Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 28
Umferðarskilti Ágætt er að rijfa upp merkingar umferðarskilta öðru hvoru, þar sem sú þekking getur skipt sköpum í umferðinni. Öðru hverju koma ný umferðar- skilti sem gott er að kynna sér og þekkja.[ ] Almennar bílaviðgerðir VINNUM EFTIR CABAS-KERFINU Tjónaskoðun Heillandi smábíll Nýr Suzuki Swift er snaggaralegur útlits og minnir svolítið á gamla góða Austin Mini þótt hér sé vissulega á ferðinni stærri og meiri bíll. Nýr Suzuki Swift er skemmti- legur og einstaklega lipur smábíll sem auk þess hefur út- litið með sér. Hann er góður kostur fyrir þá sem leggja upp úr lipurleika og þægilegu rými. Nýi Suzuki Swiftinn fellur ekki beinlínis í fjöldann. Það er eitt- hvað snaggaralegt og skemmtilegt við útlitið á honum sem gerir hann frábrugðinn flestum öðrum smá- bílum á götunni. Eiginlega minnir hann á gamla góða Austin Mini-inn án þess að hann sé á nokkurn hátt gamaldags í útliti, síður en svo. Framendinn er afgerandi og svip- sterkur og bíllinn hefur í raun frekar evrópskt útlit en japanskt. Gluggasetningin á bílnum gefur honum líka sterkan svip, tiltölu- lega stór framrúða og svo minnk- andi hliðarrúður. Einnig er ástæða til að vekja athygli á einstaklega fjörlegum litum sem í boði eru. Reynsluekið var bæði handskipt- um og sjálfskiptum Swift og sömu- leiðis bæði tekið í GL og GLX bílinn. Í raun og veru er þó um sama bílinn að ræða en undirritaðri þótti þó einkum sá sjálfskipti vera afburða- skemmtilegur bíll. Lykillaus hurða- opnun og ræsing sem er viðbót í GLX-útgáfunni er líka skondinn og skemmtilegur búnaður sem nú er fáanlegur í vaxandi fjölda bíla. Swiftinn er mjög aðgengilegur borgarbíll. Hann er snarpur og við- bragðsfljótur og einstaklega lipur í öllum meðförum. Til dæmis er leit- un að meðfærilegri bíl að leggja í stæði. Pláss fyrir farþega er ljóm- andi gott miðað við stærðina en far- angursrýmið telst ekki stórt. Þó er þar ágætt pláss fyrir innkaupapoka og farangur smærri fjölskyldu. Inn- réttingin er falleg og hefur yfir sér vandað yfirbragð. Hér á landi fæst aðeins fimm dyra útfærsla bílsins enda virðist sem ekki sé hér mikill markaður fyrir þriggja dyra bíla. Auk bensín- bílanna sem reynslueknir voru er einnig fáanleg dísilútgáfa með 1,3 lítra vél. Af staðalbúnaði í Suzuki Swift má nefna EDB hemlajöfnun, raf- stýrða útispegla með upphitun, lit- aðar rúður, frjókornasíu og eyðslu- mæli en ef tekin er GLX útgáfa bætast við álfelgur, þokuljós í fram- stuðara og lykillaus hurðaopnun og vélarræsing sem fyrr er nefnd. Verðið á Suzuki Swift getur ekki annað en talist hagstætt miðað við það sem í boði er fyrir peningana. steinunn@frettabladid.is Lúxusbílar GM í Indlandi Hjá General Motors er áhugi fyrir að selja Hummer og Cadillac á Indlandi. Bílaframleið- andinn General Motors gæti hafið sölu á Hummer og l ú x u s b í l n u m Cadillac á Ind- landi á næst- unni þar sem öflugur efnahagur hefur aukið bifreiðasölu til muna. Lokaákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en á næsta ári. Bifreið- arnar hefðu þá stýrið hægra megin eins og aðrir bílar á Indlandi. Innfluttir lúxusbílar, eins og Hummer og Cadillac, seljast á margar milljónir rúpía á Indlandi og er sala á þeim takmörkuð. General Motors selur nú þegar Chevrolet og Opel í Indlandi og ætlar að setja nýjan smábíl á mark- að bráðlega. SUZUKI SWIFT VERÐ Bensínbílar 1,5 lítra DOHC vél GL 5 gíra handskiptur 1.479.000 GL 4 gíra sjálfskiptur 1.619.000 GLX 5 gíra handskiptur 1.599.000 GLX 4 gíra sjálfskiptur 1.739.000 Uppgefin meðaleyðsla 6,5-6,9 l/100 km Dísilbíll 1,3 lítra DDiS vél GL 5 gíra beinskiptur 1.599.000 Uppgefin meðaleyðsla 4,6 l/100 km Farangursrýmið er ágætt og vel aðgengi- legt. Á þessu upplýsingaborði fyrir miðju mæla- borðsins má lesa tímann, hitastig úti og eyðslu. Rofar í stýri auka þægindin. Hönnunin að innan er nútímaleg og þarna eru allir hlutir aðgengilegir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.