Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
70,-
Þú ræður
matseðlinum.
50 02 .V .B s
met sy S
AEKI re tn I
©
395,-
495,-
BLANDA BLANK ryðfrítt stál Ø20 sm
BLANDA glerskál Ø20 sm
ANNONS pottasett 3 stk.
ryðfrítt stál
350,-
SVEPA glös 12 stk.
1.490,-
1.490,-
KONCIS ofnskúffa
MIXA eldhúsáhöld 3 stk.
REDA
plastbox 5 stk.
1.490,-
KVITTO skurðarbretti
890,-
KAFFE
pressukanna 8 bollar
1.290,-
INBJUDAN
kaffibollar með undirskál 6 stk.
41x32 sm
45x30 sm
AFGREIÐSLUTÍMI
Laugardaga 10 - 18
Sunnudaga 12 - 18
virka daga10 - 20
NÝR RÉTTUR
Kryddbakaður lax
með graslaukssósu,
kartöflum og grænmeti
490,-
NÝR VÖRULISTI
Sleggjudómur
Nú hefur yfirlögregluþjónn upplýstað Menningarnótt í Reykjavík
hafi verið við það að leysast upp í alls-
herjar óeirðarástand og að lögreglan
hafi átt fullt í fangi með að halda aftur
af fjórum óþjóðaklíkum – og er þá
ekki verið að vísa í gamla fjórflokka-
kerfið sem ennþá þrífst með örlitlum
tilbrigðum niðri á þingi – sem gengu
um og voru með derring við gangandi
vegfarendur, stofnandi til slagsmála
við mann og annan. Sextíu á móti ein-
um.
SVONA dagur eins og síðasta Menn-
ingarnótt – og er alltaf gaman að fá
einu sinni á ári að tala um dag sem
nótt, en hvað um það – svona dagur
ætti auðvitað að minna okkur á það
að oft og tíðum erum við ekkert sér-
staklega skemmtileg sem svona hóp-
ur til að koma saman á fjöldasam-
komum, Íslendingar. Það hentar
okkur ekki alltaf. Skrílslæti eru eitt
tærasta form leiðinda ásamt öskrum
og nuddi og tuði og barningi og öðru
slíku. Og Íslendingar virðast stund-
um vera langskólagengnir í ná-
kvæmlega þessu.
AF HVERJU ætli þetta óþol í þjóð-
inni stafi, svo ég spyrji eins og Sir
David Attenborough myndi spyrja ef
svo vildi til að hann birtist hér
aftur og nú til þess að taka saman
efni í dýralífsþátt. „Forvitnileg teg-
und,“ myndi hann segja og blása
þungt út um nasirnar. „Af hverju er
þessi tiltekna tegund mannskepn-
unnar sem hér býr svona stympinga-
gjörn, svona æst en þó svona þurr á
manninn, laus við mannasiði og
skeytingarlaus um eigin framkomu
við aðra? Við skulum skoða málið.“
ER það veðurfarið? Það skyldi þó
aldrei vera að gamla veðurfarskenn-
ingin frá Frakklandi sé rétt og að í
okkur sé stöðugt rok og rigning,
norðangaddur, sviptivindar og aðeins
einstaka sinnum heiðríkja. Aðrir
myndu eflaust vilja kenna sögu þjóð-
arinnar og uppruna hennar um.
Höfum við ekki alltaf verið óttalegir
ólátabelgir? Egill Skallagrímsson var
nú ekki beint kurteis. Svo getur líka
verið að þetta sé nýtilkomið út af
efnahagslegum uppgangi þjóðarinn-
ar og við séum almennt orðin of-
dekruð og firrt, nýrík í hugsun og at-
ferli, útjöskuð, stressuð og uppstökk.
Ég veit það ekki.
AÐRIR benda á að hér hafi einungis
verið um afmarkaða hópa að ræða
sem fóru um með ruddaskap á
Menningarnótt og ekki megi alhæfa
um þjóðina út frá nokkrum svörtum
sauðum. Og auðvitað er það svosem
rétt, en ef ekki má alhæfa verður
vandasamt að tala um nokkuð yfir
höfuð, því hver nennir að hlusta á
endalausa fyrirvara og neðanmáls-
greinar um að þetta og hitt sé vissu-
lega ekki alfarið svona og þetta sé
meira svona en hinsegin?
Í LJÓSI þess að það er eindreginn
ásetningur minn að alhæfa um skap-
gerð þjóðarinnar í ljósi viðburða á
Menningarnótt er endanlegur
sleggjudómur minn um málið eftir-
farandi: Íslenska þjóðin er snarbiluð.
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
ÍSKALDUR
EINN LÉTTUR
Málum bæinn
RAUÐAN!