Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 78
46
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir er ungur fatahönnuður
sem finnst ekkert skemmtilegra en að búa til fal-
leg föt og borða góðan mat. Hún hannar sem
stendur fyrir fatabúðina Pura í Ingólfsstrætinu en
þar má finna föt eftir hana og þrjá aðra hönnuði.
Á döfinni hjá Kolbrúnu Ýr er að halda áfram að
búa til falleg og góð föt enda virðist það ganga
hreint út sagt mjög vel.
Þegar kemur að mat er Kolbrún Ýr langmest
fyrir mexíkóskan mat af öllu tagi en kjúklingur er
einnig mjög vinsæll á hennar heimili. Hún segist
vera dugleg að borða allskonar grænmeti og hef-
ur hollustuna oftast í fyrirrúmi þegar að elda-
mennsku kemur.Hún segist þó ekki vera neitt sér-
staklega dugleg að elda þó svo að henni finnist
gott að borða. Kolbrún segir að til þess að hægt sé
að búa til góðan mat sé nauðsynlegt að eiga nóg af
grænmeti, krydd, svartan pipar og auðvitað
kjúkling. Hún hefur ákveðið að gefa okkur góm-
sæta uppskrift af Taco-salati sem er í miklu uppá-
haldi hjá henni. Verði ykkur að góðu.
drifa@frettabladid.is
Taco-salat, hrikalega gott
KOLBRÚN ÝR Er dugleg að borða grænmeti.
Ofninn hitaður í 200°C. Gulræturnar skafnar
eða flysjaðar og toppurinn skorinn af.
Rauðlaukurinn flysjaður og skorinn í geira.
Olíu, sírópi, engifer, pipar og salti blandað
saman í eldföstu móti og gulrótunum og
lauknum velt upp úr leginum. Sett í ofninn,
appelsíninu hellt í mótið og bakað í 30-40
mínútur, eða þar til gulræturnar eru meyrar
(best að stinga í þær með hnífsoddi). Bætið
við meira appelsíni eða vatni eftir þörfum,
svo að gulræturnar brenni ekki. Þær eru
mjög góðar með alls konar steiktu og
grilluðu kjöti.
500 g gulrætur
1-2 rauðlaukar
2 msk. olía
2 tsk. hlynsíróp eða
sykur
1 tsk. engifer,
fínsaxaður
eða rifinn, nýmalaður
pipar
salt
200 ml
appelsínulímonaði
nokkrar greinar af
fersku timjani
(má sleppa)
Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
G
RA
2
85
65
06
/2
00
5
gljáðar
gulrætur með
rauðlauk og engifer
Líbanskur matur í uppáhaldi
Nýlega kom nýr þýskur bjór í Vín-
búðirnar sem hefur komið mörg-
um skemmtilega á óvart. Hann
heitir Brauperle sem mætti út-
leggja sem bjórperlan á okkar ást-
kæra ylhýra og er í 0,5 ltr dósum.
Bjórinn sem er 4,8% í alkó-
hólmagni er einstaklega mjúkur
og þægilegur í bragði. Það besta
við bjórinn er þó sú staðreynd að
miðað við gæði er hann á einkar
lágu verði, kostar aðeins 155 kr.
dósin.
Bjórinn er bruggaður af Karls-
berg brugghúsinu sem byggir á
mjög gamalli hefð sem teygir sig
aftur til ársins 1777 en þá hófst
bjórgerð í hinum fallega Karls-
berg kastala. Bjórinn sem þeir
framleiða hefur löngum verið
þekktur fyrir gæði enda byggður
á aldagamalli þýskri bjórhefð og
vatnið sem þeir nota í hann þykir
tært. Sem sagt einstaklega mjúk-
ur og þægilegur bjór byggður á
aldagömlum hefðum frá Bæjara-
landi, hjarta bjórhefðar í Þýska-
landi.
Verð í Vínbúðum 155 kr. í 50 cl
dósum.
...........@frettabladid.is
MATGÆÐINGURINN ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON RITSTJÓRI SIRKUSS
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Tómata og hvítlauks. Þetta er uppistaðan í
mjög miklu sem ég elda.
