Tíminn - 23.08.1975, Page 6
Laugardagur 23. ágúst 1975
TÍMINN
...... .........—....—........
ÞAÐ VAKTI UNDRUN
HVE MARGIR TÖLUÐU
ÍSLENZKU UM ALLAR
JARÐIR ALLT VESTUR
TIL KYRRAHAFS
— Vilhjdlmur Hjdlmarsson, menntamdlardðherra,
segirfrd vesturferð
V I ■ ■■ ■ ■/
— Móttökurnar i Winyard i
svonefndum Vatnabyggöum i
Saskatschewan eru gott dæmi um
hve elskulega okkur var tekiö af
Vestur-íslendingum. Þar gistu
allir á einkaheimiium, en veriö
var þar einn dag um kyrrt. Fyrri
hluta dagsins skoöuöum viö bæ-
inn, eöa þaö sem bændurnir voru
aö gera hver hjá sér. Kl. 5 var svo
slegið upp stórveizlu i félags-
heimilinu, þar sem boröuöu allt
aö 200 manns. Sýning Þjóöleik-
hússins var á sama staö. Húsiö
troöfylltist og sifellt var veriö aö
bæta viö iausum stólum. Eftir
sýningu var boriö fram kaffi og
meöiæti fyrir alla, gesti sem
heimamenn.
Þannig mæltist Vilhjálmi
Hjálmarssyni menntamálaráö-
herra i gærdag, nýkomnum heim
úr rúmlega þriggja vikna ferö um
Kanada og til Bandarikjanna i til-
efni 100 ára byggðarafmælis
Vestur-lslendinga. Vilhjálmur og
kona hans Margrét Þorkelsdóttir
voru I fylgd meö 70 manna hóp frá
Þjóöleikhúsinu, sem fór vestur,
ásamt Sveini Einarssyni þjóö-
leikhússtjóra. Gunnar Eyjólfsson
var fararstjóri og kynnir á sýn-
ingum hópsins og Klemenz Jóns-
son var þeim Sveini til aöstoöar.
Meö sömu flugvél og þessi hóp-
ur fóru og Komu flokkar frá Þjóö-
dansafélagi Reykjavikúr og
Glimufélaginu, og Lúörasveit
Reykjavikur var hópnum sam-
tiöa I upphafi ferðar.
— Ég held aö þessir hópar allir
hafi staöiö sig með ágætum, en
kann ekki frá þvi aö ségja i ein-
stökum atriöum, sagöi mennta-
málaráöherra. — A Islendinga-
daginn I Gimli komu þeir allir
fram og raunar oftar en einu sinni
þá 2—3 daga sem hátiöin stóð yfir.
Siöan var haldiö yfir slétturnar
um Saskatschewan og Alberta
yfir I British Columbia.
Sýningar voru i Winyard, Red
Deer, Vancouver og Seattle. Auk
þess kom Þjóðleikhúskórinn og
einstakir leikarar fram á minn-
ingarhátiöinni viö hús Stephans
G. Stephanssonar og á elliheimil-
unum á Gimli, I Selkirk, Winyard,
Foam Lake, Blaine og Van-
couver. Blaine er á landamærum
Kanada og Bandarikjanna og þar
kom hópurinn fram I garöi, sem
er báöum megin landamæranna,
á Islendingamóti, sem haldiö er á
ári hverju. I garöi þessum halda
hinar Noröurlandaþjóðirnar
einnig mót sin.
Söngurinn skildist bezt
— Þaö er skemmst frá þvi aö
segja, sagöi Vilhjálmur Hjálm-
arsson, að sýningum Þjóðleik-
hússins var fjarskalerga vel tekiö
alls staöar. A dagskránni voru
kaflar úr fimm leikritum, Jóni
Arasyni, tslandsklukkunni,
Skugga-Sveini, Pilti og stúlku og
Gullna hliöinu, ljóöalestur og
mikill söngur. Allt efni var flutt á
Islenzku, en kynnt allitarlega á
ensku milli þátta. Venjulega lauk
sýningum á þvi aö kórinn söng
þjóösöngva Kanada og tslands og
áhorfendur tóku undir.
