Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 23. ágúst 1975
Höfundur: David Morrell
Blóðugur
hildarleikur
101
umf lúið. En erjur þeirra og barátta snerist um meira en
stolt.
Eins og hvað? Ekkert nema innantómt blaður, sagði
hann við sjálfan sig. Rambo hafði aldrei ætlað sér að
sanna eitt eða neitt — né heldur að fórna sér fyrir ein-
hvern sérstakan málstað. Hann ætlaði sér aðeins að berj-
ast gegn hverjum þeim, sem reyndi að troða honum um
tær eða skipa honum fyrir. Það var allt annars eðlis.
Ekki siðferðislegs eðlis, en átti rót sina að rekja til per-
sónulegra tilfinninga. Rambo hafði mörg mannslíf á
samvizkunni. Hann lét svo sem dauði þessa fólks hefði
verið nauðsyn á sínum tíma, vegna þess að það var hluti
af stærri heild, sem reyndi að troða á rétti hans og f relsi.
Þetta fólk meinaði hans líkum að þrífast. Þó trúði hann
þessu ekki með öllu. Hann vissi vel, að í raun og veru
hafði hann of mikla ánægju af bardaganum, áhættunni
og æsingnum. Kannski voru þetta áhrif stríðsins. Verið
gat að hann væri enn uppspenntur af bardagafýsn og
gæti ekki slakað á.
Nei. Það var ekki heldur nema hálfur sannleikur.
Hann hef ði getað haft stjórn á sér — hefði hann óskað að
gera svo. En hann vildi það alls ekki. Hann var ákveðinn
í því að lifa eigin lífi — og lifa því að eigin vild. Sá sem
vildi blanda sér í það, eða hafa af því einhver afskipti
skyldi kenna hnefaréttarins. Að vissu marki hafði hann
þá barizt fyrir ákveðnum málstað. En inn í þetta
blandaðist stolt hans og ánægja yfir að sýna öðrum
hversu góður bardagamaður hann væri. Hann væri ekki
rétti maðurinn til að troða öðrum um tær. Ekki nema það
þó. Nú var hann að deyja. Enginn maður vill deyja. Á
þessari stundu hugsaði hann ekki um neitt nema málstað
og grundvallaratriði, til að réttlæta aðgerðir sínar. Bull!
Hann var aðeins að reyna að sef ja sjálfan sig og sættast
við ímynduð, óumf lýjanleg örlög. örlög, sem hann lifði
nú — á þessari stundu. Hér lá hann og hreyfði hvorki
hönd né fót til að gera eitthvað í málinu. Málsstaður og
stolt skiptu engu máli þegar litið var á það hvert stefndí.
Hann hefði átt að sinna meira brosmildum stúlkum og
njóta dásemda lífsins. Hvílíkt kjaftæði. Allt gert til að
villa hugsun hans. Hann var búinn að gera upp hug sinn
Dofinn færðist smám saman upp eftir mitti hans og
handleggjum. Þetta yrði kannski auðveldur dauðdagi og
sársaukalaus, en heldur vesældarlegur. Hann yrði
hjálparvana og sigraður án allra átaka. Hann gat nú að-
eins einu ráðið: Dauðdaga sinum. Hann ætlaði sér alls
ekki að deyja eins og sært dýr, sem skríður í felur, hljótt
og viðkvæmt, meðan líf þess f jarar srríám saman út. Nei
— þetta skyldi vera harður og snöggur dauðdagi.
Einu sinni sá hann hermenn af ættflokki einum mis-
þyrma mannslíkama í frumskóginum. Upp frá því
óttaðist hann um afdrif eigin líkama eftir dauðann.
Hann óttaðist að líkami hans myndi enn búa yf ir tauga-
næmi eftir dauðann. Þá hugsaði hann til þess með hryll-
ingi að blóðið yrði tæmt úr æðum sínum og þær fylltar
formalíni, innyflin fjarlægð og annað eftir því, Hann
velgdi við tilhugsuninni. Dauðinn olli honum minnstum
áhyggjum. En óttinn um afdrif líkamans var verstur. En
ekkert af þessu var þó hægt að gera ef ekkert yrði eftir
af líkama hans. Ef hann ly.ki þessu af sjálfur yrði
kannski ofurlítil ánægja.
Hann tók f ram síðasta dýnamítstaukinn úr vasa sfnum
og kom hvellhettunni fyrir. Svo skorðaði hann straukinn
milli buxnastrengs og maga. En hann hikaði við að bera
eld að kveiknum. Allt þetta hugsanaþrugl um guð ruglaði
málið. Þetta yrði sjálfsmorð. Fyrir slíkan verknað gæti
hann endað í víti. Ef hann trúði þá á slíkt. En það gerði
hannekki. Raunar hafði hann lengi verið í náinni snert-
ingu við sjálfsmorð. I strfðinu afhentu yfirmenn hans
honum eiturhylki, sem hann átti að gleypa til að forðast
handtöku og pyntingar. Þegar hann var svo handtekinn
veittist honum ekki tími til að gleypa pilluna. En nú gat
hann þó kyeikt í tundurþræðinum.
