af
skaganum á fimmtudaginn.
Strandið bar til þegar netadræsa
festist í skrúfu bátsins.
Sjö menn eru um borð í kaf-
bátnum og áttu loftbirgðir þeirra
að duga þar til nú í nótt. Ekki
hafði tekist að bjarga þeim þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöld. Í
gærmorgun náðist talstöðvar-
samband við áhöfnina og
Vyatsjeslav Milasjevskí, 25 ára
gamall skipstjóri kafbátsins,
sagði ástand sinna manna viðun-
andi þrátt fyrir að hitinn í bátnum
væri einungis rétt um fimm gráð-
ur.
Athygli vekur að Rússar báðu
þegar um aðstoð erlendis frá þeg-
ar fréttist af strandinu, öfugt við
það sem þeir gerðu þegar kafbát-
urinn Kúrsk fórst fyrir fimm
árum með yfir hundrað sjóliða
innanborðs. Í fyrrakvöld tókst að
festa taug í kafbátinn en hún slitn-
aði þegar reynt var að draga hann
upp á grunnsævi. Í gær átti svo að
kanna aðstæður á strandstað með
fjarstýrðum bandarískum kafbát-
um og jafnvel reyna að nýta þá til
að klippa á netadræsurnar. - oá
Skorinn lífshættulega
me› brotinni glerflösku
Kjarnorkuáætlun Írana:
Semja ekki
vi› ESB
TEHERAN, AP Íranar höfnuðu í gær
sáttaboði Evrópusambandsins.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti
Írans, sagði felast í sáttatilögunni
að Íran hefði ekki rétt til þess að
auðga úran.
Úran sem er lítið auðgað er
nýtt í kjarnaofna kjarnorkuvera
en sé það auðgað meira er það not-
hæft í kjarnorkusprengjur. Ahma-
dinejad sagði við embættistöku
sína í síðasta mánuði að kjarn-
orkuver þyrftu til að svara orku-
þörf landsins en ekki stæði til að
nýta úran til að búa til sprengjur.
Ýmsir forkólfar Vesturlanda hafa
þó staðhæft að Íranar áætli að
koma sér upp kjarnavopnum. ■
GEIMFERJAN DISCOVERY Búist er við ferj-
unni aftur til jarðar á morgun.
Geimferjan Discovery:
Lög› af sta›
til jar›ar
HOUSTON, AP Geimferjan
Discovery er lögð af stað aftur til
jarðar eftir ferð að alþjóðlegu
geimstöðinni. Ef allt gengur að
óskum er búist við því að hún
lendi á morgun.
Í gær var hún losuð frá alþjóð-
legu geimstöðinni þangað sem
fluttar voru vistir og mannskapur.
Síðast þegar reynt var að lenda
geimferju fyrir hálfu þriðja ári
fórst geimferjan Columbia með
geigvænlegum afleiðingum. Allir
áhafnarmeðlimir létust og tæpum
fjörutíu tonnum af braki rigndi
yfir Texas og Louisiana. ■
HJÁLPARSTARF Rauði kross Íslands
ætlar að leggja þrjár milljónir í
hjálparstarf vegna hungursneyð-
ar sem nú ríkir í Afríkulandinu
Níger og nálægum löndum. Karl
Sæberg Júlíusson fer svo á næstu
dögum til landsins sem sendifull-
trúi Rauða kross Íslands og hefur
umsjón með öryggismálum vegna
hjálparstarfsins.
Milljónir þjást nú af næringar-
skorti í landinu og sérstaklega er
óttast um afdrif barna. Uppskeru-
brestur varð í landinu í fyrra og
er ástandið að verða nokkuð al-
varlegt. - oá
VEÐRIÐ
Rá›ist var á bandarískan hermann vi› skemmtista›inn Traffic í Keflavík. Ma›urinn
var skorinn lífshættulega en kom sér sjálfur á sjúkrahús. Fimm voru handteknir
vegna málsins. fietta er flri›ja hættulega líkamsárásin á skemmtista›num á einu ári.
PILTUR Í NIGER Milljónir barna þjást af
næringarskorti og er ástandið víða orðið
mjög alvarlegt.
M
YN
D
/A
P
Rauði kross Íslands:
Sendir a›sto›
til Nígers
FJARSTÝRÐUR KAFBÁTUR Bandarískir sjóliðshermenn undirbúa fjarstýrðan Scorpio-kafbát
fyrir björgunarleiðangur að strandstað rússneska kafbátsins á hafsbotni á fimmtudag.
SKEMMTISTAÐURINN TRAFFIC Fimm menn voru handteknir vegna hnífstungu við skemmtistaðinn í gærnótt.
VÍ
KU
R
FR
ÉT
TI
R/
ÞO
RG
IL
S
LOTTÓ
ENGINN MEÐ FIMM RÉTTAR Eng-
inn var með fimm tölur réttar í
lottóinu í gær en heildarfjárhæð
fyrsta vinnings var rúmlega
þrjár milljónir króna. Þá var eng-
inn með fjórar tölur og bónustölu
en hæsta vinningsupphæðin var
rúmlega sjö þúsund krónur. Einn
fékk fjóra rétta í jókernum og
hlaut hundrað þúsund krónur í
vinning.