Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 52
NÝJU MENNIRNIR Þeir Alex- ander Hleb hjá Arsenal og Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea munu væntanlega koma eitthvað við sögu í leiknum á eftir. Báðir hafa þeir staðið sig framar vonum á undirbúnings- tímabilinu og fallið einstaklega vel inn í leik sinna liða. Hér til hægri má sjá líkleg byrjunarlið liðanna í leiknum í dag og eins og sjá má er um nokkuð hefð- bundna uppstillingu að ræða á báðum víg- stöðvum, en hjá Chelsea er Hollend- ingurinn Arjen Robben tæpur vegna meiðsla. Þetta verður enginn æfingaleikur 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Chelsea og Arsenal eigast vi› í dag í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn í Englandi. Ei›ur Smári Gu›johnsen ver›ur væntanlega í byrjunarli›i Chelsea og mun spila sem fremsti ma›ur á mi›junni. FÓTBOLTI Það má segja að enska knattspyrnan fari formlega af stað í dag þegar Chelsea og Arsenal mætast í hinum árlega leik deildarmeistara og bikar- meistara um Samfélagsskjöldinn. Leikurinn fer fram á á hinum glæsilega Þúsaldarvelli í Cardiff og er talið líklegt að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði ensku meistaranna og leiki rétt fyrir aftan sóknarmanninn Hern- an Crespo. Frank Lampard, leikmaður Chelsea, kveðst búast við skemmtilegum leik þar sem létt- leikinn verði allsráðandi, þrátt fyrir að baráttan í þessum leik vilji oft verða meiri en leikmenn og stjórar vilja meina áður en hann hefst. Chelsea hefur enn ekki náð að sigra Arsenal undir stjórn Jose Mourinho en báðir deildarleikir liðanna á síðustu leiktíð enduðu með jafntefli. „Við ætlum að breyta því í ár. Við höfum heldur ekki tapað fyrir þeim en við þurf- um að sigra þá sem fyrst til að þekkja tilfinninguna sem fylgir því. Þetta verður enginn æfingaleikur,“ segir Lampard. „Arsenal er með frábært lið og ég held að ákvörðun Arsene Wen- ger um að gera Thierry Henry að fyrirliða muni færa ró yfir leik þeirra. Hann er mikill persónu- leiki, innan vallar sem utan, og ég ber mikla virðingu fyrir honum,“ segir Lampard. Umræðan í Bretlandi um leik- inn snýst að miklu leyti um hvern- ig Ashley Cole hjá Arsenal muni plumma sig, en eins og einhverjir muna eftir átti hann í leynilegum viðræðum við forráðamenn Chel- sea á síðustu leiktíð sem ollu miklu fjaðrafoki í Englandi. „Ég ætla bara að láta lítið fyrir mér fara, spila eins vel og ég get og vona að það hjálpi okkur að sigra Chelsea í þessum leik,“ segir Cole en viðurkennir að hann þurfi að vinna sér inn traust stuðnings- manna Arsenal á ný eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. „Ég komst í stöðu þar sem ég gat ekki unnið. Hefði ég farið frá félaginu hefði mér verið slátrað en ég kaus að vera áfram og enn eru margir sem segja að það hafi eingöngu verið vegna pening- anna,“ segir Cole sem fær rúmar átta milljónir króna í vikulaun. „En það er ekki satt. Mér líður vel hjá Arsenal og eina leiðin til að sýna það er að gera mitt besta í öllum leikjum. Og ég mun ávallt leggja mig 100% fram í treyju Arsenal,“ segir Cole. - vig 2 fyrir 1 til Ítalíu 11. og 18. ágúst frá kr. 19.990 Síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Bologna á Ítalíu þann 11. og 18. ágúst. Nú er tækifæri til að leggja Ítalíu að fótum sér. kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð, 11. og 18. ágúst. Netverð á mann. > Við óttumst ... að farsanum um hvaða þjóð kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn þann 17. ágúst til að spila vináttulandsleik við Ísland sé ekki lokið. Þannig kæmi það ekkert sérlega á óvart ef knattspyrnusamband S- Afríku skyldi fljótlega eftir helgi hætta við að koma til Íslands, þar sem það land er jú enn lengra frá Íslandi en Kolumbía. Sæti í A-deild tryggt Íslenska unglingalandsliðið í körfubolta, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, tryggði sér áframhaldandi þátttökurétt í A-deild Evrópumótsins með því að leggja Belga af velli, 64-56. Hefðu íslensku strákarnir tapað leiknum hefði það komið í þeirra hlut að falla niður í B-deild. 