Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 16. ágúst 1975 HAGKVÆMASTA LEIKHÚS Á NORÐURHVEU JARÐAR, — segir Guomundur Pálsson , framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur um nýja Borgarleikhúsio Llkan af nýja Borgarleikhúsinu — aoalinngangurinn er lengst til hægri á myndinni megin viö miðja mynd. %L. BH-Reykjavlk. — Borgar- leikhúsið var kynnt blaðamönn- um með uppdráttum, teilningum og Hkani, og sagði borgarstjóri, Birgir ísleifúr Gunnarsson, við það tækifæri, að málið yrði tekið til afgreiðslu i borgarráði. Nti, þegar teikningar þeirra arkitektanna Guðmundar Kr. Guðmundssonar, Ólafs Sigurðs- sonar og Þorsteins Gunnarssonar liggja fyrir, og við höfum séð hag- lega gert módel Guðlaugs Jörundssonar, má ljóst vera, að Á fundi sínutn fimmtudaginn 14. ágúst s/. samþykkti borgarráð uppdrætti að Borgarleikhúsi i Reykjavik, en þeir uppdrættir þykja i senn nýstárlegir og m/ög hagkvæmir fyrir leikstarfsemi hér er um að ræða eitthvert „hag- kvæmasta og þægilegasta leikhús á norðurhveli jarðar og þott viðar væri leitað," eins og fram- kvæmdastjóri Leikfélagsins, Guðmundur Pálsson, komst að orði þegar við vorum að virða fyrir okkur módclið. Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, útskýrði leikhús- bygginguna fyrir okkur, og for- sendur ýmissa atriða og fyrir- komulags. Borgarleikhúsið kemur til með aö risa í Kringlumýrinni, I nýja miðbænum suðvestanverðum, og verður ekið að því frá Kringlumýrinni eftir nýrri braut, sem liggur frá austri til vesturs sunnanvert við húsiö. Aðalinn- gangur þess er I husið suðaustan- vert, en þeim megin hússins er rúmgott bflastæði. i aðalinngang- inum er miðasala og inngangur I kjallara, þar sem fyrirhuguð er veitingaaðstaða. Úr aðalinnganginum er gengið inn I forsal eða „Foyer" og er hann rúmgóður, enda úr honum gengið inn I aðalsalinn, en á hon- um eru tveir inngangar, og inn I minni sal, tilraunasviðssal eða æfingasla. 1 aðalsalnum er gert ráð fyrir áhorfendasætum 520 talsins, á einni hæð, sem smáhækkar frá svæðinu, en þess má geta að Iðnó tekur nú 230 manns I sæti, og Þjóðleikhúsið 660 manns I sæti, svo að þetta var álitin hæfileg stærð. í fyrirhuguðum tilrauna- leiksal, sem fyrirhugaður er á sömu hæð, eru áætluð sæti fyrir 120-150 manns. Benti Þorsteinn sérstaklega á hagræði þess að geta efnt til ráð- stefnuhalds í þessum húsakynn- um með rúmgóöum veitingasal forsalarins við hliðina. Um sviðið sjálft, eða sviðin er óþarft að fjallað sé náið. Þarna veröur að sjálfsögðu hringsvið > með öllu tilheyrandi búnaði, en I aðalsal verður að sjálfsögðu stjórnklefi effekta og hljóðs ofar- lega I salnum aftanverðum, með sérstöku lofti yfir salnum fyrir ljósamenn að athafna sig. Þá verða og vinnuloft I sviðsturni fyrir tjaldamenn og starfsmenn á sviði, en turninn, sem er opinn frá lofti niður á svið, setur sinn svip á húsið að utan og innan, og hefur sérstöðu, þar sem húsið er að öðru leyti á ýmsum hæðum, svo sem sjá má á teikningu. Þá er ógetið aðstöðu leikara, sem hafa sln búningsherbergi á tveim hæðum og setustofu til af- slöppunar milli þess sem þeir fara inn á sviðið. Enn er á sviðs- hæð leikmuna- og leiktjaldaað- staða bæði til gerðar og geymslu og biiningagerð og — geymsla á annari hæð. Kvað Þorsteinn Gunnarsson kveikjuna að skipan búningsher- bergjanna komna neðan úr Iðnó, þar sem það hefði gefizt mjög veí að raða búningsherbergjunum ut- an um einn almenning. Enn er ógetið þess, að I kjallara hússins er gert ráð fyrir bilastæð- um, og má koma þar fyrir 60—70 bifreiðum. Auk þess er I ytri si- valningi sviðsins, sem að sjálf- sögðu nær niður I kjallarann, Grunnteikning af jarðhæð hússins. Þverskurðurer sýnir Ijóslega aöstöðuna, frá vinstri: skrifst forsalur, inngangur. Þar sjást og bflageymslur Ikjallara m.J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.