Söngurinn var ákaflega vinsæll,
enda skyldu menn hann kannski
allra bezt. En leikritin og dag-
skráin i heild vöktu mikla hrifn-
ingu hjá löndunum vestra og
reyndar hjá enskumælandi fólki
lika.
Móttökurnar voru alveg frá-
bærar. Enginn einn Vestur-ls-
lendingur var með okkur allt I
gegn, en á hverjum staö tóku
menn á móti okkur. A nokkrum
stööum gisti allur hópurinn á
einkaheimilum, og ekki virtust
vera nein vandkvæöi á aö fólk
hýsti þó nokkra einstaklinga.
Það vakti undrun hve margir
töluöu islenzku um allar jaröir
allt vestur til Kyrrahafsins. í
Gimli söng fjölmennur barnakór
mörg lög á Islenzku meö ágætum
framburöi okkur til undrunar og
ánægju.
Þeim, sem aldrei haföi áöur
komið til Kanada, varö eftir-
minnilegt aö sjá landið, þessi
miklu og feikilega frjósömu lönd,
brot af vinnubrögöum fólksins i
sveitunum og uppbygginguna I
borgunum. Borgirnar eru mjög
Dagskrá Þjóðleikhússins vakti
mikla hrifningu hjá löndunum
vestra
Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt systkinunum Sesselju og Björgvin
Sigurfinsbörnum, sem fædd eru á Brekku i Mjóafiröi — á heimili afa
Vilhjálms — þar sem foreldrar þeirra voru i vinnumennsku. Þau syst-
kinin hittu Vilhjálm á islendingadaginn IGilmi. (Timamynd: GE).
vistlegar, dreiföar um stór svæöi
og áberandi mikiö af litlum hús-
um.
Kanadamenn rólegir
Viö, sem ekki höföum komiö til
Kanada áöur vorum öll sammála
um það, aö okkur virtist fólkiö
vera rólegt. Kom þaö okkúr nokk-
uö á óvart. Þaö virtist ekkert
strekkt og trekkt og var ekki
stundvisara en viö hér heima. ^
Viö tókum okkur hvfld i 2—3
daga og feröuðumst yfir Kletta-
fjöllin og skoöuöum okkur um.
Viö gistum tvær nætur I þorpi þar,
Salmon Arm, og vorum um kyrrt
daginn á milli. Mikla athygli
mina vöktu vegirnir þarna, sem
voru mjög góöir.
En feröin var ekki farin til aö
skoöa mannvirki heldur til aö
hitta fólk. Það sjálft og fram-
koma þess og sérlega elskulegu
móttökur verður sennilega það
sem lengst geymist i minni.
Komur okkar á elliheimilin
voru lika eftirminnilegar. Þau
eru mjög vistleg og vel búin og
viröist vel aö öllum málum þar
staöiö. I Blaine er ekki aöeins elli-
heimili heldur félagshéimili aldr-
aðra, þar sem gamla fólkiö kem-
ur saman.
Franskur og tók
undir á islenzku
Alls staöar rifjuðu menn upp
hvaöan af tslandi hinn og þessi
var ættaður. A einum staö hitti ég
hjón sem bæöi voru 95 ára, vel
hress og töluðu Islenzku. A elli-
heimili vestur viö Kyrrahaf hitt-
um viö franskan mann, sem
kvæntur var Islenzkri konu og tal-
aöi Islenzku og tók vel undir viö
kórinn I söngnum. Var okkur sagt
aö það væri ekki nóg meö aö hann
kynni Islenzku heldur heföu syst-
kini hans lært hana lika.
101 árs gömul kona, Jóhanna
Sölvason kom og færöi mér bók og
plagg, sem hún vildi aö yröi varö
veitt hér á tslandi, þar sem hún
geröi ekki ráð fyrir aö afkomend-
ur sinir heföu áhuga á þeim miklu
lengur. Var þaö félagsskirteini
fööur hennar I Hinu islenzka bók-
menntafélagi undirritaö af Jóni
forseta 1872 og fimmtiu ára af-
mælisrit Bókmenntafélagsins.
