Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 17
Samkvæmt núgildandi lögum um
fjármálafyrirtæki (viðskipta-
banka) er bönkunum ekki heimilt
að stunda starfsemi óskylda starf-
semi fjármálafyrirtækja. Þeim er
því til að mynda ekki heimilt að
stunda skiparekstur, fisksölu eða
fasteignaviðskipti.
Bankarnir eru því augljóslega
komnir út fyrir sitt svið þegar þeir
fjárfesta í slíkri starfsemi. Ráð-
herrar hafa gagnrýnt á „penan“
hátt ýmiss konar fjárfestingu
bankanna í óskyldri starfsemi. En
það hefur enginn þungi verið í
þeirri gagnrýni. Og fjármálaeftir-
litið hefur verið algerlega mátt-
laust. Það hefur nánast lokað aug-
unum fyrir fjárfestingu bankanna í
starfsemi óskyldri bankarekstri.
Hér þarf greinilega að taka til
hendinni. Það gengur ekki, að
bankarnir noti fjármuni sína í alls
konar brask til þess að hagnast
sjálfir. Landsbankinn var dreginn
inn í Eimskipafélagið, alls óskylda
starfsemi, og látinn stunda umdeil-
anleg viðskipti með hluti í sjávar-
útvegsfyrirtækjum á Akureyri.
Þar var um að ræða dæmi um við-
skipti banka, sem ekki samræmast
anda laganna um fjármálafyrir-
tæki. Landsbankinn græddi marga
milljarða á þessum vafasömu við-
skiptum. Sjávarútvegurinn varð að
greiða þá fjárhæð. Fleiri dæmi
mætti nefna um umdeilanleg við-
skipti bankanna. Einn bankanna
mun hafa farið út í fasteignavið-
skipti. Slík viðskipti eru ekki á
verksviði bankanna. Kaup bank-
anna á hlutum í SH, SÍF og Flug-
leiðum voru einnig mjög vafasöm
og samrýmast ekki lögum um
starfsemi viðskiptabanka. Kaupin í
Flugleiðum voru gegnum Straum.
Þröngar undanþáguheimildir
eru í lögunum um fjármálafyrir-
tæki. T.d. geta bankarnir fjárfest í
óskyldri starfsemi tímabundið og í
þeim tilgangi að ljúka viðskiptum.
En fjárfestingar þær á vegum
bankanna, sem nefndar voru hér að
framan, féllu ekki að mínu mati
undir slíkar undanþáguheimildir.
Það getur valdið margvíslegum
hagsmunaárekstrum, ef stórir
bankar hasla sér völl í óskyldum
atvinnurekstri. Bankarnir geta
verið með margvíslegar trúnaðar-
upplýsingar um keppinauta þeirra
fyrirtækja, sem bankarnir eignast.
Enda þótt ganga verði út frá því, að
bankarnir virði trúnað við við-
skiptavini sína getur slík aðstaða
valdið tortryggni og jafnvel
trúnaðarbresti.
Upphaflegt markmið bankanna
hér á landi var að varðveita og
ávaxta sparifé landsmanna og lána
íslenskum atvinnuvegum fé. Þetta
gamla markmið virðist gleymt. Nú
er markmiðið að braska með fjár-
muni hér innan lands og erlendis í
því skyni að græða sem mest fyrir
eigendur bankanna. Það hefði verið
skynsamlegra að halda einum við-
skiptabanka áfram í höndum ríkis-
ins. Sá banki hefði þá getað þjónað
landsmönnum fyrst og fremst,
sparifjáreigendum og atvinnu-
vegunum og sinnt landsbyggðinni
vel.■
17LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005
Hugmynd
fyrir Icelandair
Kolbrún Anna Örlygsdóttir, Hvanneyri,
skrifar:
Fyrir nokkrum misserum skrifaði ég
grein hér í Fréttablaðið um ótrúlega
mikinn verðmun á kostnaði við flug frá
Íslandi til Bandaríkjanna og frá Dan-
mörku til Bandaríkjanna, með viðkomu
á Íslandi, með sama flugi til Bandaríkj-
anna. Þriðjudaginn 24. ágúst settist ég
við tölvuna og athugaði með kostnað
við flug frá Keflavík til Washington
(BWI). Brottför 27. september og heim-
koma 10. október. Leitarvélin skilaði
mér niðurstöðu hratt, kr. 49.240 með
sköttum. Til gamans athugaði ég með
sama flug, en að viðbættu flugi til og frá
Danmörku og viti menn, Icelandair er
enn að mismuna okkur Íslendingum og
fólki frá öðrum löndum! Með því að
fljúga fyrst frá Kaupmannahöfn til Kefla-
víkur og þaðan áfram til Bandaríkjanna,
með sömu flugvél og ég kannaði flug
með í upphafi, og svo til baka aftur gat
ég sparað tæplega 13 þúsund krónur!
Flugið frá Kaupmannahöfn til Bandaríkj-
anna átti nefninlega að kosta 36.343
með sköttum (miðað við gengi hjá KB
banka 24. ágúst)!
Ég nenni hreinlega ekki að spyrja af
hverju þetta er svona, gerði það síðast
og fékk engin svör. Nú spyr ég því hvort
ég geti keypt miða frá Kaupmannahöfn
til Bandaríkjanna og til baka og einfald-
lega gefið ykkur fyrsta og síðasta legg
flugleiðarinnar? Þið hjá Icelandair getið
þá selt miðann aftur (að vísu bara frá
Kaupmannahöfn til Keflavíkur og til
baka því ég ætla að nýta miðhluta mið-
ans) og ættuð að græða á því að
minnsta kosti þessar 13 þúsund sem ég
spara á þessu því vafalítið vilja margir
kaupa miða aðra leiðina á milli Íslands
og Danmerkur á 6.500. Ef hagnaður
verður meiri en þessar 13 þúsund krón-
ur, legg ég til að þið gefið helming þess
hagnaðar til Barnaspítala Hringsins og
þá græða einfaldlega allir! Ég hef þá
þegar sparað mér 13 þúsund, þið hafið
þá selt flugmiðann á hærra verði en
upphaflega stóð til (að minnsta kosti
miðað við verðið sem Danir eiga að
borga) og Barnaspítalinn fær smá tekjur
líka, ekki veitir af. Hvað segið þið
Icelandair-fólk, náum við Íslendingar
samkomulagi um þetta við ykkur eða er
hugmyndin að láta okkur Íslendingana
greiða áfram niður fargjöldin fyrir ein-
hverja útlendinga? Hlakka til að heyra
frá ykkur.
BRÉF TIL BLAÐSINS
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
fia› getur valdi› margvísleg-
um hagsmunaárekstrum, ef
stórir bankar hasla sér völl í
óskyldum atvinnurekstri.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
UMRÆÐAN
BANKARNIR
Eru bankarnir komnir út fyrir sitt svi›?