Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. ágdst 1975 TÍMINN nri, tilraunaleiksviö og salurinn eru iljdsa, sexhyrnda kubbnum hægra hljómsveitargryf ja fyrir allt aö 20 manna hljómsveit, auk hvildar- aðstööu fyrir hljómsveitarmenn. Þá er aðstaða fyrir mótuneyti starfsfólksins eldhús og matsalur fyrir um 100 manns. GUstaf A. Pálsson skýrði okkur frá hugsanlegum kostnaði við að reisa leikhús þetta, og liggur ýmislegt mjög ljóst fyrir i bessum efnum, og virðist ljóst, að tilbúið undir tréverk, eins og það er nefnt, kostar hUsið um 300 mill- jónir og er þá búið að skella upp 5400 rúmmetrum af steypu, setja á það þök úr áli eða stálklæðningu og glugga, og auk þess bUið að einangra það. Innifalið i þessu er 20% viðbót til að mæta hugsan- legum, sumpart ófyrirséðum út- gjöldum. Kjallarinn og bflastæðið kosta um 10 milljónir, veitingaað- staðan um 20 milljónir og leikhús- innréttingarnar 230 milljónir. A þetta verður að áætla 10% til við- bótar til að fá einhverja skynsemi i málið. Þegar hér er komið sögu verður að taka það sérstaklega fram, að húsið er næsta ódýrt I byggingu, a.m.k. miðað viö Ibúðarhús, eða 16.800 krónur rummetrinn, en húsið er 45.000, rúmmetrar aö stærð. Astæðan til þess, að það skuli ekki vera dýrara eru hinir geysistóru óinnréttuðu hlutar hússins, svo sem sviðsturninn og leiktjaldaaðstaðan að sviðsbaki. En til að ná heildarupphæðinni er enn ógetið þeirrar upphæðar, sem fer I leiksýningarkostnað. Að áliti brezkra leikhUssfræðinga er sú upphæð 290 milljónir, og er það viðmiðunarupphæð i kostnaði leikhússins — en su upphæð lækk- ar verulega með tilliti til eigna Leikfélags Reykjavíkur, sem það leggur i búið með sér. Má þar til dæmis geta þess, að talið er eðli- legt að hafa 200 ljóskastara i svona leikhúsi, en Leikfélagið á 100 stykki, og þeir eru verðmætir. En Gústaf gat þess að lokum, að 940 milljónir væri sú kostnaðarupphæð, sem nú væri reiknað með. Hvort sú upphæð minnkaði eða ykist yrði reynslan að skera úr um, Nýtt danskt forlag í þágu íslenzkra bókmennta fstofur, leiktjaldagerö, búningsherbergi, svift, áhorfendasalur, m.a. Fjöldi barnabóka kemur Ut i Danmörku á ári hverju, og mikill hluti þeirra eru bækur þýddar Ur öðrum málum, einkanlega ensku og sænsku. En frá gömlu bókmenntaþjóðinni, tslendingum, koma fáar eða engar bækur á danskan mark- að, hvorki fyrir börn eða full- orðna. Siðustu árin aðeins tvær barnabækur: „Islandske Evén- tyr" (Islenzk ævintýri) og „Olaf frá Skuld" eftir Stefán Jónsson. Báðar þýddar úr norsku. Þó gerðist sá gleðilegi viðburður, að Kristmann Guömundsson kom aftur fram á danska bók- menntasviðiö, eftir tuttugu ára fjarveru, I framúrskarandi þýð- ingu Þorsteins Stefánssonar, rithöfundar. Enda var bók þess- ari, „Sommer I Selavik", mjög vel tekið hjá dönsku bókasöfn- unum, sem keyptu yfir þUsund eintök. Ný bók eftir Kristmann Guð- mundsson er á leiðinni nú I haust I þýðingu Þorsteins Stefánssonar. Heitir hvin á dönsku „Ild og Aske" (Eldur og aska) og kemur úr hjá GREVAS FORLAG, i Arósum. En dönsku bókasöfnin vantar lika Islenzkar barnabækur, til þess að glæða skilning frænd- þjóöarina hvorrar á