Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 44
Þessi vinsæli
smábíll er í
stöðugri þróun. Nýjasta
útgáfan verður í boði hér
á landi snemma á næsta ári.
Renault frumsýnir Clio III á bílasýn-
ingunni í Frankfurt þessa dagana.
Þriðja kynslóðin af þessum geðþekka
smábíl kemur í töluvert breyttri
mynd, bæði hvað útlit og eiginleika
varðar. Sem dæmi má nefna að
fjöðrunarkerfið í honum hefur verið
umbylt með enn betri aksturseigin-
leika fyrir augum. Þá á eldsneytis-
notkunin að vera með því hagstæð-
asta sem gerist í þessum flokki, þökk
sé nýrri og straumlínulagaðri hönn-
un sem dregur úr loftmótstöðu.
Auk 1200, 1400 og 1600 véla, kynn-
ir Renault 1500 dCi dísilvél með Clio
III, sem verður fáanleg í þremur mis-
munandi útgáfum eða með 70 hö,
85 hö og 105 hö. Nokkrar gerðir, þ.e.
1200 og 1500 dCi 80 ha, verða jafn-
framt með nýja gerð af AMT bein-
skiptingu, þar sem gírskiptingin er
staðsett fyrir aftan stýrið.
Ekki er á þessari stundu endanlega
ljóst hvenær Clio III verður frumsýnd-
ur hér á landi, en gera má ráð fyrir að
það verði snemma á næsta ári.
Volvo C70 er í raun tveir bílar í ein-
um, bæði Coupé og blæjubíll. Blæj-
an er í raun þak úr stáli sem leggst
þrískipt saman í skottið. Þessi bíll
er hannaður af hinum fræga ítalska
hönnuði Pininfarina, sem hefur
mikla reynslu af hönnun og smíði
blæjubíla. Volvo C70 er fyrsti opni
bíllinn í lúxusflokki sem bæði
býður upp á stálþak og sæti fyrir
fjóra fullvaxna. Með þessum bíl
telur Volvo að ákveðinni markaðs-
þörf verði fullnægt þar sem slíkur
bíll hefur ekki verið í boði áður í
þessum flokki.
Öryggi í C70 verður engu minna en
í öðrum Volvo-bílum. Ein nýjung
sem Volvo kynnir er loftpúðatjöld í
hliðum sem vernda höfuð í hliðará-
rekstri. Venjulega koma þessir púð-
ar innan úr toppnum á venjulegum
bílum, sem auðvitað er ekki hægt í
opnum bílum. Í Volvo C70 koma
þessir púðar upp úr hurðinni í hlið-
arárekstri og vernda þannig efri
hluta líkamans.
Í Audi Q7 sameinast sportleg ein-
kenni og fjölhæfni, háþróaður
tæknibúnaður og önnur þau gæði
sem einkenna bíla í lúxusflokki. Á
vegum úti sýnir hann allar bestu
hliðar sportbíls, bæði hvað varðar
afköst og aksturseiginleika. Í utan-
vegaakstri setur hann ný viðmið í
sínum flokki.
Dæmigert Audi-útlitið endurspegl-
ast í sveigðu þaki og áberandi yfir-
byggingu efri hluta bílsins við
gluggasvæðið. Sjö farþegar njóta
mikils innra rýmis og boðið er upp
á fleiri uppsetningarmöguleika en
hingað til hefur þekkst. Alls er
hægt að raða sætum og hleðslu-
rými upp á 28 mismunandi vegu.
Hægt er að leggja báðar aftari
sætaraðirnar flatar niður og þannig
fá 2.035 lítra farangursrými án þess
að fjarlægja sætin.
Bíllinn er búinn sex gíra tiptronic-
sjálfskiptingu og sama staðalbún-
aði og quattro með sídrifi og aldrifi.
Audi Q7 er líkt og Audi RS 4 búinn
nýjustu kynslóð af Torsen-mis-
munadrifi sem togar með staðal-
skiptingunni 40/60 (framan/aftan).
Átakið á öxlana er því sem næst al-
gjörlega í jafnvægi og bílstjórinn
nýtur þess í auðveldri og nákvæmri
stýringu þar sem nær ekkert stýris-
tog á sér stað.
