Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 16
27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Helgarbla› Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 193. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2005 Bls.53 Bls.30–31 Bara „vinkona“ Frosta í Mínus KATRÍN INGVADÓTTIR Helgarblað á lausu Frægar & fallegar Dansar áfram þótt beinin brotni MYRTI KUNNINGJA SINN Á HVERFISGÖTU KRAFTAVERKABÖRNIN Lifa í skugga lífshættulegra sjúkdóma Sum börn þurfa að berjast við sjúkdóma alla sínaæsku. Þessi litlu kraftaverkabörn eru alvöru hetj-ur og neita að gefast upp. Helgarblað DV ræddivið foreldra nokkurra barna sem eiga þaðsameiginlegt að meira hefur verið lagt á þauen önnur börn. Foreldrarnir eru allir afarstoltir af litlu hetjunum sínum enda ekkiannað hægt. Bls. 32–33 HILDUR DUNGAL Fegurðar- drottning í forstjórastóli Þegar dópneysla leiðir til morðs Bls.12–13 Úttekt á 20 fallegum, ólofuðumalvöru íslenskum konum Bls.26–27 Aron Pálmi á leið heim til Íslands Bls.22–23 Bls.16–17 Einn besti dansari landsins Hetjur sem neita að gefast upp KRAFTAVERKABÖRNIN Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn var ekki ýkja glaður þegar Menn- ingarnótt í Reykjavík náði hátindi sínum síð- astliðið laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnudags. Hann stóð vaktina með sínum mönnum og fannst satt að segja lítill menningarbragur á hegðun ýmissa bæj- arbúa og gesta þeirra. Kófdrukknir og rugl- aðir ráfuðu ungir sem aldnir um götur miðborg- arinnar meðan aðrir slóg- ust með berum hnefum eða flöskum eða gripu til eggvopna. „Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum,“ sagði Geir Jón í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag- inn. Það lá við múgæsingu í bænum. Og það furðulega er að það vissi enginn af hverju fólkið var svona æst og yfirspennt. Geir Jón vill að ábyrgir aðilar setjist nú niður og ræði til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, því svona nokkuð sé ekki hægt að líða ár eftir ár. Borgaryfirvöld komast ekki hjá því að hlusta á Geir Jón. Hann þykir jafn- an vera rödd skynsemi og ábyrgðarkenndar og er nú einu sinni næstæðsti yfirmaður Reykjavíkurlögreglunnar. Í huga margra er hann lögreglan sjálf eða að minnsta kosti ímynd henn- ar. Og það er ekki vond ímynd því Geir Jón er traustvekjandi, þykir mikill öðlingur sem tekur á mál- um af sanngirni en ákveðni eins og lögregla á að gera. Eins og gengur hafa þó ekki allir alltaf verið sáttir við framgöngu hans. Hann var til dæmis gagnrýndur fyrir að sýna of mikla hörku í Falun Gong-málinu sumarið 2002 en hann sagði þá að hann væri að- eins að gera skyldu sína og halda uppi lögum og reglu. Geir Jón er ekki maður sem auðveldlega getur falið sig í mannfjölda. Hann er einn af hæstu mönnum landsins. Hann er ekki síður þekktur fyrir annað sérkenni. Hann er heittrúaður hvítasunnumaður sem fer með bænirnar á hverju kvöldi, stundum oft á dag, sækir mess- ur reglulega og syng- ur í kirkjukór. Trúin er sögð veita honum styrk í erfiðu starfi og mun Geir Jón ekki vera eini lög- r e g l u m a ð u r i n n sem þangað sækir andlega næringu og stuðning í erli dags- ins. Geir er rúmlega fimmtugur. Hann gekk í lögregluskólann ungur maður og starfaði síðan í næstum tvo áratugi sem lögregluþjónn í Vest- mannaeyjum, þar sem hann kynntist konu sinni, vitaskuld í söfnuði hvíta- sunnumanna sem er öfl- ugur þar í plássinu. Í Eyj- um var hann í ýmsu fé- lagsmálastússi og íþrótt- um meðfram safnaðar- starfinu. Hann starfaði meðal annars í Sjálfstæð- isflokknum og var einn af liðsmönnum Þorsteins Pálssonar þegar hann var að hefja feril sinn í Suðurlandskjördæmi. Árið 1992 fékk Geir Jón starf aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík þar sem stjarna hans reis hratt. Hann varð aðstoð- aryfirlögregluþjónn og loks yfirlögregluþjónn. Að óbreyttu skipulagi lög- reglunnar er hann kominn á top- inn, því lögreglustjórinn verður að vera lögfræðingur að mennt. „Ég er heldur ekkert viss um að sú staða sé eftirsóknarverð. Ég gæti miklu fremur hugsað mér að ljúka ferli mínum sem venjulegur lögreglumaður úti á götu, vera í göngueftirliti eða einn á bíl og fara í hverfin og hitta fólk. Það er draumastarf,“ sagði Geir Jón í viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum. Draumastarf fyrir draumalöggu! ■ MAÐUR VIKUNNAR Tekur á málum af sanngirni GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Í REYKJAVÍK Nú alveg nýlega hefur nýtt leiða- kerfi strætisvagna séð dagsins ljós. Þegar hafa komið fram van- kantar á hinu nýja kerfi og þrátt fyrir marga og dýra sérfræðinga fór svo að nýjar sérleiðir vagn- anna reyndust ólöglegar, m.ö.o. ekki hafði verið gætt að því að nauðsynleg umsögn og samþykki lögreglu lægi fyrir varðandi sér- leiðirnar. Merking á sérleiðunum er BUS, sem vandséð er að skyldi nokkurn Íslending að virða þá merkingu, nema enska sé orðin hið opinbera lagamál hér á landi. Um TAXI má vitanlega segja hið sama og því skal ekki gert mikið úr BUS-merkingunni. Hitt er mun verra að hvarvetna sem strætis- vagnar, hópferðabílar eða leigubíl- ar eiga erindi þá virðast stjórn- málamenn, arkitektar og verk- fræðingar alveg eins og út úr kú varðandi skilning á því hvað telja eigi almenningsfarartæki. Leiðir sem merktar eru Strætó aka hik- laust nær allir hópferðabílar – at- hugasemdalaust. Aki leigubíll slík- ar sérleiðir ætlar oft allt vitlaust að verða. Tilgangur með sérleiðum er sá að almenningsbílar hafi forgang sem verði þá til þess að för þeirra verði fljótari. Jafnframt leiðir það væntanlega til þess að einkabílum í umferðinni fækki hlutfallslega. Sérleiðirnar eru því vissulega sjálfsagðar og mættu vera fleiri og víðtækari. Skilgreining á því hvað er almenningsfarartæki þyrfti að vera alveg skýr. Strætisvagnar virðast samþykktir sem slíkir og hópferðabílar fylla sama flokk að mestu. Leigubílar eiga aftur á móti undir högg að sækja í þessu efni. Það er hreinlega svo sem stjórnmálamenn, og skipulags- fræðingar geti alls ekki áttað sig á því að í umferðinni eru leigubílar vissulega almenningsfarartæki og auk þess dýrustu farartæki almennings. Væri þessi skoðun virt og viðurkennd þá ættu leigu- bílarnir að hafa mestan forgang almenningsfarartækja í umferð- inni. Leigubíl tekur fólk oftast þegar það er mest að flýta sér og getur ekki beðið eftir strætis- vagni. Nú skal þess alls ekki kraf- ist hér að leigubílar hafi meiri for- gang í umferðinni en önnur almenningsfarartæki. Með þessum skrifum er aðeins farið fram á jafnræði eða jafnrétti til forgangs. Um leið vil ég hvetja alla atvinnubifreiðastjóra til þess að hjálpast að með að láta umferð- ina renna sem liðugast og sýna hjálpsemi og tillitssemi hver sem á í hlut. Skipulagssérfræðingana hvet ég til þess að átta sig á því að margnefnd almenningsfarartæki þurfa hvert fyrir sig athafnasvæði þar sem margmenni kemur saman eða á leið um. Dæmi um skilnings- leysi þeirra eru alltof mörg, hvar- vetna í borginni við hótel, kvik- myndahús og önnur samkomuhús. Að lokum, viðurkennið að leigubíll er almenningsfarartæki. ■ N‡ja lei›akerfi›: skipulagt klú›ur KRISTINN SNÆLAND UMRÆÐAN STRÆTÓ Skilgreining á flví hva› er al- menningsfarartæki flyrfti a› vera alveg sk‡r. Strætisvagnar vir›ast samflykktir sem slíkir og hópfer›abílar fylla sama flokk a› mestu. Leigubílar eiga aftur á móti undir högg a› sækja í flessu efni. TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.