Fréttablaðið - 09.10.2005, Side 27

Fréttablaðið - 09.10.2005, Side 27
ATVINNA 7SUNNUDAGUR 9. október 2005 Sýslumaðurinn í Keflavík Hjá Sýslumanninum í Keflavík er laust starf löglærðs fulltrúa. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf frá og með 1.nóvember 2005 eða eftir samkomulagi. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf. Afrit prófskírteina skulu fylgja umsókn. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum, en óskast sendar Sýslumanninum í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík. • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu • Umsóknarfrestur er til 15 . október 2005 • Reyklaus vinnustaður Nánari upplýsingar veita Jón Eysteinsson, sýslumaður í síma 420-2428 eða Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns í s. 420-2436. Sýslumaðurinn í Keflavík 21. september 2005 Jón Eysteinsson, sýslumaður Viðskiptafulltrúi Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir að ráða viðskiptafulltrúa. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: www.usa.is. Umsóknarfrestur er til 12. október 2005. Múrarar, smiðir og verkamenn óskast til starfa. Næg verkefni framundan. Umsókn á netinu á www.afhus.is Starfsfólk óskast S. 534 1600 Verkefnastjóri í söluver Vegna aukinna umsvifa leitar SPK að metnaðarfullum einstakling með söluhæfileika. Um er að ræða hlutastarf og er unnið frá kl. 16. Starfssvið: Uppbygging söluvers SPK í samvinnu við þjónustustjóra og markaðsdeild. Umsjón með söluveri, skipulagningu, útfærslu og eftirfylgni markaðsaðgerða. Öflun nýrra viðskiptavina. Sala og ráðgjöf á þjónustuþáttum SPK. Þátttaka í markaðshópi SPK. Hæfniskröfur: Reynsla af sölu og ráðgjafastörfum nauðsynleg. Reynsla af stjórnun hópa er æskileg. Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Góð tölvu- og íslenskukunnátta. SPK er framsækið fjármálafyrirtæki sem hefur á að skipa samhentum hópi metnaðarfulls starfsfólks í skemmtilegu vinnuumhverfi. Stefna SPK er að vera leiðandi fjármálafyrirtæki sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum persónulega og góða þjónustu. Umsóknarfrestur er til og með 17.október n.k. Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila. Frekari upplýsingar veitir Helga Björk Sigbjarnardóttir, forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs í síma 515-1934. Umsóknir sendist á tölvupósti til helgabjork@spk.is. Sparisjóður Kópavogs | Hlíðasmára 19 | Digranesvegi 10 | Afgreiðsla í Select við Smáralind |Sími: 515 1900 | spk@spk.is | www.spk.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.