Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 16. ágúst 1975 Á „hjólaskíðum" í vinnuna Sverre Hjersing, sem er lyfja- fræðingur i Hull, leiddist að fara með strætó i vinnuna, en hann átti engan bfl, svo að hann fann upp gott samgöngutæki fyrir sig. Sverre er fæddur og uppal- inn i Noregi, og þar vandist hann á skiðagöngur. Hann átti gönguskiðin sin ennþá, en hafði aldrei notað þau nokkuð að ráði i Skotlandi. Nú tók hann skiðin sin og setti hjól af hjólaskautum undir þau. Hann kemst leiðar sinnar, þó að umferðin sé öll I hnút, en þá rennir hann sér bara á milli bilanna. Hann segist fara eftir umferðarreglunum, og lög- reglan hefur ekki haftneitt.upp á hann að klaga i þeim efnum. Sverre segir, að bilstjórar geri töluvert að þvi, að flauta og pipa á sig þegar hann er að skjótast fram úr þeim, en þeir sitja fast- ir i umferðinni. Einn bilstjóri kærði Sverre, en umferðardóm- stóll sagði, að engin lög bönnuðu mönnum að vera á skiðum á vegunum. — Svo spara ég mér fargjöldin og fæ ágætis- hreyfingu á leiðinni i vinnu, sagði Sverrir Hjersing ánægður. Furðulegur felustaður Gullsmyglarar nokkrir i Frákk- landi notuðu til flutninganna Peugeot-304 bil. Billinn komst i hendur tollgæzlumanna, sem að lokum gátu fundið felustaðinn fyrir gullið i bilnum, en það þurfti töluvert hugvit til þess að komast að gullinu, svo ekki sé talað um allt það hugvit, sem upphaflega hefur þurft til þess að útbúa þennan felustað. Til þess að járnplata opnaðist I bilnum, og gullið kæmi i ljós þurfti að gera eftirfarandi: Draga út klukkuna, sem var i mælaborðinu, tengja saman rafmagnsvira að baki hennar, setja bflinn i afturábak gir, beygja fram á við aftursætið og stilla framljósin á ákveðinn hátt. Gullsmyglið átti sér stað á landamærum Frakklands og Sviss, og þar náðu tojlverðir tveimur mönnum I skógi Frakk- landsmegin landamæranna, er þeir voru að flytja 440 pund af gulli úr Citroen CX bil yfir I Peugeot-inn. Stöðugt er verið að smygla gulli milli þessara tveggja landa, þar sem gull er selt fyrir töluvert hærra verð I Sviss en i Frakklandi. Sam- kvæmt frönskum lögum er að- eins þjóðbankanum franska heimilt að annast viðskipti af þessu tagi. 7^ Konunglegur keisaraskurður Christina, systir sænska kóngs- ins, eignaðist nýlega dreng 3030 Ekki fleiri A heimskuleg V hlutverk! Tvær af helztu kvenstjörnum Italiu, Claudia Cardinale og Monica Vitti, hafa hafnað um 40 hlutverkum síðustu mánuðina. „Flest hlutverk skrifuð fyrir konur", segir Claudia. „lýsa þeim sem sauðheimskum kyn- verum, og það er það eina, sem ætlazt er til af þeim. Það særir okkur Monicu að leika stöðugt svona heimskingja. 011 handrit, sem við fáum, láta okkur standa I ástamálum, i eldhúsinu eða I barneignum. Ef rithöfundar láta okkur aldrei fá annað, eitt- hvað með meiri vidd og dýpt, verðum við sjálfar að skrifa handrit okkar. gr. að þyngd. Hann var tekinn með keisaraskurði. Prinsessan, sem er borgaralega gift Tord Magnussen, framkvæmda- stjóra, fæddi i Karolinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi. Móður og barni liður vel eftir þvi sem sænska hirðin segir. * • Glæpum fækkar í París Töluvert hefur dregið úr glæpa- starfsemi i Parisarborg, að þvi er fréttir þaðan herma. Tölur um glæpi i þessari miklu heims- borg birtust nýlega i timariti lögreglumanna þar, og þegar boriðer saman við árið 1973 hef- ur árásum fækkað um 25%, handtökum vegna þjófnaða um 10% og ýmiss konar stærri rán hafa reynzt 20% færri nú en þá, Ástæðan fyrir þessu er talin sti, að mjög hefur verið hert eftirlit lögreglu i borginni. .....og einhvern daginn munt þú eignast þetta allt saman, sonur minn, nema auðvitað fröken Engilbjörtu. — Eg er ekki heldur neitt hrifinn af andlitinu á mér. DENNI DÆAAALÁUSI Það fyrsta, sem hún segir, verður, hvað varð um fötin þin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.