annarri. Yfirbókavörður Rigmor Bir- gitte Hövring, Helsingör, Dan- mörku, hefir þvi stofnað nýtt Ut- gáfufyrirtæki, sem mun aðal- lega helga sig islenzkum úrvals- bókum, bæði fyrir börn og full- orðna, þýddum beint Ur Is- lenzku. Forlagið hefir tekið sér nafnið BIRGITTE HÖVRINGS BIBLIOTEKSFORLAG og hefir bækistöð sina i smábæ norðan Kaupmannahafnar, Humlebæk. Fyrsta bókin verður IS- LANDSKE DRENGE, þýdd Ur smásagnasafninu ,,Um sumar- kvöld" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þessa bók skrifaði hann sextán ára gamall. En þá þegar komu rithöfundahæfileik- ar hans greinilega i ljós. Bókin verður prýdd islenzkum ljós- myndum og kemur Ut 17. september. Forsiða fyrstu islenzku bókarinnar, sem kemur út hjá Rigmor Birgiette Hörving. Rigmor Birgitte Hörving. OLAFUR JOHANN SIGURDSSON ISLANDSKE DRENGE Ný utanáskrift Með þessum þætti breytist heimilisfang Frimerkjasafnar- ans og verður um næstu fram- tið, „Frlmerkjasafnarinn, Póst- hólf 52, 530—Hvammstanga, V.- Húnavatnssýslu. Það er von min, að sambandið viö lesendur verði sizt minna við þessa breytingu og hvet ég þá til aö skrifa mér um áhugamál sln og ég mun ávallt reyna að koma þvi á framfæri. Þess má þó geta, að alltaf verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja með, en ef dulnefni skal notast við birtingu, þá sé þess getið I bréf- inu. Eftir, sem áður mun ég þó fá þau bréf, sem send eru blað- inu, en þau verða send áfram til Hvammstanga. Svarti listinn. Hinn svokallaði svarti listi hjá F.l.P. hefir nú verið afnuminn. Þetta skeði á siðasta þingi F.t.P. i Madrid, en þó er öllum aðilum frjálst að halda honum áfram. T.d. gefa bandarisku samtökin áfram út lista þennan i timariti sinu og telja þar sam- vizkusamlega fram allar Utgáf- ur, sem bannaðar eru á sýning- um i þeim heimshluta. Hér heima tel ég sjálfsagt að leggja hann strax niður, enda aðeins Skálholtsmerkin á þessum lista, af Islenzkum merkjum. Þau má nU sýna á öllum sýningum, nema þar sem enn er haldið fast við þennan lista. Undirritaður hafði i mörg ár barizt við að fá þessi merki tekin út af þessum lista þar sem þau höfðu lent þar vegna vankunnáttu þeirra er um Utgáfuna fjölluðu, eða. réttara sagt sökum þess að upp- lýsingar frá Alþjóðasamtökun- um voru ekki fyrir hendi um hvers væri krafizt til að Utgáfa lenti ekki i banni. Þvi mátti segja, að þetta efni væri rætt á hverju þingi F.t.P. bæði af Is- landi, að þvi er mér fannst af ærinni ástæðu og af Austur- Þýzkalandi, sem stöðugt vildi fá viðurkenningu merkja þeirra Ur samstæðum, sem gefin voru Ut i takmörkuðu upplagi. NU i vor var loks ákveðið að láta magn atkvæða á þingi gera Ut um til- veru listans og var fellt að halda honum áfram. Það er þvi, eins og vitanlega alltaf hefir verið, hverjum og einum frjálst að safna hverju, sem hann eða hUn vill, en nU er líka hægt að sýna það. Þó verður á hverjum tima að fylgjast með hvort viðkom- andilönd.sem sýninguna halda, halda enn i listann. Mál þetta hefir ekki verið afgreitt i L.I.F. ennþá, en um Urslit þess þar mun ég kynna lesendum þegar að lokinni afgreiðslu þess. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.