Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 18
Umsjón: nánar á visir.is
Milljóna útsending
Bræðurnir í Bakkavör kynntu uppgjör félags-
ins í gærmorgun fyrir áhugasömum fjárfest-
um og greinendum bankanna. Þetta er
fyrsta ársfjórðungsuppgjörið þar sem rekstur
Geest kemur við sögu og því margir spenntir
að sjá hina nýju Bakkavör í raunstærð, ef
svo má að orði komast. Uppgjör Bakkavarar
var í stórum dráttum í samræmi við vænting-
ar og búast forráðamenn félagsins við að
niðurgreiðsla skulda verði komin á það stig í
lok næsta árs að félagið sé þá skuldsett í sam-
ræmi við framtíðarskipan fjármagns í félaginu.
Allt er því á áætlun hjá þeim bræðrum.
Ágúst ávarpaði gesti í upphafi fundar og
sagði fundinn nú fara fram á ensku í
fyrsta sinn. Honum væri varpað yfir
netið. „Það eru því milljónir manna sem
fylgjast með fundinum,“ sagði Ágúst og
glotti við kátínu fundarmanna.
Viðvörun hjá Greenspan
Á fáa menn í heiminum er betur hlustað
en öldunginn Alan Greenspan. Hann hóf
upp raust sína og varaði við því að með
hækkandi eignaverði væri hætta á að
fjárfestar gættu ekki nauðsynlegrar var-
úðar. Slíkt gæti endað illa á fjármála-
mörkuðum. Menn ættu ekki að taka
þeim stöðugleika sem Bandaríkjamenn
hafa búið við sem gefnum. Greenspan
telur hins vegar að bandarískt efna-
hagslíf hafi góðar forsendur til
að mæta skyndilegum mótbyr,
en sagði verndarstefnu og
halla á fjárlögum helstu ógn
efnahagslífsins. Þótt hér sé af-
gangur af fjárlögum er eflaust
margt sem Íslendingar geta
tekið til sín í orðum hins vísa
öldungs.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.550,4 Fjöldi viðskipta: 246
Velta: 3.944 milljónir
+0,29%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
P/F Atlantic Petroleum tapaði 1,3
milljónum danskra króna á öðrum árs-
fjórðungi, eða 13 milljónum íslenskra
króna.
Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu sex
mánuðum ársins nemur 2.008 milljón-
um króna samanborið við 645 milljóna
króna tap á sama tíma í fyrra.
Hlutabréf Pixar Animation Studios
Inc. lækkuðu um tvö prósent eftir að
bandaríska fjármálaeftirlitið óskaði eftir
nánari upplýsingum um uppgjör annars
ársfjórðungs.
Merck hefur tilkynnt að það hyggist
ljúka einhverjum kærum vegna auka-
verkana lyfsins Vioxx með sáttum en
þúsundir kæra liggja fyrir á félagið.
18 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Peningaskápurinn…
Actavis 41,70 -0,2% ... Bakka-
vör 42,00 +1,4%... Burðarás 17,50 +1,2% ... FL Group 15,50
+0,00% ... Flaga 4,05 -0,7% ...HB Grandi 8,55 +0,00% ... Íslands-
banki 15,10 +0,00% ... Jarðboranir 20,80 +0,00% ... KB banki
580,00 -0,3% ... Kögun 57,5 +0,00% ... Landsbankinn 21,70
+2,8% ... Marel 62,8 -0,3% ... SÍF 4,70 -2,1% ...Straumur 13,25 -
0,4% ... Össur 88,5 +0,6%
Landsbankinn 2,8%
Og fjarskipti 2,6%
Bakkavör 1,4%
SÍF -2,1%
Atorka -1,4%
Mosaic Fashions -0,8%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Síminn hagnaðist um tæpa
2,2 milljarða á fyrri helm-
ingi ársins. Það er betri af-
koma en greiningardeildir
bankanna spáðu.
Hagnaður Símans fyrstu sex mán-
uði ársins var tæpir 2,2 milljarðar
króna. Á sama tíma í fyrra nam
hagnaðurinn rúmum 1,2 milljörð-
um. Tekjur félagsins hafa aukist
meira en útgjöld á þessum tíma.
