Fréttablaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 6
6 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Kraftmikill fellibylur fer yfir austurströnd Kína og Shanghai og eykur hættuna á flóðum: Milljónir Kínverja fl‡ja heimili sín KÍNA, AP Fellibylurinn Matsa gekk í gær yfir austurströnd Kína og þurftu milljónir manna að flýja heimili sín. Þar af var rúmlega ein milljón íbúa héraðsins Zhejiang við austurströnd landsins. Þá hef- ur öllu millilandaflugi verið aflýst á Shanghaí-flugvelli. Fellibylurinn gengur yfir með sterkum vindum og miklum rign- ingum sem auka flóðahættu í hinni 20 milljóna manna borg Shanghaí og voru götur borgar- innar nánast mannlausar um miðjan dag í gær. Yfirvöld telja að fellibylurinn geti haft alvarlegri afleiðingar en fellibylurinn Rananim sem gekk yfir sama svæði í fyrra en þá fór- ust 164 og olli fellibylurinn fjár- tjóni fyrir rúmlega tvo milljarða Bandaríkjadali. Miklir vatnavextir eru í ám við austurströndina og hafa hafnaryf- irvöld reynt að verjast flóðahætt- unni með því að lækka vatnsyfir- borð hjá stíflum til að verja þau fjörutíu og eitt þúsund skip sem hafa legu við hafnir á flóðasvæð- unum. Tveir höfðu látist um miðj- an dag í gær en búast má við að fellibylurinn nái hámarki sínu í dag. - hb Stökktu til Rimini 11. eða 18. ágúst frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku / kr. 39.990 í 2 vikur. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur (ath. 11. ágúst er aðeins tveggja vikna dvöl í boði). Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur. Netverð á mann, m.v. 2 í herber- gi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur (ath. 11. ágúst er aðeins tveggja vikna dvöl í boði). Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini 11. ágúst í 2 vikur eða 18. ágúst í 1 eða 2 vikur. Njóttu lífsins á þess- um vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Ætlar þú að fljúga milli Íslands og Bretlands með British Airways? SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú réttindabaráttu samkynhneigðra? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 43% 57% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN DIMMT YFIR Það var dimmt yfir í borginni Hangzhou þar sem fellibylurinn Matsa gekk yfir í gær. HIROSHIMA, AP Japanar minntust þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta kjarnorkusprengj- an, sem notuð var í hernaði, sprakk yfir borginni Hiroshima. Klukkan 8.15, þann 6. ágúst árið 1945, varpaði bandaríska her- flugvélin Enola Gay sprengjunni á borgina. Hún sprakk um hálf- um kílómetra fyrir ofan hana með þeim afleiðingum að 140 þúsund manns létust og borgin varð ein rjúkandi rúst. Alls bjuggu 350 þúsund manns í borginni á þessum tíma. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarn- orkusprengju á borgina Naga- saki með þeim afleiðingum að um 80 þúsund manns létust. 15. ágúst árið 1945 gáfust Japanar upp og seinni heimsstyrjöldinni var þar með lokið. Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, ávarpaði um 55 þúsund manns sem tóku þátt í minningarathöfinni í gær. Hann vottaði hinum látnu virðingu sína og sagði Japana ætla að vera leiðandi afl í baráttunni gegn kjarnorkuhernaði. Tadatoshi Akiba, borgarstjóri Hiroshima, var ómyrkur í máli. Hann bað kjarnorkuveldin að eyða vopnum sínum. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum helst gegn Bandaríkjamönnum og Rússum sem hann sagði vera að stofna mannlegri tilveru í hættu með stefnu sinni í kjarn- orkumálum. Gærdagurinn var tilfinninga- þrunginn í Hiroshima. Fjöldi friðarsinna hrópaði slagorð gegn kjarnorkuveldunum. Eitt þúsund friðardúfum var sleppt við Atómhvelfinguna svokölluðu, en það er bygging sem lagðist í rúst við sprenginguna og hefur verið varðveitt þannig. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá fleyttu tugir þúsunda manna ljóskerjum eftir á sem rennur í gegnum borgina. Ljóskerin eiga að tákna sálir þeirra sem létust í sprengingunni. Þótt talið sé að um 140 þúsund manns hafi látist strax eða nokkrum mánuðum eftir að sprengingin varð er tala fórnar- lambanna mun hærri í dag. Japönsk stjórnvöld telja nú að ríflega 240 þúsund manns hafi látist vegna sprengingarinnar. Á hverju ári bætist við þessa tölu því þeir sem látast, til dæmis, af völdum krabbameins sem rekja má til geislavirkninnar sem varð þegar sprengjan sprakk, eru taldir til fórnarlamba árásarinn- ar. Í dag búa nærri þrjár milljón- ir manna í Hiroshima. trausti@frettabladid.is Gærdagurinn var tilfinningaflrunginn í borginni Hiroshima í Japan. Um 55 flúsund manns minntust fless a› sextíu ár er li›in frá flví a› kjarnorkusprengj- unni var varpa› á borgina. Borgarstjórinn í Hiroshima var ómyrkur í máli. Sextíu ár frá kjarnorku- árásinni á Hiroshima 8.15 Ungur Japani gengur framhjá mynd sem sýnir klukku sem stöðvaðist þegar sprengjan féll á borgina. HORFT Á RÚSTIRNAR Ferðamaður horfir á mynd sem tekin var skömmu eftir að kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina Hiroshima. AMERICAN DAD MÁNUDAGA KL. 21:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.