Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. ágúst 1975 TÍMINN 3 Kolmunninn rang- lega aldursgreindur? Gsal-Reykjavik. Niðurstöður rannsókna á kolmunna, sem Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur hefur haft meö hönd- um, benda sterklega til þess, að kolmunni hafi fram aö þessu verið ranglega aldursgreindur, og sé i raun og veru einu ári eldri en hingað til hefur verið álitið. — Kolmunninn virðist ekki mynda árhring á fyrsta ári, eða þá að hann er svo daufur, að hann sést ekki, sagði Sveinn Sveinbjörnsson i viðtali við Timann. — Talið hefur verið, að vöxtur kolmunna á fyrsta ári væri allt að 18 sm, en allt virðist benda til þess að kolmunni af þeirri stærð sé fiskur á öðru ári. Sveinn kvað skozkan fiski- fræðing hafa komizt að sömu niðurstöðu með rannsóknum á beinnialdursgreiningu, en sinar niðurstöður kvað hann byggðar á lengdardreifingu, og sam- kvæmt henni leiddi hann likur að þvi, að vöxtur kolmunnans á fyrsta ári væri ekki jafn mikill og talið hefði verið. Sagði Sveinn, að fiskur sá, er veiddist með spærlingi, væri samkvæmt þessum niður- stöðum eins árs fiskur, en ekki fiskur á fyrsta ári, eins og al- mennt hefði verið talið. — Það er mjög liklegt, að kolmunnihafi hrygnt hér a.m.k. 1972 og 1973, og umræddar rannsóknir benda greinilega til þes, að kolmúnnaklak hafi átt sér stað i hafinu við tsland, en við höfum enn ekki fundið hrygningarstöðvarnar. Við leituðum að þeim i vor, suður og suðvestur af landinu, en fundum þær ekki, en ég geri ráð fyrir að frekari leit fari fram næsta vor, sagði Sveinn. Sérstaka nauðsyn ber til að finna hrygningarstöðvarnar, sagði Sveinn að lokum, þvi að svo virðist sem kolmunni sé helzt veiðanlegur á hrygningar- timanum I marz og april. Dagvistunaraðstaða fyrir aldraða í miðbæ Kópavogs Öryrkjabandalagið reisir 40 ibúða hús í miðbænum BH-Reykjavik. A fundi bæjarráðs Kópavogs á þriðjudaginn var ein- róma samþykkt að leggja til við bæjarstjórn, að leitað verði eftir kaupum á húsnæði fyrir dagvist- un aldraðra i miðbæ Kópavogs, og að bæjarstjórn heimili erienda lántöku til þessara kaupa, ef samningar nást. Bæjarstjórn veitti þessa heimild á fundi I gær- kvöldi. Kópavogur hefur oft verið nefndur bær barnanna og unga fólksins, enda hefur meðalaldur ibúa hans lengstum verið lægri en annarra sveitarfélaga hérlendis. Bæjarfélagið hefur þvi jafnan þurft að verja miklu fé til skóla- bygginga, og æskulýðsstarf hefur lengi verið þróttmikið og fjöl- breytt I Kópavogi og má segja, að á félagslega sviðinu hafi kröftun- um einkum verið beint að þvi að liðsinna ungu i'ólki og frjálsum félögum. Ellilifeyrisþegar hafa til þessa verið hlutfallslega mjög fá- ir i Kópavogi, en þeim mun stór- fjölga á næstunni, þvi frumbyggj- ar bæjarins, sem voru um og inn- an við miðjan aldur, þegar byggð hófst að marki i Kópavogi upp úr striðinu,eru nú orðnir rosknir. Elliheimili er ekkert I Kópa- vogi, en á siðustu árum hefur ýmiss konar aðstoð við aldraða eflst mjög I bænum fyrir tilstilli Félagsmálastofnunar bæjarins. Heimilishjálp hefur verið aukin, samkomur hafa verið haldnar með gömlum Kópavogsbúum og farið hefur verið i leikhús og ferðalög með þá, nokkrum sinn- um á ári. Hafa ferðalögin og sam- komurnar notið mikilla vinsælda. Það var rætt i bæjarstjórn Kópavogs i lok siðasta kjörtima- bils að koma upp dagvistunarað- stöðu fyrir aldraða Kópavogsbúa, þar sem þeir gætu haft margvis- lega tómstundaiðju, rabbað sam- an um áhugamál sin og notið ýmiss konar félágslegrar fyrir- greiðslu á daginn, en