Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 31
3 Tískublöðin segja vetrartísk- una vera fágaða og uppá- klædda á komandi vetri. En þegar ég fer í leikfimi á Rennes-götu sem er mikil verslunargata í efri hluta St. Germain-hverfis Parísar finnst mér ekki vera sama tískan í búðargluggum og í blöðunum. Eins finnst mér eins og allt sé sama búðin svo lítil eru tilbrigðin. Hvort sem um er að ræða Etam, H og M, eða NafNaf eða aðrar, það er bara eins og vetrartískan sé framhald af sumartískunni. Ekki það heppilegasta í ís- lenskum byl en í lagi á falleg- um vetrardögum með ullar- sokkabuxum! Víðu hálfsíðu hippalegu pilsin, líkt og saumuð úr nokkrum lögum af lérefti með blúndum, eru orð- in skósíð, dökkbrún, dökk- græn eða fjólublá, einstak- lega þægileg fyrir konur með nokkur aukakíló. Þessi pils eru kölluð jupon sem áður var undirpils og þýðir því í raun pilsungur, undirpils sem hefur skipt um hlutverk. Auð- vitað eru hippamussur það sem best fer við og breið leð- urbelti með málskreytingum sem hægt er að finna á ýmsu verði, allt frá 5 evrum hér á frægasta flóamarkaði París- ar „Les puces de St. Ouen“ við Porte de Clignancourt. Svipuð belti má svo finna hjá tískuhúsunum á nokkur hundruð evrur. Það er helst í þema Jean Paul Gaultier á há- tískusýningu hans fyrir vet- urinn í anda rússneskra babú- ska sem finna má samsvörun við þetta pilsungaæði og hippatískuna. Nú rekur hver kaupstefn- an aðra eins og venja er í upp- hafi hverrar árstíðar í tísk- unni. Undirföt voru sýnd í Lyon um helgina og fataefni í Lille í vikunni þar sem efna- framleiðendur ákveða hvaða litir verða í tísku næsta sum- ar. Um helgina var kaup- stefna á fatnaði tilbúnum til notkunar í sýningarsölum við Porte de Versaille. (Komið frá Bandaríkjunum, ready to wear, andstæða hátísku, saumaðri eftir máli). Þessi kaupstefna sem fer fram tvisvar á ári, í september og febrúar, hefur verið haldin frá júní 1956 og var þetta því í hundraðasta skiptið sem hún er haldin. Fram að því höfðu venjulegar franskar konur saumað sjálfar á sig fötin eða þær sem höfðu meiri fjárráð látið sauma á sig og þær efnuðustu gengu í hátísku. Það var ekki fyrr en eftir 1960 að fjöldaframleidd- ur fatnaður varð fáanlegur fyrir almenning á viðráðan- legu verði, (minnir á Hag- kaupsbyltinguna á Íslandi á sínum tíma.) Á kaupstefnunni mátti finna allt frá H og M til Dior, frá Tati til Energie, frá ódýrustu fjöldaframleiðslu til lúxusmerkja. Á þessum fimmtíu árum hefur hátísku- húsum hins vegar fækkað úr hundrað í tíu tískuhús sem sýna reglulega. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Blóm og fri›ur í byl FIMMTUDAGUR 15. september 2005 N‡jar verslanir í Kringlunni Nokkrar tískuvöruverslanir hreiðra um sig þar sem áður var Hard Rock Café. Á næstu dögum verða þrjár nýjar alþjóðlegar tískuverslanir opnað- ar í Kringlunni. Þetta eru Whistles, All Saints og Warehouse auk þess sem Shoe Studio verður opnuð á ný eftir breytingar. Versl- anirnar fjórar verða til húsa þar sem Hard Rock Café var áður og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á innréttingarnar. Stefnt er að því að fyrsta verslunin verði opnuð innan skamms og svo munu þær opna hver á fætur annarri með stuttu millibili fram í miðjan október. Búðirnar tengjast allar sam- nefndum tískukeðjum en eru gjör- ólíkar innbyrðis og höfða til ólíkra hópa. Warehouse leggur áherslu á fjölbreytni á hagkvæmu verði. Whistles er hátískuhús fyrir kon- ur sem vilja sígilda hönnun og All Saints vakti athygli í Bretlandi fyrir framsækna og villta tísku. Verslunin í Kringlunni verður eina All Saints-verslunin utan Bretlandseyja. Frá sýningu á haustlínu Whistles. Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Vertu þú sjálf – vertu Bella donna Mikið úrval af úlpum, jökkum og kápum CHANGE TILBOÐ Frá fimmtudegi til sunnudags allt að 50% afsl af völdum vörum Nýtt kortatímabil HAUST 2005 Laugavegur 58 • 101 Reykjavík • S: 551-4884 Stella sökuð um klíkuskap STELLA MCCARTNEY Á AÐ HAFA NOT- AÐ FRÆGA VINI SÍNA TIL AÐ KOMA SÉR Á FRAMFÆRI. Frænka hins heimsfræga fatahönnuðar, Donatellu Versace, hefur nú sakað Stellu McCartney um að nota klíkuskap til að koma sér á framfæri þegar hún var að læra fatahönnun. Stella sem er dóttir bítilsins Pauls McCartney hefur verið áberandi í tískuheiminum undan- farin ár og velgengnin byrjaði um leið og hún lauk námi frá Central St Mart- ins hönnunarskólanum í London. Þegar Stella sýndi verk sín á útskriftar- sýningunni á sínum tíma notaði hún sambönd sín og fékk heimsfrægar fyrir- sætur til að sýna fötin. Þar að auki voru góðar vinkonur hennar eins og Madonna og Kate Moss duglegar við að dásama hönnun hennar. Þetta þótti frænku Versace afar óviðeig- andi og þótt langt sé um liðið síðan Stella lauk námi sá frænkan ástæðu til að nöldra yfir þessu við blaðamenn ný- lega. Sjálf segist hún aldrei nota sam- bönd sín til að koma sér á framfæri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.