Jóhanna hefur keypt og lesiö
Timann fram undir þetta og einn
er sá maöur hér, sem hún hefur
sérstakt dálæti á, en þaö er Ey-
steinn Jónsson.
Siöasta sýning leikhússins var i
Framhald á bls. 13.
MEÐ SNAKA í VÖSUNUM
JG-Rvkt dag, laugardag, opnar
Alfreð Flóki myndlistarsýningu
i Bogasal Þjóðminjasafnsins og
er það áttunda einkasýning
hans i Reykjavik* en hann hefur
ávallt sýnt i Bogasalnum.
Alfreð Flóki er fæddur i
Reykjavik árið 1938 og gekk i
Handiða- og myndlistarskólann
og siðar stundaöi hann nám i
Listaakademiunni i Kaup-
mannahöfn (1958-1962) og hefur
siöar starfað sem myndiistar-
maður hér i Reykjavik og
erlendis.
Hann hefur dvaljö langdvöl-
um i Danmörku og hefur haldið
þar margar sjálfstæðar sýning-
Alfreð Flóki sýnir að venju
teikningar, ennfremur rauö-
kritarmyndir og pastel, en hann
er einkum kunnur fyrir hinar
fyrstnefndu.
Aðspurður um sýninguna
sagði listamaðurinn m.a. þetta.
— Þetta eru mystiskar mynd-
ir og sumar, a.m.k. þrjár hafa
kostaö mannslif (?) Þær eru
flestar nýjar af nálinni, hafa
verið gerðar á þessu ári. Ég hefi
ávallt verið áhugasamur um hiö
dularfulla. Svaf við ljós þar til
ég var 17 ára, en þá fór ég til
Danmerkur og bjó hjá konu,
sem sparaði rafmagn. Hún tók
bara öryggin úr á kvöldin og lét
þau liggja á náttborðinu sinu á
nóttunni, svo ég gæti ekki haft
ljós.
Siðan hefi ég sofið I myrkri.
Það er reyndar skemmtilegra,
þvi þá holdgast ýmsar verur og
svo getur maöur bara kveikt, ef
allt fer úr böndunum.
— Hvaöum málverk. Málaröu
aldrei máiverk?
— Jú. Ég sýni teikningar.
Alltaf teikningar, en samt mál-
ar enginn maður liklega meira
en ég meö oliulitum.
— Ég mála stundum 3 tima á
dag meö oliulitum, alltaf sömu
myndirnar. Þær eru fimm. Allt-
af þær sömu og ég held ég klári
þær aldrei, en þær eru afskap-
lega vandaðar orönar.
Mjög vönduð sýningarskrá
hefur veriö gefin út i tilefni sýn-
ingar Alfreös Flóka. Þar ritar
Ólafur Haukur Simonarson um
upphaf kynna sinna af Flóka og
segir m.a. á þessa leið:
„Þáö var i Kaupmannahöfn
fyrir um það bil 9 árum.' Ég var
úngllngsgrey á flótta undan is-
lenzka skólaKerfinu og
pyndíngameisturum þess. Al-
freð Flóki var lika ósköp sléttur
i framan, þótt hann væri þá þeg-
ar orðinn kunnur af dráttlist
sinni. Ég horföi meö lotningu
uppá þetta lánga ofraunsæa
skikkelsi, bjóst hálfpartinn við
aö snákar skriðu uppúr vösum
hans eöa hali dytti skyndilega
niður úr buxnaskálminni. En
ekkert slikt gerðist og ég fór satt
bezt aö segja aö efast stórlega
um sambönd þessa lángintesa
Alfreð Flóki sýnir í Bogasalnum
við önnur sveiflusvæði.”
Og aö lokum segir ólafur
Haukur á þessa leiö:
Siöan þetta bar til tiðinda hef-
ur Flóka aukizt kraftur og hnit-
miðun, ef hann i dag settist viö
hvitan flygil mundi ég spá fyrir
um alla kynlega tónleika.
Sýning Alfreðs Flóka stendur
frá 23. — 31. ágúst aö báðum
dögum meðtöldum og verður
hún opin frá kl. 14 — 22.
Verð myndanna er frá 60.000
kr — 150.000 kr. en ein mynd-
anna á sýningunni kostar
200.000 kr.