farið heim til sin aö kvöldi eða hvenær sem þá lysti á deginum. Slik aðstaða getur veitt gömlu fólki margar ánægjustundir, léttir heimilishald þess og léttir að auki nokkuð á þörfinni fyrir elliheimili, sem eru mjög dýr i rekstri og hálfgert neyðarbrauð i augum margra aldraðra. Var gerð um það sam- þykkt i fyrri bæjarstjórn að leitað væri samninga við Miðbæ hf, sem var þá að hefja byggingu þriggja húsa i miðbæ Kópavogs um kaup á húsnæði þar til þessara nota. Siðari hluta árs i i'yrra lenti Kópavogskaupstaður i fjárhags- erfiðleikum eins og flest stór sveitarfélög hérlendis vegna verðbólguþróunarinnar, og var þvi ekkert fé handbært til þess að leggja i húsakaup þessi. Byggingarframkvæmdir á mið- bæjarsvæðinu gengu lika hægar en gert hafði verið ráð fyrir, og lá málið þvi i láginni um sinn. Hins vegar beitti núverandi bæjar- stjórn sér fyrir þvi, að öryrkja- bandalag tslands tók að sér að byggja eitt húsa þeirra, sem Mið- bær ætlaði sér að byggja, og mun bandalagið reka hús þetta, sem i verða um 40 ibúðir fyrir öryrkja, á sama hátt og húseignir sinar i Reykjavik, en Kópavogsbúar njóta forgangs að öðru jöfnu til dvalar i þvi. Þegar ákveðið var, að öryrkja- bandalagið byggði þetta hús, var ljóst, aðenn æskilegra var orðið en áður, að dagvistunaraðstaða fyrir aldraða Kópavogsbúa yrði einnig á þessu svæði. Sennilegt er, að ekki verði mikiö um nægi- lega stórt leiguhúsnæði fyrir slíka starfsemi á miðbæjarsvæðinu i framtiðinni, og ef svo yrði, myndi húsaleiga par verða mjög há. Telja bæjaryfirvöld þvi nauðsyn- legt að festa kaup á húsnæði til þessara nota, og forráðamenn Miöbæjar hf. hafa lýst sig reiðu- búna til sarhninga um kaup á ca. 800 fermetra húsnæði i þessu skyni. Til þessara kaupa skortir bæjarsjóð Kópavogs fé, og þvi hefur verið ákveðið að reyna að fá erlent lán til hluta af kaupunum. t viðtali við Timann sögðust bæjarfulltrúar Framsóknar- manna i Kópavogi, þeir Jóhann H. Jónsson og Magnús Bjarn- freðsson vonast til, að úr þessum kaupum gæti orðið. „Þegar hús öryrkjabandalagsins er risið og þessi aðstaða komin I Kópavogi, má segja, að Grettistaki hafi ver- ið lyft i málefnum aldraðra i bæn'- um á stuttum tima," sögðu þeir, „þótt auðvitað biði fjölmörg önn- ur verkefni á þessu sviði". rÖKU*í EKKI 'UTANVEGA1 LANDVERND Unnið við að dýpka nýju hafnarkvlna I Norðfirði. Tlmamynd ET. Nýja höfnin í Neskaupsstað gerð á þurru: Sjónum hleypt inn í kvína í september HHJ-Rvik. — Ef allt gengur að óskuni, hleypum við sjónum inn I nýju hafnarkvlna I septemberlok, sagði Ragnar Sigurðsson, hafnar- stjóri i Neskaupstað, I viðtali við Tlmann I gær. Nýja höfnin er I botni fjarðarins, og að henni er unnið með þeim nýstárlega hætti, að hún er gerð á þurru. Byrjað var á þvi að loka botni fjarðarins með garði, sjónum siðan dælt út, og að þvf búnu var hafizt handa um að moka jarðveginum I burtu. Þegar er búið að aka brott um það bil 120 þús. rúmmetrum af jarðvegi. Aætlað er, að dýpkunin kosti 50-60 milljónir króna, og verður það fé tekið af bráða- birgðafjárveitingu út á væntan- legar fjárveitingar á næstu árum. — Við ætlum að reyna að fá stálþil frá Akureyri, sagði Ragnar. Það mun kosta um 40 milljónir krónu, en þar við bætast 25 milljónir til þess aö koma þvi niður. Þegar þessu er lokið höf um við fengið 120-130 metra langan viðlegukant, auk þess sem gert er ráð fyrir kví fyrir smá- báta.Heildarkostnaður verður 120-130 milljónir. Næsta sumar er síðan fyrir- hugað að ganga frá innsiglingunni. Nú er unnið að því að skipu- leggja