Tíminn - 21.08.1975, Side 6
6
HMI>ÍN
Fimmtudagur 21. ágiist 1975
TÍMINN leitaöi nýlega
til Ólafs Jóhannessonar
viðskiptaráðherra til að
afla upplýsinga um
gjaldeyrismálin og þró-
un þeirra undanfarna
mánuði.
Viðskiptaráðherra
sagði, að i gjaldeyris-
málunum væri um si-
felldan barning að ræða.
Hins vegar væri um
augljós batamerki að
ræða, ef litið væri á þró-
unina það sem af væri
þessu ári. Hún væri að
sinu áliti hagstæðari en
á sama tima i fyrra. 1
þvi sambandi ságðist
viðskiptaráðherra vilja
benda á, að á timabilinu
april-júni i ár hefðu
gjaldeyriskaupin verið
7,3% meiri en gjald-
eyrissalan. Og ef litið
væri á sex fyrstu mánuði
þessa árs, kæmi i ljós,
að gjaldeyriskaupin
væru 4% meiri i krónum
en á sömu mánuðum
1974. Gjaldeyrissalan
var á sama tima 8,9%
minni en sömu mánuði
1974. Ef janúar er und-
anskilinn, er gjaldeyris-
salan 15% minni.
— Er von til þess, að þessi já-
kvæða þróun haldi áfram?
— Um þaðer erfitt að spá. Það
fer eftir ýmsu. Hins vegar benda
siðustu tölur til þess, að batinn
haldi áfram. Þannig hafa gjald-
eyriskaup umfram gjaldeyrissölu
verið umtalsverð á fyrra helm-
ingi þessa mánaðar, og voru t.d.
182,6 millj. kr. 15. ágúst sl.
Útflutningur og inn-
flutningur fyrstu sex
mánuðina
— Nú hefur Hagstofan nýlega
birt samanburðartölur um út-
flutning og innflutning mánuðina
janúar-júni árin 1974 og 1975, þar
sem fram kemur, að viðskipta-
jöfnuður fyrstu 6 mánuði þessa
árs er óhagstæður um þrettán og
hálfan milljarð, en var ekki óhag-
stæður um nema sjö og hálfan
milljarð á sama tíma I fyrra.
Hvað er um þetta að segja, viö-
skiptaráðherra?
— Við samanburð á'T.ölum um
útflutning og innflutning er nauð-
synlegt að hafa I huga þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á gengi is-
lenzkukrónunnar. Ef tölur um út-
flutning og innflutning jan.
-júní 1974 eru færðar til núver-
andi gengis, verður vöruskipta-
jöfnuöurinn það timabil óhag-
stæður um 11.183.2 millj. kr., sem
er lttið eitt betri útkoma en I janú-
ar—júni 1975. Ef útflutningur á áli
og innflutningur til álfélagsins er
dreginn frá heildartölum, var
vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð-
ur um 12.827.1 millj. kr. janú-
ar—júni 1974, reiknað á núver-
andi gengi, en var óhagstæður um
11.406.2 millj. kr. janúar—júni
1975.
Þegar Utflutningur á áli og inn-
flutningur til álfélagsins er und-
anskilinn, var vöruskiptajöfnuð-
urinn janúar—júni 1975 þvi heldur
hagstæðari en hann var janú-
ar—júni 1974, reiknað á núver-
andi gengi, enda var útflutningur
á áli minni það sem af er þessu
ári heldur en sama timabil árið
áður, og innflutningur til álfé-
lagsins var meiri i ár en hann var
I fyrra.
Erlendur greiðslu-
frestur
— Liggur fyrir yfirlit um
greiðslufrest á innfluttum vörum
fyrstu sex mánuði þessa árs?
— A yfirliti um erlendan
greiðslufrest á innfluttum vörum
kemur fram, að 1. júli var hann
tæpir 6,3'milljarðir kr. á móti liö-
lega 5 milljörðum á sama tima I
fyrra á þáverandi gengi. Miðað
við núverandi gengi væri sú tala
7,6 milljarðir, og er þvi um iækk-
un að ræða, sem nemur rúmlega
1300 milljónum króna.
Mjög miklar rækjubirgðir eru óseidar.
- Tekizt hefur að selja loðnubirgðirnar til Sovétrikjanna.
Ólafur Jóbannesson viðskiptaráðherra.
Útflutnings-
vörubirgðir
• — Mörgum þætti vafalaust
fróðlegt að fá yfirlit um útflutn-
ingsbirgðir nú og samanburðar-
tölur við siðasta ár?
• — Verðmæti þeirra var 7.843.1
millj. kr. I lok júni 1975, en var
8.391.7 millj. kr. á sama tima i
fyrra, reiknað á núver. gengi.
gbirgðir af freðfiski fyrir Banda-
rikjamarkað voru 14.641 tonn, að
verðmæti 3.294.2 millj. kr. á móti
16.768 tonnum að verðmæti 3.266.3
millj. kr. á sama tima I fyrra.
Freðfiskbirgðir fyrir aðra mark-
aði voru 5.687 tonn að verðmæti
643.1 millj. kr. nú, en voru 3.732
tonn að verðmæti 394.6 millj. kr. i
fyrra.
Birgðir af saltfiski voru 9.900
tonn að verðmæti 1.944.0 millj. kr.
Ilok júni 1975, en voru 14.750 tonn
að verðmæti 2.721.8 millj. kr. á
sama tima i fyrra. Birgðir af
skreið voru 900 tonn að verðmæti
324.0 millj. kr. nú á móti 1.250
tonnum að verðmæti 377.5 millj.
kr. I fyrra.
Þá voru birgðir af loðnumjöli
14.000 tonn og verðmæti þeirra
um 477 millj. kr. á móti 23.000
tonnum að verðmæti um 880 millj.
kr. I fyrra. Allt það loðnumjöl,
sem núer til i birgðum, er selt, og
má geta þess', að 4.000 tonn voru
send til Rússlands I júli og 6.500
tonn I ágúst og september. Þá
voru um 3.000 tonn send á aðra
markaði i júlí. Birgðir af þorsk-
mjöli voru i lok júni 1975 um
12.000 tonn að verðmæti um 358
millj. kr., á móti 10.000 tonnum að
verðmæti um 370 millj. kr. i fyrra.
NUverandi þorskmjölsbirgðir eru
að mestu seldar, og um 2.500 tonn
voru send til Rússlands i júli og
um 6.000 tonn fara i ágúst og sept-
ember.
Birgðir hvalafurða voru að
verömæti um 84 millj. kr. i lok
júni 1975, á móti 139 millj. kr. i
fyrra.
Birgðir af rækju voru 520 tonn i
lok júní 1975 að verðmæti um 286
millj. kr., á móti 37 tonnum að
verðmæti um 45 millj. kr. i fyrra.
Gjaldeyris f orðinn
— Að lokum, viöskiptaráð-
herra, hversu mikill var gjald-
eyrisforðinn, þ.e. sá erl. gjald-
eyrir, sem til ráðstöfunar er, um
mitt þetta ár?
— Gjaldeyrisforðinn var i lok
júni 6581 millj. króna, en var 5745
milljónir króna i árslok 1974 á þá-
verandi gengi, eða um 7381 millj.
króna á núverandi gengi. Gjald-
eyrisforðinn segir i raun til um
sjóöastöðu þjóðarbúsins, sagði
Ólafur Jóhannesson viðskipta-
ráðherra að lokum. —a.þ.
Rætt við Ólaf Jóhannesson viðskiptaráðherra:
Þróun gjaldeyrismála
hagstæðari nú en
á sama tíma í fyrra