Fyrsta minningin um mat?
Ég hugsa að það sé að fara í matarboð hjá
ömmu og fá reyktan lax og kók á meðan full-
orðna fólkið fékk kampavín. Ég man ekkert
hvað ég var gömul.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Bestu máltíðarnar sem ég fæ eru á líbönskum
veitingastöðum í París, þar eyðir maður þrem-
ur tímum við matarborðið.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Já, ég hef aldrei getað borðað rósakál og svo
er ég voðalega lítið hrifin af íslenskum mat
eins og þorramat og bjúgum. Ég bara get ekki
látið þetta ofan í mig.
Leyndarmál úr eldhússkápnum?
Ég er algjörlega „húkt“ á öllu sem er sterkt,
ég nota tabasco-sósu til dæmis rosalega mik-
ið. Svo kaupi ég alltaf þegar ég fer til Frakk-
lands krydd frá Province sem heitir Herbes
de Province og er rosalega gott í ýmsum rétt-
um.
Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér
líða betur?
Það er náttúrlega alltaf súkkulaði, en besta
„comfort food“ er sennilega raclette sem er
franskur réttur, maður bræðir ost og dýfir nýj-
um kartöflum, spægipylsum og hráskinku í
ostinn. Meiriháttar gott.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Ég er alltaf með hrísgrjón, ég er algjör fugl og
er alltaf að borða grjón. Svo á ég alltaf AB
mjólk og grænmeti.
Hvað er það skrítnasta sem
þú hefur borðað?
Í norðurhluta Ástralíu fékk ég
safa úr krömdum grænum
maurum. Þetta var nú reynd-
ar ekki vont og maður sá
ekki maurana heldur
bara grænan safa. Svo
hef ég borðað krókódíl
sem var ekki góður og
á Grænlandi borðaði
ég selkjöt sem var
ógeðslegt.
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
UPPSKRIFTIN HENNAR KOLBRÚNAR
2 kjúklingabringur
2 msk ólífuolía
taco mix seasoning í bréfum
steikja kjúklingabringur í litlum bitum upp úr
ólífuolíu og krydda eftir smekk
láta kólna í smá stund
1/2 gúrka
2 tómatar
1/2 kálhaus, iceberg
1 rauð paprika
skera niður og setja í skál
setja kjúkling út í salatið
rífa niður um 150 gr af osti og strá yfir
1 poki nachos – mylja niður og setja saman við
1/2 dós af taco sósu (Mariachi hot)
1/2 dós af sýrðum rjóma
Hræra öllu saman
Rosalega ljúffengt en verður að borða innan klukku-
tíma því annars verða nachos flögurnar mjúkar.
Shiraz-þrúgan er oft nefnd
trompþrúga Ástrala. Vín
úr henni eru oft blönduð
með cabernet sauvignon
eins og í Angove’s Sto-
negate Cabernet/Shiraz.
Létt rauðvín með fal-
legum blæ, ríkum
ávaxtakeim, fyllt en
jafnframt mjúkt. Á vel
við pasta, kjöt- og grill-
rétti.
Vínfyrirtækið An-
gove’s rekur sögu sína
til 1886 þegar dr. Willi-
am Thomas Angove
kom til Ástralíu til að
stunda lækningar. Hann
hafði áhuga á vínrækt
og plantaði vínviði á
landareign sinni til að
geta gert vín fyrir sig
og fjölskyldu sína.
Þetta tóm-
stundagaman varð
upphafið að stærsta
vínfyrirtæki Ástr-
alíu í einkaeigu.
Þess má geta að
þetta ágæta vín er
ódýrasta ástralska
vinið sem er á
boðstólum í vínbúð-
unum hérlendis.
Verð í vínbúðum:
890 kr.
BRAUPERLE: fi‡ska perlan
STONEGATE:
Ód‡rt tromp frá Ástralíu!
> Lítið og þægilegt
Ef eitthvað er nauðsynlegt í eldhúsið þá er
það svona lítið og handhægt rifjárn. Best
fyrir stóra parmesan-ostinn eða bara hvað
sem er. Svona rifjárn fæst í Kokku og
kostar 2.990 krónur.