Tíminn - 23.08.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 23.08.1975, Qupperneq 16
Laugardagur 23. ágúst 1975 5ÍMI 12234 •HERRA GARÐURINN AlDALSTRfETI a SÍSI'ÓIHJR SUNDAHÖFN 1 fyrirgóóan ntai $ KJÖTIÐNAOARSTOÐ SAMBANDSINS Egypzkir og ísraelskir hershöfðingjar undirrita vopnahlésskilmáia árið 1973 — nýtt og friövænlegra skeið I uppsiglingu? r Deilur Egypta og Israelsmanna: Nýtt samkomulag lítur brátt dagsins Ijós Reuter-Alexandriu/Jerúsalem. Bjartsýni gætti i gærkvöldi um, að nýtt bráðabirgðasamkomulag milii Egypta og tsraelsmanna um frið á Sinai-skaga liti brátt dagsins ljós. Henry Kissinger, er kom til Alexandriu i gær til viðræðna við Anwar Sadat Egyptalandsforseta, kvaðst vera fremur bjartsýnn á að árangur náist i samningaumieitununum. í gærmorgun átti Kissinger fimm klukkustunda langan fund með israelskum ráðamönnum i Jerúsalem. Að fundinum loknum sagði Yigal Allon utanrikis- ráðherra, að hann væri nú vonbetri um árangur en nokkru sinni fyrr. Fréttaskýrendur telja, að nú eigi aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum i uppkasti að nýju samkomulagi. Uppkastið gerir ráð fyrir viðtækum brott- flutningi israelskra hersveita frá mikilvægum stöðum á Sinai- skaga. Á móti kemur svo, að Egyptar heita þvi að ráðast ekki gegn Israelsmönnum. Yitzhak Rabin forsætis- ráðherra upplýsti i gær, að i uppkastinu væri gert ráð fyrir gagnkvæmu viðvörunarkerfi — þannig að hvorum aðila um sig bæri að tilkynna hinum um alla liðsflutninga á Sinai-skaga eða I námunda við skagann. Þá er ljóst, að Bandarikjastjórn hefur beitið fsraelsstjórn bæði ef nahags- og hernaðaraðstoð ef af samkomulagi verður. Ennfrem- ur herma áreiðanlegar heimildir, að i bigerö sé að gera gagnkvæmt samkomulag milli Banda- rikjanna og Israels, þess efnis, að Bandarikjamenn komi tsraels- mönnum til hjálpar, ef á þá verður ráðizt. Fyrstu aðgerðir hinnar nýju stjórnar í Bangladesh: Argentískir skæruliðar sprengja skip í loft upp Þjóðarflokknum hefur ekki vegnað vel að undanförnu. Þess er skemmst að minnast, að i þing- kosningunum 1973 beið flokkurinn mikið afhroð og tapaði einum þriðja af fyrra fylgi sinu. Og nýjustu skoðanakannanir benda* til, að flokkurinn sé enn á niöur- leið. Helén sagðist hreinskilnislega ekki treysta sér til að leggja út' i enn eina kosningabaráttuna, en þingkosningar fara fram i Sviþjóð haustið 1976. Hann tók þó fram, að hann hefði tekið ákvörðun um að draga sig i hlé á eigin spýtur, en ekki gert það vegna þrýstings frá öðrum flokksmönnum. Reuter-Buenos Aires. Freygáta,, sem verið var að smiða fyrir Argentínuflota I grennd viö borgina La Plata, varsprengd l loft upp I gær. Að baki sprengju- tilræðinu stóðu vinstrisinnaðir skæruliðar og var tilefnið það, að liöin eru þrjú ár frá fjölda- morðum á félögum úr argentinskum skæruliðasamtök- um. Fjöldamoröin eru kennd við bæinn Trelew i Patagóniu, en þann 22. ágúst 1972 skutu sjóliðar, ergættusextán skæruliða, þá alla til bana. Gerðist þetta i flotastöð I grennd við Trelew. Skæruliðar hafa heitið þvi að minnast fjöldamorðanna með þvi að vinna skemmdarverk á þess- um tiltekna degi — 22. ágúst. Argentiska lögreglan