Bíllinn er einnig afhentur með val-
kvæðri sjálfstilltri loftfjöðrun. Hæð
frá jörðu er breytileg og getur verið
allt frá 180 til 240 millimetra í efstu
stillingu, þannig að bíllinn kemst
yfir mjög háar ójöfnur.
Í ESP-jafnvægiskerfinu er að finna
nýjar aðgerðir á borð við stuðning
við akstur niður brekku. Sérstök ut-
anvegastilling hámarkar hemlunar-
getu og veggrip á lausu yfirborði.
Stöðugleikakerfi fyrir dráttarvagn
dregur úr hættu á láréttum sveiflum
eða „sporðaköstum“ vagnsins með
markvissum hemlunarstuðningi.
8 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
AUDI Q7
Vélar: 3,0 233 hö (D) og 4,2
350 hö (B)
Skipting: 6 g/ssk.
Dyrafj.: 5
Sæti: 7
Stöðugleikabúnaður: Aldrif, ESP
jafnvægiskerfi, utanvegastilling
o.fl.
Umboð: Hekla
Verð frá: Auglýst síðar
Audi Q7 mun vekja athygli hvar sem hann fer.
Enginn venjulegur jeppi
VOLVO C70
Vélar: 2,4 140 hö (B), 2,4 170
hö (B) og 2,5 220 hö (B)
Skipting: ssk, bsk
Dyrafj.: 2
Sæti: 4
Stöðugleikabúnaður: DSTC
spólvörn og stöðugleikastýr-
ing, RSC veltivörn
Umboð: Brimborg
Verð frá: Auglýst síðar
Blæja og sæti fyrir fjóra fullorðna
Volvo C70 er fyrsti
lúxusbíllinn sem er
framleiddur með stál-
blæju og sætum fyrir
fjóra fullorðna.
fyrsti bílinn }
Gulur með rauð bretti
Pétur Einarsson leikari fer bara að hlæja þegar hann er
spurður um fyrsta bílinn sem hann eignaðist. „Hann
var pínulítið kvikindi, Fiat Station, skærgulur á litinn
og rauður á brettunum,“ segir Pétur. Bílinn fékk hann
gefins og var í hans eigu í eitt eða tvö ár og reyndist
hann Pétri ágætlega.
„Ég var nú mjög duglegur að gera við hann sjálfur, en
hann bilaði náttúrulega alltaf eitthvað,“ segir Pétur.
Eitt sinn skall hurð nærri hælum og Pétur ásamt öðr-
um var í bráðri lífshættu.
„Einhvern tímann var ég að fíflast og þykjast keyra á
mann. Ég ætlaði ég að bremsa, en þá fóru pedalarnir
beint niður í gólf, og bremsukerfið sprakk. Sem betur
fer rétt náði ég að sveigja framhjá manninum, og ég
slapp hjá þeirri hremmingu,“ segir Pétur og er ekki
hlátur í hug. „Það var skelfilegt,“ segir hann.
„Eftir það lærði ég það að vera ekki að fíflast á svona
tækjum.“
PÉTUR EINARSSON
Jákvæður og bjartsýnn bíll
Mazda kynnir nýjan hugmyndabíl sinn undir nafninu Sassou, sem á japönsku
þýðir að vera jákvæður og horfa bjartsýnn til framtíðar. Víst má segja að út-
lit bílsins gefi tilefni til að brosa og ekki skemmir fyrir að hann er búinn sér-
lega umhverfisvænni og eyðslugrannri 3 strokka vél sem þó er nógu spræk
til að gera þennan litla bíl að skemmtilegu farartæki.
Aðrir þættir bílsins hljóma eins og úr framtíðarmynd, eins og USB-lykill sem
ræsir bílinn og geymir stillingar á sætum og þess háttar fyrir hvern ökumann.
Auk þess verður hægt að geyma tónlist og önnur gögn sem síðan eru flutt á
harðan disk sem er í bílnum. Ef þetta er forsmekkurinn að framtíð Mazda er
ekki annað hægt en að brosa framan í hana.
BÍLASÝNINGIN Í FRANKFURT
Þó að margt við Sassou hljómi framandi er ekki útilokað að hann fari í framleiðslu á
næstunni.
Enn sparneytnari og betri í akstri
RENAULT CLIO III
Vélar: 1,2 (B), 1,4
(B), 1,6 (B), 1,5
(70, 85 og 105
hö) (D)
Umboð: B&L
Nánari upplýsing-
ar síðar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
Ö
K