Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 31

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 31
3 Tískublöðin segja vetrartísk- una vera fágaða og uppá- klædda á komandi vetri. En þegar ég fer í leikfimi á Rennes-götu sem er mikil verslunargata í efri hluta St. Germain-hverfis Parísar finnst mér ekki vera sama tískan í búðargluggum og í blöðunum. Eins finnst mér eins og allt sé sama búðin svo lítil eru tilbrigðin. Hvort sem um er að ræða Etam, H og M, eða NafNaf eða aðrar, það er bara eins og vetrartískan sé framhald af sumartískunni. Ekki það heppilegasta í ís- lenskum byl en í lagi á falleg- um vetrardögum með ullar- sokkabuxum! Víðu hálfsíðu hippalegu pilsin, líkt og saumuð úr nokkrum lögum af lérefti með blúndum, eru orð- in skósíð, dökkbrún, dökk- græn eða fjólublá, einstak- lega þægileg fyrir konur með nokkur aukakíló. Þessi pils eru kölluð jupon sem áður var undirpils og þýðir því í raun pilsungur, undirpils sem hefur skipt um hlutverk. Auð- vitað eru hippamussur það sem best fer við og breið leð- urbelti með málskreytingum sem hægt er að finna á ýmsu verði, allt frá 5 evrum hér á frægasta flóamarkaði París- ar „Les puces de St. Ouen“ við Porte de Clignancourt. Svipuð belti má svo finna hjá tískuhúsunum á nokkur hundruð evrur. Það er helst í þema Jean Paul Gaultier á há- tískusýningu hans fyrir vet- urinn í anda rússneskra babú- ska sem finna má samsvörun við þetta pilsungaæði og hippatískuna. Nú rekur hver kaupstefn- an aðra eins og venja er í upp- hafi hverrar árstíðar í tísk- unni. Undirföt voru sýnd í Lyon um helgina og fataefni í Lille í vikunni þar sem efna- framleiðendur ákveða hvaða litir verða í tísku næsta sum- ar. Um helgina var kaup- stefna á fatnaði tilbúnum til notkunar í sýningarsölum við Porte de Versaille. (Komið frá Bandaríkjunum, ready to wear, andstæða hátísku, saumaðri eftir máli). Þessi kaupstefna sem fer fram tvisvar á ári, í september og febrúar, hefur verið haldin frá júní 1956 og var þetta því í hundraðasta skiptið sem hún er haldin. Fram að því höfðu venjulegar franskar konur saumað sjálfar á sig fötin eða þær sem höfðu meiri fjárráð látið sauma á sig og þær efnuðustu gengu í hátísku. Það var ekki fyrr en eftir 1960 að fjöldaframleidd- ur fatnaður varð fáanlegur fyrir almenning á viðráðan- legu verði, (minnir á Hag- kaupsbyltinguna á Íslandi á sínum tíma.) Á kaupstefnunni mátti finna allt frá H og M til Dior, frá Tati til Energie, frá ódýrustu fjöldaframleiðslu til lúxusmerkja. Á þessum fimmtíu árum hefur hátísku- húsum hins vegar fækkað úr hundrað í tíu tískuhús sem sýna reglulega. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Blóm og fri›ur í byl FIMMTUDAGUR 15. september 2005 N‡jar verslanir í Kringlunni Nokkrar tískuvöruverslanir hreiðra um sig þar sem áður var Hard Rock Café. Á næstu dögum verða þrjár nýjar alþjóðlegar tískuverslanir opnað- ar í Kringlunni. Þetta eru Whistles, All Saints og Warehouse auk þess sem Shoe Studio verður opnuð á ný eftir breytingar. Versl- anirnar fjórar verða til húsa þar sem Hard Rock Café var áður og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á innréttingarnar. Stefnt er að því að fyrsta verslunin verði opnuð innan skamms og svo munu þær opna hver á fætur annarri með stuttu millibili fram í miðjan október. Búðirnar tengjast allar sam- nefndum tískukeðjum en eru gjör- ólíkar innbyrðis og höfða til ólíkra hópa. Warehouse leggur áherslu á fjölbreytni á hagkvæmu verði. Whistles er hátískuhús fyrir kon- ur sem vilja sígilda hönnun og All Saints vakti athygli í Bretlandi fyrir framsækna og villta tísku. Verslunin í Kringlunni verður eina All Saints-verslunin utan Bretlandseyja. Frá sýningu á haustlínu Whistles. Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Vertu þú sjálf – vertu Bella donna Mikið úrval af úlpum, jökkum og kápum CHANGE TILBOÐ Frá fimmtudegi til sunnudags allt að 50% afsl af völdum vörum Nýtt kortatímabil HAUST 2005 Laugavegur 58 • 101 Reykjavík • S: 551-4884 Stella sökuð um klíkuskap STELLA MCCARTNEY Á AÐ HAFA NOT- AÐ FRÆGA VINI SÍNA TIL AÐ KOMA SÉR Á FRAMFÆRI. Frænka hins heimsfræga fatahönnuðar, Donatellu Versace, hefur nú sakað Stellu McCartney um að nota klíkuskap til að koma sér á framfæri þegar hún var að læra fatahönnun. Stella sem er dóttir bítilsins Pauls McCartney hefur verið áberandi í tískuheiminum undan- farin ár og velgengnin byrjaði um leið og hún lauk námi frá Central St Mart- ins hönnunarskólanum í London. Þegar Stella sýndi verk sín á útskriftar- sýningunni á sínum tíma notaði hún sambönd sín og fékk heimsfrægar fyrir- sætur til að sýna fötin. Þar að auki voru góðar vinkonur hennar eins og Madonna og Kate Moss duglegar við að dásama hönnun hennar. Þetta þótti frænku Versace afar óviðeig- andi og þótt langt sé um liðið síðan Stella lauk námi sá frænkan ástæðu til að nöldra yfir þessu við blaðamenn ný- lega. Sjálf segist hún aldrei nota sam- bönd sín til að koma sér á framfæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.