Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 27
[ SKÓRSpænskir eðalskór frá
Salvador Sapena BLS 6
]
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 27. ágúst,
239. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.55 13.29 21.01
AKUREYRI 5.33 13.14 20.53
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Galaxyinn hans Guðmundar Þórs
Ármannssonar var öskuhaugamatur
í Arkansas í Bandaríkjunum þegar
Guðmundur fann hann. Nú er hann
glæsikerra og sá eini sinnar gerðar
á landinu.
„Það eru svona átta ár síðan ég keypti þenn-
an Ford Galaxy 500 XL. Þá var hann bara
hræ. Hann var kominn til Arkansas frá Las
Vegas og ég keypti hann af manni sem heitir
David. Svo fór ég að gera hann upp,“ segir
Guðmundur Þór og horfir
ástúðlega á gripinn. Hann
kveðst hafa rifið varahluti úr
tveimur öðrum bílum sem
hann hafi fengið í rusli og
sett í þennan. „Vinur minn
sprautaði bílinn fyrir mig og
ég gerði eitthvað annað fyrir
hann. Það er ágætt að hafa
vinnuskipti,“ segir hann og
neitar því að bíllinn sé búinn
að vera honum dýr. „Þetta er
ódýrara en golfið,“ fullyrðir hann og bætir
við: „Svo er hann búinn að borga sig upp því
ég leigi hann út við hátíðleg tækifæri eins og
brúðkaup og ek þá sjálfur. Líka í mynda-
tökur og myndbönd og hef verið beðið um
hann í auglýsingar en átti ekkert að fá fyrir
það svo ég spurði bara hvort ég ætti að
borga bensínið líka!“
Guðmundur Þór kveðst mikill bílaáhuga-
maður og á annan Ford Galaxy, tveggja
dyra, sem hefur fylgt honum í þrjátíu ár. En
sá rauði á engan sinn líka á landinu. „Þeir
þóttu svolítið dýrir þessir bílar enda stórir
og innréttingin íburðar-
mikil,“ segir Guðmundur
Þór, sem fer í bíltúr af og
til á eðalvagninum með
fjölskylduna innanborðs
eða heldur til fundar við
aðra bílaáhugamenn. Alls
staðar vekur bíllinn at-
hygli. „Margir sem labba
framhjá honum nema stað-
ar til að dást að honum,“
segir eigandinn stoltur.
Bíll sem á engan sinn líka
Bílaskattar á Íslandi fara yfir
40 milljarða króna á árinu, að
því er fram kemur á
vef FÍB. Áætlað er að
tekjurnar hafi verið
um 31 milljarður árið
2004. Aukningin er
því um þrjátíu pró-
sent sem að mestu
má rekja til aukins
innflutnings á bílum.
Þá bætir hækkun
eldsneytisverðs á
heimsmarkaði einnig
mörgum krónum í ríkiskassann.
Enski boltinn er farinn á flug
og flugfélögin bjóða nú alls
konar boltaferðir. Iceland Ex-
press býður til dæmis í sam-
starfi við Markmenn ehf. Dag-
ana 9. til 11. september ferð til
London á leik Chelsea og
Sunderland. Ferðin kostar
49.900 krónur. Innifalið er flug,
gisting með morgunverði og
miði á leikinn.
One For You And One For Me
er ný netverslun sem selur alls
konar tískufatnað. Fókusinn
er á götutískuna. For-
sprakki heimasíðunn-
ar, Deborah Efemini,
segist leggja áherslu á að
eiga ekki of mörg eintök
af hverri flík, til að
tryggja að hver og einn
geti skapað sinn
persónulega stíl. Síðan er mjög
lifandi og skipt er um vörur á
fjögurra daga fresti. Verð er í
enskum pundum, dollurum og
evrum og hægt er að fá vörurn-
ar sendar heim að dyrum hvar
sem maður býr í heiminum.
Slóðin er www.oneforyouand-
oneforme.com
Guðmundur Þór er oft fenginn til að aka brúðhjónum í bílnum rauða.
LIGGUR Í LOFTINU
[BÍLAR - FERÐIR - TÍSKA]
KRÍLIN
Eggjakaka er matur
sem er kreistur úr
hænunum og borð-
aður í morgunmat!
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ O.FL.
REYNSLUAKSTUR
Suzuki Swift er skemmtilegur
smábíll BLS 2
LJUBLJANA
Lítil stórborg með stórt
hjarta BLS 4
FORD GALAXY
500 XL
Framleiðsluland: Bandaríkin
Árgerð: 1962
Tegund vélar: Thunderbird
fjögurra hólfa, 390 kúbik
Hestöfl: 335
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
bílar@frettabladid.is