Tíminn - 21.08.1975, Side 12

Tíminn - 21.08.1975, Side 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 21. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 99 yf ir leikvöllinn. Blóðslóðin er skýr og greinileg. Svo taka við einhverjir runnar. Stórt svæði, vaxið runnagróðri. — Ég sagði ykkur að öskra ekki... Svo sneri Kern sér að Teasle, þar sem hann lá á gangstéttinni og sagði: — Gott og vel. Það er bezt að kanna hvort þú veizt í raun og veru hvar hann er. — Bíddu við. — Hann sleppur undan ef ég fer ekki strax á eftir honum. — Nei. Bíddu við. Þú verður að lofa mér... — Ég er búinn að því. Læknirinn er að koma. Ég lofa því. — Nei.... Það er svolítið annað, sem þú verður að lofa mér. Þú verður að leyfa mér að vera viðstöddum enda. lokin, þegar og ef þú f innur hann. Ég á rétt á því. Ég er búinn að þola of mikið til að verða svo af endinum. — Hatar þú hann svona mikið? — Ég hata hann ekki. Þú skilur þetta ekki. Hann vill það sjálfur. Hann vill að ég sé viðstaddur. — Guð sé oss næstur... Kern leit furðulostinn á Traut- man og lögreglumennina... — Guð sé oss næstur. — Ég skaut á hann, og tókst að særa hann illa. Allt í einu hættiégað hata hann. Mér þótti þetta bara sorglegt. — Þó nú væri. — Nei. Ekki vegna þess að hann skaut MIG líka. Það hefði ekki skipt máli hvort hann hefði hæft mig eður ei. Mér hefði samt sem áður verið eins innanbrjósts. Þú verður að lofa mér að vera við endalokin. Hann á það skilið af mér. Ég verð að vera hjá honum við leikslok. — Guð sé oss næstur. — Lofaðu mér því. — Gott og vel. — Reyndu ekki að Ijúga að mér. Ég veit hvað þú hugsar. Ég sé svo illa særður, að ekki sé hægt að f lytja mig út á sléttuna. — Ég lýg ekki, sagði Kern.... — Ég verð að fara... Hann gaf mönnum sínum merki. Þeir lögðu af stað í átt að_ leikvellinum og sléttunni. Það var ekki laust við að þeir væru óstyrkir. — En Trautman var kyrr. Nei, þú ferðauðvitaðekki, Trautman. Þú ætlar ekki að blanda þér i þetta strax, er það? En f innst þér ekki að þú ættir að sjá þetta? Finnst þér ekki að þú ættir að sjá hvernig hann ber. sig að undir það síðasta? Þegar Trautman mælti loksins orð af munni — var rödd hans álíka þurr og viðurinn var í gamla dómhúsinu, áður en þaðf uðraði upp: — Hversu illa ertu haldinn? — Ég finn alls ekki neitt. Og þó. Það er ekki rétt. Steinsteypan er ákaflega mjúk. Enn heyrðust gífurlegar sprengidrunur og himinninn var skyndilega uppl jómaður. Trautman leit tómlega í átt aðeldsúlunni. Enn önnur benzínstöðin var sprungin í loft upp. — Þarna vann pilturinn þinn enn eitt stigið í frægðar- feril sinn. Það má nú segja. Það er ekki um að villast, að hann hefur fengið frábæra þjálf un í þessum skóla þín- um. Trautman leit á slökkviliðsmennina, sem börðust við logana í dómhúsinu. Svo leit hann á rifótt kúlugatið á kvið Teasles og augu hans kvikuðu. og Svo hlóðhann skammbyssu sína og setti kúlu í skothólf ið áður en hann gekk upp eftir grasflötinni í átt að bakgarðinum. En til hvers varstu að þessu sagði Teasle. En hann vissi þegar hvað í vændum var.... — Bíddu við. Ekkert svar. Trautman gekk í flöktandi birtu loganna upp að skugga hlið hússins. — Biddu við, sagði Teasle — og-ætti örvæntingar í rödd hans.... — Þú getur ekki gert þetta, hrópaði hann... — Þetta er ekki þitt verk... En Trautman var horfinn rétt eins og Kern. — Andskotinn. Bíddu eftir mér, öskraði Teasle... Hann. velti sér á magann og krafsaði í gangstéttina.... — Ég verð að vera viðstaddur. Ég verð að I j úka þessu. Með ofurmannlegu átaki reisti hann sigáhendur og fætur. Hann hóstaði og blóðið draup af maga hans á gangstéttina. Lögreglumennirnir tveir gripu hann og ýttu honum niður. — Þú verður að hvíla þig. Reyndu að vera rólegur, sagði annar þeirra. — Láttu mig vera. Ég meina það. Láttu mig vera. Þeir börðust við að hafa hemil á honum, en Teasle barðist um: — Ég á rétt á að vera viðstaddur. Ég er upp- hafsmaðurinn. — Það er bezt að sleppa honum. Ef hann reynir að berjast gegn okkur öllu meira — endar það með því, að hann rífur heljar gat á sjálfan sig. — Líttu á blóðið úr honum á mér. Hvað ætli sé mikið blóð eftir innan í honum? Nóg, alveg nóg, hugsaði Teasle með sér. Aftur skreiddist hann á hendur og fætur. Fyrst setti hann undir sig annan fótinn og svo hinn. Hann einbeitti sér að því að rísa á fætur, og fann um leið salt blóðbragðið í munni sér. Ég kom þessu öllu af stað, Trautman, hugsaði hann Akilles hefur ekki drepið Hektor, og ekki 'fyrirörvarskoti i hælinn. varð hann 1. | liill Fimmtudagur 21. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les söguna „Alfinn álfakóng” eftir Rothman (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson kynnir skýrslu rannsóknar- nefndar sjóslysa fyrir árið 1974. Morguntónleikar kl. 11.00: Earl Wild og hljóm- sveitin „Symphony of the Air” leika Pianókonsert i F-dúr eftir Gian-Carlo Menotti/Jascha Heifetz og Sinfóniuhljómsveitin i Dallas leika Fiðlukonsert eftir Miklós Rózsa. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan : „1 Rauðárdalnum ” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (17). 15.00 Miðdegistónleikar Peter Pongrácz, Lajos Toth og Mikhály Eisenbacher leika Trió fyrir tvö óbó og enskt horn I C-dúr op. 87 eftir Beethoven. Aaron Rosand og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins I Luxemburg leika „Vetrarljóð”, tónverk fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Eugene Ysaye: Louis de Froment stjórnar. Alfons og Aloys Kontarsky leika tón- list eftir Ravel á tvö píanó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Eva Sigurbjörnsdóttir og Finn- borg Scheving fóstrur sjá um þáttinn. 17.00 Tónleikar 17.30 „Lifsmyndir frá liðnum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les(3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þættir úr jarðfræði íslands. Helgi Björnsson jarðfræðingur talar um jökuhlaup. 20.00 Einsöngur i útvarpssal. Guðmundur Jónsson kynnir vestur-Islensk tónskáld, IV: Björgvin Guðmundsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.30 Leikrit: „Þau töluðu um rósir” eftir Frank Giíroy Þýðandi: Margrét Jóns- dóttir. Leikstjóri og sögu- maður: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: John Clery Róbert Arn- finnsson, Nettie Cleary Her- dls Þorvaldsdóttir, Timmy Cleary Sigurður Skúlason, 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Rúbrúk” eftir Poul Vad Úlfur Hjörvar les þýðingu slna (5). 22.35 Ungir pianósniiiingar., Sextándi þáttur: Alexander Slobodyanik. Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir I stuttu málh Dagskrárlok. Hreint ^land fagurt land LANDVERND

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.