Mest var tekjuaukningin á far-
símasviði, um 450 milljónir króna.
Í uppgjörinu munar þó mest um
hagnað af sölu hlutabréfa í
Straumi fjárfestingarbanka, sem
var 702 milljónir króna. Einnig
voru seld hlutabréf í gervihnatta-
félagi sem skilaði 106 milljónum í
hagnað. Arðsemi eigin fjár hækk-
aði úr 16 prósentum í tæpt 31 pró-
sent.
Í tilkynningu Símans til Kaup-
hallar Íslands í gær segir að fjar-
skiptamarkaðurinn sé í örum
vexti og framtíðarhorfur fyrir-
tækisins góðar. Síminn hafi ráð-
ist í stóra uppfærslu á ADSL-
kerfinu til að geta sinnt sjón-
varpsþjónustu Símans. „Að upp-
færslunni lokinni verður hraðinn
meiri, sjónvarpsstöðvum í sjón-
varpsþjónustu mun fjölga auk
þess sem gagnvirkt sjónvarp er
handan við hornið,“ segir í til-
kynningunni.
Í uppgjörinu kemur fram að
Síminn á tæp 90 prósent hluta-
fjár í Íslenska sjónvarpsfélaginu,
sem rekur Skjá einn. Á tímabil-
inu breytti Síminn 750 milljón
króna skuld sjónvarpsfélagsins í
hlutafé. Ekki er gefið upp á
hvaða gengi Síminn keypti hluta-
bréfin í Skjá einum.
Bæði greiningardeild Lands-
bankans og KB banka segja
rekstrarárangur Símans á öðrum
ársfjórðungi betri en spáð var.
Starfsfólk beggja bankanna gerði
ráð fyrir því að Síminn myndi
hagnast um 780 milljónir króna.
Niðurstaðan var hins vegar 928
milljóna króna hagnaður.
bjorgvin@frettabladid.is
Gagnvirkt sjónvarp
handan við hornið
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ]
Fjárfestingarfélagið Atorka
Group tapaði um 241 milljón
króna á öðrum ársfjórðungi en
hagnaðist hins vegar um 659
milljónir á þeim fyrsta.
Tapið skýrist af lækkun á
stórum eignarhlutum í bresku
iðnaðarfyrirtækjunum Low and
Bonar og NWF Group en sú
lækkun hefur gengið til baka á
þriðja ársfjórðungi. Meðal ann-
arra eigna Atorku eru Austur-
bakki, LÍF og Promens, sem
keypti nýverið Bonar Plastics.
Arðsemi eigin fjár var rúm
tíu prósent á ársgrundvelli, sem
er undir markmiðum stjórnar
félagsins. Heildareignir voru
hinn 30. júní um sautján millj-
arðar króna og eigið fé um 8,5
milljarðar. - eþa
STYRMIR ÞÓR BRAGASON, FOR-
STJÓRI ATORKU Félagið tapaði á öðrum
ársfjórðungi um 240 milljónum króna. Hagn-
aður varð af starfseminni á fyrri hluta árs.
Atorka skilar tapi
Hagna›ur Samherja dregst
lítillega saman
Samherji hagnaðist um 1.065
milljónir króna á fyrstu sex mán-
uðum ársins samanborið við 1.098
milljónir króna árið áður.
Rekstrartekjur samstæðunnar
voru 11,6 milljarðar króna á tíma-
bilinu og hafa aukist um helming
milli ára en þær voru 7,2 milljarð-
ar árið áður. Veltufé frá rekstri
nam 1.038 milljónum króna
samanborið við 747 milljónir árið
áður. Eiginfjárhlutfall Samherja í
lok júní var 41 prósent. - dh
UM BORÐ Í LOÐNUSKIPI SAMHERJA
Rekstrartekjur aukast mikið milli ára.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
LANDSSÍMI ÍSLANDS Þetta er í síðasta sinn sem Síminn skilar uppgjöri á meðan hann
er í ríkiseigu.