Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 28

Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 28
Umferðarskilti Ágætt er að rijfa upp merkingar umferðarskilta öðru hvoru, þar sem sú þekking getur skipt sköpum í umferðinni. Öðru hverju koma ný umferðar- skilti sem gott er að kynna sér og þekkja.[ ] Almennar bílaviðgerðir VINNUM EFTIR CABAS-KERFINU Tjónaskoðun Heillandi smábíll Nýr Suzuki Swift er snaggaralegur útlits og minnir svolítið á gamla góða Austin Mini þótt hér sé vissulega á ferðinni stærri og meiri bíll. Nýr Suzuki Swift er skemmti- legur og einstaklega lipur smábíll sem auk þess hefur út- litið með sér. Hann er góður kostur fyrir þá sem leggja upp úr lipurleika og þægilegu rými. Nýi Suzuki Swiftinn fellur ekki beinlínis í fjöldann. Það er eitt- hvað snaggaralegt og skemmtilegt við útlitið á honum sem gerir hann frábrugðinn flestum öðrum smá- bílum á götunni. Eiginlega minnir hann á gamla góða Austin Mini-inn án þess að hann sé á nokkurn hátt gamaldags í útliti, síður en svo. Framendinn er afgerandi og svip- sterkur og bíllinn hefur í raun frekar evrópskt útlit en japanskt. Gluggasetningin á bílnum gefur honum líka sterkan svip, tiltölu- lega stór framrúða og svo minnk- andi hliðarrúður. Einnig er ástæða til að vekja athygli á einstaklega fjörlegum litum sem í boði eru. Reynsluekið var bæði handskipt- um og sjálfskiptum Swift og sömu- leiðis bæði tekið í GL og GLX bílinn. Í raun og veru er þó um sama bílinn að ræða en undirritaðri þótti þó einkum sá sjálfskipti vera afburða- skemmtilegur bíll. Lykillaus hurða- opnun og ræsing sem er viðbót í GLX-útgáfunni er líka skondinn og skemmtilegur búnaður sem nú er fáanlegur í vaxandi fjölda bíla. Swiftinn er mjög aðgengilegur borgarbíll. Hann er snarpur og við- bragðsfljótur og einstaklega lipur í öllum meðförum. Til dæmis er leit- un að meðfærilegri bíl að leggja í stæði. Pláss fyrir farþega er ljóm- andi gott miðað við stærðina en far- angursrýmið telst ekki stórt. Þó er þar ágætt pláss fyrir innkaupapoka og farangur smærri fjölskyldu. Inn- réttingin er falleg og hefur yfir sér vandað yfirbragð. Hér á landi fæst aðeins fimm dyra útfærsla bílsins enda virðist sem ekki sé hér mikill markaður fyrir þriggja dyra bíla. Auk bensín- bílanna sem reynslueknir voru er einnig fáanleg dísilútgáfa með 1,3 lítra vél. Af staðalbúnaði í Suzuki Swift má nefna EDB hemlajöfnun, raf- stýrða útispegla með upphitun, lit- aðar rúður, frjókornasíu og eyðslu- mæli en ef tekin er GLX útgáfa bætast við álfelgur, þokuljós í fram- stuðara og lykillaus hurðaopnun og vélarræsing sem fyrr er nefnd. Verðið á Suzuki Swift getur ekki annað en talist hagstætt miðað við það sem í boði er fyrir peningana. steinunn@frettabladid.is Lúxusbílar GM í Indlandi Hjá General Motors er áhugi fyrir að selja Hummer og Cadillac á Indlandi. Bílaframleið- andinn General Motors gæti hafið sölu á Hummer og l ú x u s b í l n u m Cadillac á Ind- landi á næst- unni þar sem öflugur efnahagur hefur aukið bifreiðasölu til muna. Lokaákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en á næsta ári. Bifreið- arnar hefðu þá stýrið hægra megin eins og aðrir bílar á Indlandi. Innfluttir lúxusbílar, eins og Hummer og Cadillac, seljast á margar milljónir rúpía á Indlandi og er sala á þeim takmörkuð. General Motors selur nú þegar Chevrolet og Opel í Indlandi og ætlar að setja nýjan smábíl á mark- að bráðlega. SUZUKI SWIFT VERÐ Bensínbílar 1,5 lítra DOHC vél GL 5 gíra handskiptur 1.479.000 GL 4 gíra sjálfskiptur 1.619.000 GLX 5 gíra handskiptur 1.599.000 GLX 4 gíra sjálfskiptur 1.739.000 Uppgefin meðaleyðsla 6,5-6,9 l/100 km Dísilbíll 1,3 lítra DDiS vél GL 5 gíra beinskiptur 1.599.000 Uppgefin meðaleyðsla 4,6 l/100 km Farangursrýmið er ágætt og vel aðgengi- legt. Á þessu upplýsingaborði fyrir miðju mæla- borðsins má lesa tímann, hitastig úti og eyðslu. Rofar í stýri auka þægindin. Hönnunin að innan er nútímaleg og þarna eru allir hlutir aðgengilegir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.