var þvi viöbúin, að til tiðinda drægi, eins og reyndar kom á daginn. Sænsk stjórnmól í deiglunni: Leiðtogaskipti í Þjóðarflokknum Gunnar Helén dregur sig í hlé NTB-Stokkhólmi. Leiðtogaskipti eru i vændum i Þjóðarflokknum sænska. Gunnar Helén, er verið hefur formaður flokksins um ára- bil, skýrði frá þvi á fundi með fréttamönnum fyrr í vikunni, að hann hygöist draga sig i hlé i haust. Helén kvaðst ekki vilja tilnefna neinn sem eftirmann sinn, þvi að i þvi efni yrðu flokksmenn að hafa frjálsar hendur Margt bendir þó til, að Helén hafi augastað á ein- hverjum úr hópi yngri leiðtoga flokksins. Helén —eflaust orðinn þreyttur á mótbyr þeim, er flokkurinn hefur hreppt að undanförnu. Tveir lög- reglumenn féllu á Korsíku í bardaga við aðskilnaðarsinna, er héldu sex gíslum föngnum Reuter-Bastia, Korsiku. A að gizka fimmtiu aðskilnaðarsinnar á Korsiku — vel vopnum búnir — héldu i gær sex gislum föngnum i vörugeymsluhúsi I bænum Bastia á Korsiku. Til bardaga kom, er lögreglumenn, er umkringt höfðu húsið, lögðu til atlögu. Tveir lög- reglumcnn féllu og þrir til viðbót- ar særðust. Viðureign hermdarverka- mannanna og lögreglumannanna stóð nokkurn tima, unz þeir fyrr- nefndu gáfust upp. Gislarnir voru allir heilir á húfi, en einn aðskilnaðarsinna var sagður lifs- hættulega særður. SPENNA I PORTÚGAL Reuter-Lissabon. Francisco Costa Gomes Portúgaisforseti tók i gær i sinar hendur stjórn portúgölsku Iögreglunnar. Valdatakan fór fram, um leið og andstæðingar Vasco Goncalvesar forsætisráðherra úr hópi hermanna og stjórn- málamanna hittust, til að leggja á ráðin um myndun nýrrar stjórnar i Portúgal. Talsmaður forsetans, sagði, að hann hefði séð sig knúinn til að taka þetta skref vegna þess .ótrygga stjórnmálaástands, sem nú rikti i Portúgal. Ræðst gegn spill ingu og óhófi Reuter-Dacca. Hin nýja stjórn i Bangladesh hefur gripið til rót- tækra ráðstafana I þvi skyni að koma á meiri strangtrúnaði I landinu. Þetta fylgir i kjölfar þeirrar yfirlýsingar, að Bangla- desh muni i framtiöinni taka upp nána samvinnu viö Arabarfki og önnur riki múhameðstrúar- manna. Stjórnin hefur aflýst öllum opinberum móttökum, og bannað allt prjál, þ.á.m. marglit ljós og blómaskraut. I upphafi viröist stjórnin hafa einbeitt sér að þvi að uppræta spillingu i landinu meðal embættismanna og skera niður rikisútgjöld. Þetta hefur leitt til þessað verölag á helztu matvæla- tegundum hefur lækkað — og áreiðanlegar fréttir herma, að fá- tæklingar geti fengið ókeypis að borða. Annars er ástandið. i Bangla- desh aö mestu óbreytt. Frétta- maður Reuter-fréttastofunnar segir t.d., að hræðileg sjón blasi við, þegar gengið sé um götur fá- tækrahverfanna i Dacca. Hvar- vetna hópist ung börn — sem ekk- ert séu nema skinn og bein — að vegfarendum og rétti fram hend- ur i von um ölmusu. En aðrir ibúar þessara hverfa séu svo máttfarnir, að þeir liggi fyrir og biöi einskis nema dauðans. Hin nýja stjórn hefur sett sér það mark að ráða bót á þessu ömurlega ástandi undir kjörorð- unum: Þjóðfrelsi, lýðræði, jöfnuöur og frjálsræði. Fátækrphverfi I Dacca — ófagrar lýsingar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.