Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 30
Pakkað niður
Pakkaðu eins litlu og þú getur og taktu aðeins það sem þú þarft. Ferðin verður þá
mun auðveldari fyrir vikið. Ef eitthvað vantar í farangurinn er yfirleitt hægt að útvega
sér það á áfangastað og hægt að koma fötum í þvott.[ ]
Lítil stórborg me› stórt hjarta
Alparnir eru norður af borginni og strandlengja Adríahafsins er skammt frá.
Ljubljana, höfuðborg Slóven-
íu, er einstaklega vinaleg og
notaleg borg.
Höfuðborg Slóveníu heitir Ljublj-
ana sem þýðir ástkær og þykir
það hæfa þessari fallegu og vina-
legu borg vel. Ljubljana er ein fá-
mennasta höfuðborg Evrópu, smá
í sniðum en býr að ríkulegri arf-
leifð og hefur allt það sem aðrar
höfuðborgir bjóða. Áin Ljubljan-
ica rennur í gegnum borgina og
niður í vesturhluta Slóveníu.
Strandlengja Adríahafsins er í um
150 kílómetra fjarlægð frá borg-
inni og Alparnir til norðurs.
Borgin er mjög hugguleg með
lítilli á og litlum hæðum með hús-
um og trjám. Bærinn sjálfur er
mjög þéttur, en aðalgatan heitir
Slovenska cesta og liggur í gegn-
um bæinn í suður í átt frá lestar-
stöðinni. Við götuna eru bankar og
skrifstofubyggingar, ásamt versl-
unum og veitingastöðum. Aðal-
gatan liggur að miðbæ gamla
hluta borgarinnar þar sem Pres-
ernov-torg stendur iðandi af
mannlífi, með minnisvarða á því
miðju og gegnt því stendur lítil
kirkja. Þaðan er hægt að sjá
nokkrar brýr sem liggja yfir ána
og mikið af veitingahúsum. Í
gamla hluta bæjarins eru margar
smáar og þröngar götur og stræti
þar sem andi fyrri tíma svífur
yfir vötnum. Ljubljana er mjög
græn borg og þar er mikið af
fallegum görðum sem gaman er
að ganga um. Þar sem bærinn er
ekki mjög stór er nánast ógerlegt
að villast þar. Notalegt þykir að
rölta þar milli kaffihúsa og versl-
ana og heimsækja markaðinn þar
sem hjarta borgarinnar slær.
Borgin er mjög gömul en Róm-
verjar komu þar á fót byggð um
árið 50 fyrir Krist og fékk hún að
þróast í um 500 ár, eða þar til Hún-
ar komu og jöfnuðu hana við jörðu.
Skömmu eftir það reisti hópur
Slava virki uppi á miðri hæðinni og
lítill bæjarkjarni myndaðist í
kringum það. Borgin dafnaði og
stækkaði fram til ársins 1511 en þá
eyðilagði jarðskjálfti stóran hluta
hennar. Borgin var byggð upp
aftur í endurreisnarstíl. Annar
jarðskjálfti skall á árið 1895 og
eftir það fékk borgin mikla and-
litslyftingu. Árið 1918 varð hún
höfuðborg Slóveníu.
Á millistríðsárunum breytti
arkitektinn Joze Plecnik ásýnd
miðbæjarins, og á hann mikinn
heiður af ásýnd borgarinnar í dag.
Í síðari heimsstyrjöld var Ljublj-
ana hertekinn af Ítölum og Þjóð-
verjum en vegna gífurlegrar mót-
spyrnu borgarbúa var hún girt af
með gaddavír. Hún hlaut ekki mik-
inn skaða í styrjöldinni og ekki
heldur í 10 daga stríðinu 1991. Eft-
ir að lýst var yfir sjálfstæði frá
Júgóslavíu árið 1991 varð Ljublj-
ana aftur höfuðborg Slóveníu og
hefur blómstrað æ síðan. ■
GOLF, VEIÐI OG GISTING
Gerum tilboð.
Efri-Vík ehf 880 Kirkjubæjarklaustur
netfang: efrivik@simnet.is • veffang: www.efrivik.is • s: 487 4694
Krókódílakjötið á XL er ljúffengt.
Ekta ástralskt – í Danmörku
VEITINGASTAÐURINN XL Í ÁRÓSUM BÝÐUR UPP Á FRÁBÆRAN OG FRAMANDI
MAT Á HAGSTÆÐU VERÐI.
Á Sct. Clemens torv 15 í miðbæ Árósa í
Danmörku er stór og voldugur veitinga-
staður sem ber það kröftuga heiti XL.
Á veitingastaðnum gætir ástralskra
áhrifa og er flest á matseðlinum ekta
ástralskt. Skammtarnir eru stórir og
þetta er svo sannarlega staðurinn til
að fá sér framandi og feikigott kjöt. Á
matseðlinum er til dæmis emúakjöt,
kengúrukjöt, krókódílakjöt og kjöt af
villigelti.
Sunnudaga til fimmtudags er sérstakt
ástralskt hlaðborð frá klukkan 17 á
daginn og þá er hægt að gæða sér á
öllu því besta sem kokkurinn hefur
upp á að bjóða.
Grænmetisætur þurfa ekki að óttast
því staðurinn býður upp á meira en
kjöt. Rækjukokkteill, kræklingur og
súpa dagsins eru engir eftirbátar
kjötsins.
Ekki skemmir fyrir að karókístemning
ríkir á staðnum öll föstudags- og laug-
ardagskvöld. Þá er bara um að gera
að taka didsjerídúið með og fíla sig
sem ekta Ástrala – í Danmörku.
Lítil á rennur í gegnum borgina og víðsvegar eru fallegar brýr.
Ljubljana er falleg borg með mikla sögu
að baki.
Kaffihús og veitingastaðir finnast í þröng-
um strætum gamla bæjarins.
LJUBLBLJANA
Höfuðborg Slóveníu
Íbúar: 275.000
Tákn borgarinnar: Dreki
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY