Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 47

Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 47
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 27 Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðarskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðaskóg. Í þeim öllum eru trén óvenju hávaxin á ís- lenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flat- armáli en Bæjarstaðaskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallorms- staðarskógur og Vaglaskógur væru stærstu skógar Íslands að flatarmáli. Það er örugglega rangt hvað varðar Vaglaskóg og það er ekki að svo stöddu hægt að staðfesta á vísindalegan hátt, það er með samanburði á flatar- málsmælingum, að Hallorms- staðarskógur sé stærstur. Það hefur reyndar aldrei verið hægt. Hver er þriðji stærsti skógur á Ís- landi? Stutt svar við þeirri spurningu er: Við vitum ekki hver þriðji stærsti skógur Íslands er. Við vitum ekki einu sinni hverjir eru í fyrsta og öðru sæti. Vandamál- ið er tvíþætt: Annars vegar er það spurning um skilgreiningu á því hvað sé skógur og hins vegar um að mæla flatarmál skóga. Skilgreining á skógi Einföld skilgreining á skógi er: Vistkerfi þar sem tré eru ríkj- andi. Þá þarf að skilgreina hvað sé tré, oftast miðað við einhverja tiltekna hæð, og hvað það þýði að þau séu ríkjandi, það er hversu stóran hluta lands trén þekja. Loks þarf að tilgreina lágmarks flatarmál; eitt tré er ekki skógur og ekki heldur þyrping 20 trjáa. Hentug skilgreining á skógi mið- að við íslenskar aðstæður væri til dæmis: Vistkerfi, minnst einn hektari að flatarmáli, þar sem tré, að minnsta kosti 2 metrar á hæð, eru ríkjandi og þekja að minnsta kosti 30% lands. Hæð og þekja Hæðarmörkin gera það að verk- um að stór hluti birkikjarrs, til dæmis á vestanverðu landinu, telst ekki til skóga. Ákvæði um lágmarksþekju þýðir að þau svæði þar sem tré eru á stangli eru heldur ekki skógur. Til dæm- is hefur verið talað um höfuð- borgarsvæðið sem stærsta skóg landsins því þar eru víða stór tré og sum hverfin þannig að trén eru meira áberandi tilsýndar en húsin. Á höfuðborgarsvæðinu í heild ná tré þó ekki lágmarks- þekju auk þess sem hús og götur tilheyra ekki skógarvistkerfi og því er ekki rétt að tala þar um skóg þótt einstök smærri svæði innan þéttbýlisins geti flokkast sem skógar. Þá finnst sumum skipta máli hver uppruni skógarins sé. Þeir eru til sem ekki telja það vera skóg ef hann hefur verið gróður- settur, sérstaklega ef notaðar eru aðfluttar trjátegundir. Spurningar um flatarmál Svo eru ýmsar spurningar sem skipta máli við mælingu á flatar- máli. Hvar dregur maður mörk skógar? Fyrr á tíð voru landa- merki jarða notuð; til dæmis er hinn eiginlegi Vaglaskógur skóg- urinn á jörðinni Vöglum í Fnjóskadal en á næstu jörð, Hálsi, er Hálsskógur. Landa- merki jarðanna liggja um miðjan skóg. Er þá um að ræða einn skóg eða tvo? Ef skógur vex hvorumegin við á (eða veg eða gil eða annað í landslaginu), rennur áin þá í gegnum einn og sama skóginn (þá er einn skógur) eða skiptir hún landi þannig að um tvo skóga sé að ræða? Þegar tré eru gróðursett, telst það strax skógur eða þarf að bíða þar til trén eru orðin tveggja metra há? Eða telst það ef til vill aldrei vera skógur? Svör við þessum spurningum eru háð mati miðað við aðstæður á hverjum stað eða viðmiðunarreglum sem menn setja sér. Engar opinberar reglur eru til um þetta hér á landi. Stærð skóga er síbreytileg Að mæla flatarmál skóga er mik- ið verk, auk þess sem skógar eru sífellt ýmist að breiðast út eða dragast saman og mælingar því ekki réttar nema í stuttan tíma í einu. Því þarf að endurtaka mæl- ingar með fárra ára millibili ef þær eiga að vera réttar. Vinna við það er hafin á vegum Rann- sóknastöðvar Skógræktar á Mó- gilsá, en nokkur ár eru í það að samanburðarhæfar tölur um flatarmál allra skóga liggi fyrir. Vel má vera að Hallorms- staðarskógur og Vaglaskógur hafi verið stærstu skógar á Ís- landi fyrir um 100 árum síðan þegar þeir voru gerðir að fyrstu þjóðskógum Íslendinga og þeir hafa báðir stækkað verulega að flatarmáli síðan. Aðrar breyting- ar hafa þó einnig átt sér stað, einkum á síðustu 50-60 árum. Skógar hafa víða breiðst út á svæðum sem eru vernduð fyrir beit auk þess sem gróðursettir skógar þekja nú allvíðáttumikil svæði á nokkrum stöðum. „Stórir“ skógar á Íslandi Þó að ekkert sé hægt að sanna hvaða skógar séu stærstir á Ís- landi er hægt að nefna nokkra sem örugglega eru meðal þeirra stærstu: Hallormsstaðarskóg, skóginn í Aðaldalshrauni, skóg- inn í austanverðum Fnjóskadal sem nær frá jörðinni Lundi og langt fram í Timburvalladal, og hinn svokallaða Græna trefil sem umlykur höfuðborgarsvæð- ið og inniheldur meðal annars Heiðmörk og Hólmsheiði. Að lokum ber að geta þess að þessir stærstu skógar Íslands ná hver um sig yfir flatarmál sem nemur í mesta lagi fáum þúsund- um hektara. Ef til vill nær sá stærsti ekki 2000 hekturum (20 ferkílómetrum), eftir því hvern- ig við skilgreinum hann. Þetta eru agnarsmáir blettir miðað við heildarflatarmál Íslands (rúma 100.000 ferkílómetra), enda er Ísland skóglausasta land Evrópu. Eitt sinn var undirritaður að tala við finnskan skógfræðing og sagði honum frá því að á Íslandi væru 40 þjóðskógar, það er skóg- lendi í eigu og umsjá Skógræktar ríkisins, og nefndi um leið nokkra þeirra. Hann svaraði um hæl að í Finnlandi væri aðeins einn skógur – hann heitir Finn- land. Þröstur Eysteinsson, skóg- fræðingur, þróunarstjóri hjá Skógrækt ríkisins. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafn- aði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við að undanförnu eru: Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir, af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið ‘duel’ og ‘Zweikampf’ á þýsku, hvar eru eistun í hönum, hvenær varð grísk heimspeki til, hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni og eru einhver fjöll á Bretlandi? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Hva› er skógur? AUGLÝSTU EFTIR STARFSFÓLKI Á RÉTTUM STAÐ Lestur sunnudaga* 37% 60% F í t o n / S Í A F I 0 1 3 8 5 3 7 Þú nærð til rúmlega helmingi fleiri Íslendinga á aldrinum 20–40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. Á sunnudögum fylgja bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sérblöð inni í aðalblöðunum sem fjalla um atvinnumál. Rúmlega 60% 20–40 ára Íslendinga fletta ekki sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Láttu ekki fyrirtæki þitt verða af góðum starfsmanni með því að auglýsa á röngum stað. *20–40 ára Íslendingar. Gallup júní 2005.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.