svæðið kringum nýju höfnina. Þar verður loðnu- bræðslan, og hefur þegar verið byrjað á undirstöðum verk- smiðjuhússins. Við ætlum okkur að koma bræðslunni I gagnið fyrir næstu loðnuvertið, og ég held að það takist, sagði Ragnar. Nú er að mestu búiö að gera við þau tæki, sem unnt er að gera við, og önnur ný komin hingað austur. Við bræðsluna verða tveir stórir lýsisgeymar og fimm hráefnis- geymar, auk svartoliugeyma. Þá hefur BP sótt um að fá að reisa sex ollugeyma á nýju uppfyllingunni, og er ætlunin að reisa þá i tveimur áföngum, þrjá og þrjá I hvorum. Auk þessara fyrirtækja er áætlað að Bifreiðaþjónustan og málmsmiðjan Gigja reisi hús undir starfsemi sina á nýja hafnarsvæðinu. Veiðihornið reyndi mikið til að ná fregnum af veiði Finnlandsforseta I Viðidaisá i gær, en það var rétt eins og allt fólkib úr veiðihúsinu væri úti við — og slmstöðin lokaði kl. 8 svo að við erum fregnlausir þaðan I dag, þvi miður. Æk Steingrimur Atlason hjá Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar veitti Veiðihorninu i gær upplýs- ingar um veiðisvæði félagsins og sagði okkur af veiði þar. Þess skal sérstaklega getið, að veiði- leyfi eru seld i Essostöðinni við Reykjavikurveg og Nýju bilastööinni i Hafnarfirði. Þar geta menn einnig keypt sér svokölluð sumarkort, sem til dæmis I Kleifarvatni kosta 1200 króntir yfir sumarið. og mega menn þá veiða þar hvenær sem þeir vilja, en stöngin kostar annars 200 krónur á dag. Hlíöarvatn Þar hefur veiði verið eindæma góð i sumar og mikil ásókn i veiðileyfi. Hafa þau öll verið upp- seld til þessa. Nú mun eitthvað vera fáanlegt af leyfum siðari hluta mánaðarins, og kosta þau 800 krónur. Djúpavatn Suðurnesin eru ekki rik af veíðiám en þar er hinsvegar að finna góð veiðivötn. Djúpavatn er ekki i alfaraleið, en þar þykir dásamlegur staður til veiða og útivistar. Til að komast þangað fer maður upp af Vatnsskarði og suður með Sveiflu- hálsi, og þá kemur maður að vatninu suðaustan i Trölladyngju. Þarna hefur verið mikil ásókn i veiðileyfi, en eitthvað fer að verða fáanlegt af þeim. Þau kosta 500 krónur. Kleifarvatn 1 Kleifarvatni hafa veiðzt nokkuð stórir fiskar I sumar og ekki er að spyrja að magninu þar hafa veiðzt allt að 70-80 á stöngina á dag en þeir eru nii ekki allir stórir, þó vel ætir, svipaðir og murtan i Þingvallavatni. Veiðin i Kleifarvatni er helzt sunnan til, og þar hefur verið hægt að fá veiðileyfi i allt sumar, þvi að vatnið er stórt og veiðileyfin nánast ótakmörkuð. Þau kosta 200 krónur. Eldvatn í Meðallandi Þá hefur félagið á leigu Eldvatn i Meðallandi, og þar er góð sjóbirtingsveiði og von um lax sið- ari hluta sumars. Nú er laxveiðin hafin, og um siðustu helgi voru komnir 12-13 laxar á land. Flókadalsá í Borgarfirði Loks hefur félagiö Flókadalsá á leigu að hálfu á móti Keflvikingum. Þar hefur verið góð veiöi I allt sumar og 611 veiðileyfi löngu uppseld. Laxinn þar er fremur smár, en hinsvegar veiðist hann vel þarna. Elliðaárnar Friðrik Stefánsson hjá Stangveiöifélagi Reykjavikur veitti blaðinu þær upplýsingar i gær, að upp úr Elliðaánum væru komnir 1430 laxar á þessu sumri, en á sama tima i fyrra höfðu veiðzt 1383 laxar. Það er eftirtektarvert, að fjórði hver lax á þessu sumri hefur veiözt á flugu1, eða samtals 349 laxar. Þyngsti flugulax- inn var 16 pund, hann veiddist þann 13. ágúst á HS-Streamer flugu. Svo virðist sem siðustu dagana hafi veiði aukizt, og undanfarna þrjá daga hafa að meðal- tali veiðzt um 30 laxar á dag i ánum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.