Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 6

Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 6
6 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Kraftmikill fellibylur fer yfir austurströnd Kína og Shanghai og eykur hættuna á flóðum: Milljónir Kínverja fl‡ja heimili sín KÍNA, AP Fellibylurinn Matsa gekk í gær yfir austurströnd Kína og þurftu milljónir manna að flýja heimili sín. Þar af var rúmlega ein milljón íbúa héraðsins Zhejiang við austurströnd landsins. Þá hef- ur öllu millilandaflugi verið aflýst á Shanghaí-flugvelli. Fellibylurinn gengur yfir með sterkum vindum og miklum rign- ingum sem auka flóðahættu í hinni 20 milljóna manna borg Shanghaí og voru götur borgar- innar nánast mannlausar um miðjan dag í gær. Yfirvöld telja að fellibylurinn geti haft alvarlegri afleiðingar en fellibylurinn Rananim sem gekk yfir sama svæði í fyrra en þá fór- ust 164 og olli fellibylurinn fjár- tjóni fyrir rúmlega tvo milljarða Bandaríkjadali. Miklir vatnavextir eru í ám við austurströndina og hafa hafnaryf- irvöld reynt að verjast flóðahætt- unni með því að lækka vatnsyfir- borð hjá stíflum til að verja þau fjörutíu og eitt þúsund skip sem hafa legu við hafnir á flóðasvæð- unum. Tveir höfðu látist um miðj- an dag í gær en búast má við að fellibylurinn nái hámarki sínu í dag. - hb Stökktu til Rimini 11. eða 18. ágúst frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku / kr. 39.990 í 2 vikur. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur (ath. 11. ágúst er aðeins tveggja vikna dvöl í boði). Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur. Netverð á mann, m.v. 2 í herber- gi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur (ath. 11. ágúst er aðeins tveggja vikna dvöl í boði). Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini 11. ágúst í 2 vikur eða 18. ágúst í 1 eða 2 vikur. Njóttu lífsins á þess- um vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Ætlar þú að fljúga milli Íslands og Bretlands með British Airways? SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú réttindabaráttu samkynhneigðra? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 43% 57% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN DIMMT YFIR Það var dimmt yfir í borginni Hangzhou þar sem fellibylurinn Matsa gekk yfir í gær. HIROSHIMA, AP Japanar minntust þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta kjarnorkusprengj- an, sem notuð var í hernaði, sprakk yfir borginni Hiroshima. Klukkan 8.15, þann 6. ágúst árið 1945, varpaði bandaríska her- flugvélin Enola Gay sprengjunni á borgina. Hún sprakk um hálf- um kílómetra fyrir ofan hana með þeim afleiðingum að 140 þúsund manns létust og borgin varð ein rjúkandi rúst. Alls bjuggu 350 þúsund manns í borginni á þessum tíma. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarn- orkusprengju á borgina Naga- saki með þeim afleiðingum að um 80 þúsund manns létust. 15. ágúst árið 1945 gáfust Japanar upp og seinni heimsstyrjöldinni var þar með lokið. Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, ávarpaði um 55 þúsund manns sem tóku þátt í minningarathöfinni í gær. Hann vottaði hinum látnu virðingu sína og sagði Japana ætla að vera leiðandi afl í baráttunni gegn kjarnorkuhernaði. Tadatoshi Akiba, borgarstjóri Hiroshima, var ómyrkur í máli. Hann bað kjarnorkuveldin að eyða vopnum sínum. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum helst gegn Bandaríkjamönnum og Rússum sem hann sagði vera að stofna mannlegri tilveru í hættu með stefnu sinni í kjarn- orkumálum. Gærdagurinn var tilfinninga- þrunginn í Hiroshima. Fjöldi friðarsinna hrópaði slagorð gegn kjarnorkuveldunum. Eitt þúsund friðardúfum var sleppt við Atómhvelfinguna svokölluðu, en það er bygging sem lagðist í rúst við sprenginguna og hefur verið varðveitt þannig. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá fleyttu tugir þúsunda manna ljóskerjum eftir á sem rennur í gegnum borgina. Ljóskerin eiga að tákna sálir þeirra sem létust í sprengingunni. Þótt talið sé að um 140 þúsund manns hafi látist strax eða nokkrum mánuðum eftir að sprengingin varð er tala fórnar- lambanna mun hærri í dag. Japönsk stjórnvöld telja nú að ríflega 240 þúsund manns hafi látist vegna sprengingarinnar. Á hverju ári bætist við þessa tölu því þeir sem látast, til dæmis, af völdum krabbameins sem rekja má til geislavirkninnar sem varð þegar sprengjan sprakk, eru taldir til fórnarlamba árásarinn- ar. Í dag búa nærri þrjár milljón- ir manna í Hiroshima. trausti@frettabladid.is Gærdagurinn var tilfinningaflrunginn í borginni Hiroshima í Japan. Um 55 flúsund manns minntust fless a› sextíu ár er li›in frá flví a› kjarnorkusprengj- unni var varpa› á borgina. Borgarstjórinn í Hiroshima var ómyrkur í máli. Sextíu ár frá kjarnorku- árásinni á Hiroshima 8.15 Ungur Japani gengur framhjá mynd sem sýnir klukku sem stöðvaðist þegar sprengjan féll á borgina. HORFT Á RÚSTIRNAR Ferðamaður horfir á mynd sem tekin var skömmu eftir að kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina Hiroshima. AMERICAN DAD MÁNUDAGA KL. 21:00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.