En ef guð væri nú til þrátt fyrir allt? Varla gat guð
áfellzt hann fyrir að halda tryggð við trúleysi sitt. Þetta
eitt átti hann eftir. Enginn sársauki. Enginn tími til
slíks. Aðeins eyðandi blossi. Slíkt var þó einhvers virði.
Dof inn var nú kominn upp undir lærkrika og hann bjó sig
undir að kveikja á tundurþræðinum. Hann leit sljóum
augum yfir sléttuna og í átt að leikvellinum — í síðasta
sinn. f eldbjarmanum sá hann óskýrar útlínur manns í
Beret-einkennisbúningi, einkennisbúningi Grænliðanna.
Maðurinn skálmaði hálfboginn í átt að honum og skýldi
sér bak við hverja þúfu og misfellu. Hann hélt á riffli.
Eða var það skammbyssa? Augu Rambos greindu ekki
lengur mismun þessara ólíku vopna. En hann sá að
maðurinn var í Grænliðabúningnum og vissi um leið að
þetta var Trautman. Um annan gat ekki verið að ræða.
Að baki Trautmans sá hann grilla í annan mann. Sá
staulaðist yf ir leikvöllinn og hélt báðum höndum um kvið
sér. Það var Teasle. Enginn annar kom til greina. f sömu
andrá rann upp fyrir Rambo, að til var betri aðferð til að
enda þennan blóðuga leik.
liU
iiiii
Laurardagur
23. ágúst
7.00 Morgunútvarp Veður-
7.55. Morgunstund barnanna
kl. 8.4.45: Jóna Rúna Kvar-
an endar lestur sögunnar
„Alfinns álfakóngs” eftir
Rothman i þýðingu Arna
Óla. Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriða.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
14.00 Á þriðja timanum Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt-
inn.
15.00 Miðdegistónleikar a.
Norska útvarpshljómsveitin
leikur „Humoreskur” eftir
Sigurd Jansen, „Valse
Bagetelle” eftir Kristian
Hauger og Svitu eftir
Christian Hartmann. b.
Renate Holm og Rudolf
Schock syngja létt lög með
Sinfóníuhljómsveit Berlin-
ar. Werner Eisbrenner
stjórnar. c.
Lansdowne-kvartettinn
leikur tónlist eftir Haydn,
Schubert og Tsjaikovsky.
15.45 i umferðinni Árni Þór
Eymundsson stjórnar þætt-
inum. (16.00 Fréttir. 16.15
Veðurfregnir).
16.30 Hálf fimm Jökull
Jakobsson sér um þáttinn.
17.20 Nýtt undir nálinni örn
Petersen annast dægur-
lagaþátt.
18.10 Síðdegissöngvar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfrégnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hálftiminn Ingólfur
Margeirsson og Lárus
Óskarsson sjá um þáttinn,
sem fjallar um íslenska
kvikmyndagerð.
20.00 Hljómplöturabb Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
20.45 A ágústkvöldiSigmar B.
Hauksson sér um þáttinn.
21.15 Tónlist eftir George Ger-
shwin William Bolcom leik-
ur á píanó.
21.45 „Heimboð” Guðrún
Guðjónsdóttir les úr ljóða-
þýðingum sinum.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
23. ágúst 1975
18.00 íþrpttir. Knattspyrnu-
myndir og fleira. Umsjón-
armaður ómar Ragnars-
son.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrá og auglýsingar.
20.30 Læknir i vanda.Breskur
gagmanmyndaflokkur.
Minningarathöfnin. Þýð-
andi Stefán Jökulsson.
20.55 Rolf Harris. Breskur
skemmtiþáttur með söng og
glensi. Þýðandi Sigrún
Júliusdóttir.
21.35 Reikistjörnurnar. Stutt,
kanadisk fræðslumynd um
sólkerfi okkar og stjörnurn-
ar, sem þvi tilheyra. Þýð-
andi og þulur Gylfi Pálsson.
21.45 Hunangsilmur. (A Taste
of Honey). Bresk biómynd
frá árinu 1962, byggð á leik-
riti eftir Shelagh Delaney.
LeikstjóriTony Richardson.
Aðalhlutverk Rita Tushing-
ham, Murray Melvin og
Dora Bryan. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
Myndin gerist I iðnaðarborg i
Bretlandi. Jo er unglings-
stúlka, sem býr hjá móður
sinni, Helenu. Þeim mæðg-
um kemur ekki vel saman.
Helen er skeytingarlaus um
uppeldi dótturinnar, og þeg-
ar hún ætlar að giftast
manni, sem Jo getur ekki
þolað, er mælirinn fullur. Jo
flytur að heiman og reynir
að sjá sér farborða á eigin
spýtur.
23.20 Dagskrárlok.