Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 40
4 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ M-línan hjá BMW stendur fyrir þróttmikla sporteiginleika, það þróttmikla að líkja má M-línunni að mörgu leyti við kappakstursbíl. M- tæknin sækir enda margt til F1 bíla BMW og eru allar bifreiðarnar í M- línunni búnar bestu fáanlegu tækni hvað aksturseiginleika snertir. M stendur fyrir sjálfstætt fyrirtæki í eigu BMW sem þróar M-línuna og 5 vísar til þess að M5 er byggður á grunni 5 línunnar. M3 er á grunni 3 línunnar, M6 á grunni 6 línunnar og þannig koll af kolli. Kúplingarlaus MSG gírkassinn (Manual Sequential Gearshift) er lykillinn að þróttmikilli frammistöðu bifreiðarinnar og þökk sé fjölhæfum búnaðinum hefur ökumaðurinn það alveg í hendi sér hvers konar aksturseiginleikar eru ráðandi og hversu sportlegir. Gír- skiptingin ein og sér felur í sér 11 mismunandi möguleika, auk þess sem hægt er að stilla hana á sjálf- virka skiptingu. Auk sjálfskiptingar- innar getur ökumaðurinn skipt handvirkt með hefðbundinni gír- stöng eða þartilgerðum hnöppum á stýri bifreiðarinnar. Framrúðuskjár varpar upplýsingum frá mælaborði á framrúðuna, eins og til dæmis hraða og snúnings- hraða. Annað dæmi um tæknilega fullkomnun M5 er að hliðarpúðar í framsætum stingast fram við til- tekinn halla á bifreiðinni. Ford iosis mun ekki verða fjölda- framleiddur. Vertu samt ekkert hissa þótt þú sjáir James Bond skutla þremur börnum í skólann á honum – Ford hefur tekist að brúa bilið á milli rúmgóðs fjölskyldubíls og alvöru tryllitækis með stæl. Því miður stóð samt aldrei til að hann yrði meira en sýningargripur, til dæmis eru hurðirnar einfaldlega of dýrar fyrir fjöldaframleiðslu. Þær eru úr koltrefjaefni og mótorar og flókið lamakerfi opna þær út og upp þannig að aðgengi í bílinn er einstaklega gott. Innréttingin sam- einar framúrstefnulegan efnivið og tækni og þó að hún líti ekki þægi- lega út við fyrstu sýn er rýmið nóg og hnappar og rofar í hverju horni. Ford iosis minnir svolítið á Mazda RX-8, sérstaklega í kringum brett- in, og ef þú pírir augun minnir vangasvipurinn á Aston Martin V8 Vantage. Hversu margir fjölskyldu- bílar geta státað af því? Ford iosis lítur út fyrir að vera klár í framleiðslu en verður aldrei annað en sýningargripur. Fjölskyldubíll fyrir James Bond? Sportlegur lúxusbíll BMW M5 Vélar: 5,0 507 hö (B) Skipting: MSG Dyrafj.: 4 Sæti: 5 Stöðugleikabúnaður: DSC stöð- ugleikastýring með DTC spól- vörn, MDrive tækni, M sport- fjöðrun, beygjuskriðvörn o.m.fl. Umboð: B&L Verð frá: 11.100.000 fyrsti bílinn } Reyndist vel í tilhugalífinu Jósef Kristjánsson er betur þekktur sem Jobbi og er kenndur við bón og þvott. Bónstöð Jobba hefur verið starfandi allra bónstöðva lengst, í 16 ár. Fyrsti bíllinn hans Jobba reyndist honum vel í tilhugalífinu. „Fyrsti bílinn minn var Fiat 1100, 1967 módel. Ég fékk hann næstum nýjan þegar ég var 16 ára en þá var hann keyrður 7.000 kílómetra. Svo beið bílinn eftir mér þangað til ég var orðinn nógu gamall til að keyra. Bíll- inn reyndist mér vel og ég átti hann lengi.“ Er eitthvað sérstaklega minnisstætt við fyrsta bílinn? „Já, ég fór með konuna mína á okkar fyrsta stefnumót í þessum í bíl.“ Aðspurður hvort konan hafi fallið fyrir honum eða bílnum sagðist Jobbi aldrei hafa lagt í að spyrja konuna sína að því. „Þessi módel voru mun minni og þrengri en bílarnir í dag þannig við vorum mjög klesst hvort upp við annað í bílnum, það hefur kannski gert gæfumuninn. Við ferðuðumst næstum um allt á þessum bíl í okkar tilhugalífi.“ En var Jobbi duglegur að bóna bílinn? „Já, ég var mjög duglegur við það, jafnvel duglegri en ég er í dag.“ JÓSEF KRISTJÁNSSON M5 er þróaður út frá 5 línunni og þykir hafa algjöra sérstöðu hvað aksturseiginleika varðar. BÍLASÝNINGIN Í FRANKFURT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.