60 SEKÚNDUR Meiðsli eru... leiðinleg. Valur, KR eða Þór? Sitt lítið af hverju. Besta liðið á Íslandi í dag? FH er efst í deildinni. Willum Þór er... besti þjálfari landsins í dag. Erfiðasti andstæðingur? Meiðslin. Skora eitt eða leggja upp tvö? Leggja upp tvö, þá eru meiri líkur á sigri. Besta lið sem þú hefur spilað með? KR 1999, þegar við unnum tvöfalt. KR er... í öldudal þetta árið. Besti íslenski íþróttaþulurinn? Ég hef gaman að Herði Magnússyni. Stuðningsmenn Vals... hafa staðið sig frábærlega og gera það vonandi áfram. Kaffi eða te? Kaffi, takk. Besti samherjinn er... allt Valsliðið. Rokk eða popp? Tek frekar smá rokk. Besti leikmaður heims er... Zidane. Íslenski boltinn er... ágætur af áhugamennsku að vera. Efnilegasti leikmaður landsins er... Theodór Elmar Bjarnason hjá Celtic. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS 1. deild karla: BREIÐABLIK–ÞÓR 1–0 1–0 Kristján Óli Sigurðsson (44.) VÖLSUNGUR–HK 2–0 1–0 Birkir Vagn Ómarsson (60.), Arngrímur Arnarsson (90.). KA–VÍKINGUR Ó. 1–0 1–0 Jóhann Þórhallsson (74.) STAÐAN: BREIÐABLIK13 11 2 0 24–7 35 VÍKINGUR R. 13 8 4 1 31–7 28 KA 13 7 3 3 26–12 24 HAUKAR 13 4 3 6 16–17 15 HK 13 3 6 4 12–13 15 VÍKINGUR Ó. 13 4 3 6 10–25 15 VÖLSUNGUR 13 3 3 7 12–18 12 FJÖLNIR 13 4 0 9 19–28 12 ÞÓR 13 3 3 7 16–29 12 KS 13 2 5 6 11–21 11 Enska 1. deildin: CREWE–BURNLEY 2–1 CRYSTAL PALACE–LUTON 1–2 DERBY–BRIGHTON 1–1 HULL–QPR 0–0 SOUTHAMPTON–WOLVES 0–0 IPSWICH–CARDIFF 1–0 NORWICH–COVENTRY 1–1 READING–PLYMOUTH 1–2 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading og Bjarni Guðjónsson gerði það einnig fyrir Plymouth. SHEFFIELD UTD–LEICESTER 4–1 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn á miðju Leicester. STOKE–SHEFF. WED. 0–0 Þórður Guðjónsson lék ekki fyrir Stoke vegna meiðsla. WATFORD–PRESTON 1–2 Skoska úrvalsdeildin: ABERDEEN–KILMARNOCK 1–2 CELTIC–DUNDEE UTD. 2–0 INVERNESS–RANGERS 0–1 LIVINGSTON–FALKIRK 0–2 MOTHERWELL–DUNFERMLINE 1–0 Þýska úrvalsdeildin: FC KÖLN–MAINZ 1–0 HAMBURG–NURNBERG 3–0 HANNOVER–HERTHA B. 2–2 DUISBURG–STUTTGART 1–1 W. BREMEN–BIELEFELD 5–2 WOLFSBURG–DORTMUND 2–2 24 > Við vonum ... .... að hegðun Viggós Sigurðssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, komi ekki niður á unglingalandsliðinu á HM í Ungverjalandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Miklar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins, sem er byggt á sama kjarna leikmanna og urðu Evrópumeistarar u-18 ára liða fyrir tveimur árum. Arsenal 4-4-2 Lauren Kekic ColeToure Senderos Fabregas Gilberto Hleb Pires Henry Reyes Crespo Duff Wright-Phillips Eiður Smári LampardMakelele Cech TerryGallas FerreiraDel Horno Chelsea 4-3-3 Stjórn HSÍ hélt áfram að funda um mál Viggós Sigurðssonar í gær: HANDBOLTI Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mun halda starfi sínu að minnsta kosti fram yfir heimsmeistara- mót U-21 landsliðs karla í Ung- verjalandi, en það fer fram dag- ana 15.-28. ágúst. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær, sendi Handknatt- leikssamband Íslands frá sér yf- irlýsingu þar sem framkoma Viggós í flugvél Flugleiða þegar piltalandsliðið var að koma til Ís- lands frá Kaupmannahöfn var hörmuð, en hann hafði þar áfengi um hönd og var með dólgslæti. Viggó segist sjálfur ætla að fara snúa sér að handboltanum enda stutt í mót. „Ég ætla að halda mínu striki sem landsliðs- þjálfari og vonast til þess að ná sem bestum árangri í Ungverja- landi. Landslið Íslands í þessum aldurshópi er virkilega gott og er til alls líklegt á mótinu.“ Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir málefni Viggós hafa verið rædd til hlítar og vonast til þess að piltalands- liðið fái frið til þess að undirbúa sig fyrir mikilvægt mót í Ung- verjalandi. „Það eru mikilvægir leikir framundan hjá piltalands- liðinu og við ætlum ekki að láta þetta atvik eyðileggja neitt fyrir leikmönnum liðsins, sem gætu vel náð góðum árangri á mót- inu.“ - mh Viggó áfram fram yfir HM í Ungverjalandi VIGGÓ SIGURÐSSON Miklar vonir eru bundnar við U-21 landslið Íslands í handknattleik, en marg- ir leikmanna liðsins urðu Evrópumeistarar U-18 ára landsliða fyrir tveim- ur árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.