Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 29. ágúst 1975 Bændur í Eyjafjarðar sýslu hafa hæstu tekjur í bændastétt ÖB-Reykjavik. Talsvert hefur verið um kvartanir til Græn- metisverzlunarinnar að undan- förnu vegna skemmdra kartaflna. Jóhann Jönasson, for stjóri Grænmetisverzlunarinnar, tjáði Timanum, að þarna væri um að ræða kartöflur sem fluttar voru inn frá Belgiu, en nýjar kartöflur eiga að koma á markað- inn i dag. Jóhann sagði, að frá þvi i júli hefðu verið á markaðnum kartöflur frá Italiu, Hollandi og Belgiu. Itölsku kartöflurnar, sem komu fyrstar á markaðinn — i júli — hefðu reynzthinar ágætustu en siðan komu kartöflur frá Belgiu, sem reyndust mikið skemmdar. Jóhann sagði, að ástæðan fyrir skemmd þeirra væri sennilega sú, að þær hafi ekki þolað með- ferðina i flutningum og/eða skemmzt i verzlununum. Hann sagði að allt ytra útlit þeirra hafi verið mjög eðlilegt og mætti benda á,- að Grænmetisverzlunin starfrækir 50 manna mötuneyti og tæki jafnan til sinna þarfa kartöflur sem færu á markaðinn hverju sinni. Ekki urðu menn mötuneytisins varir neinna skemmda i kartöflunum en hins- vegar hefðu borizt kvartanir um þessar umræddu kartöflur. Sagði Jóhann að kartöflur væru nú uppurnar og voru nýjar og betri kartöflur komnar á markaðinn i þeirra stað en þær þrutu nú i vik- unni, en þær eru Hollenzkar. Skip kom i gær með kartöflufarm frá Hollandi. Hvatti Jóhann fólk til að gæta vel að dagsetni,ngu vörunn- ar, sem væri greinilega stimpluð með rauðu letri á pokana. Græn- metisverzlunin sinnir hverri búð . 2-3 i viku og þvi væri ónauðsyn- legt hjá kaupmönnum að taka meira en seldist á þeim tima sem liður á milli. Að lokum sagði Jóhann Jónas- son að útlit með kartöfluuppskeru væri ekki gott hjá bændum sunnanlands i ár, sakir bleytu og sólarleysis. Búizt er þó við, að nýja islenzka uppskeran komi á markaðinn fljótlega upp úr næstu mánaðarmótum. Skemmdar kartöflur frá Belgíu voru á Mikið iifandis skelfingar ósköp er gott að geta tyllt sér niður, þótt á harðan steininn sé, eftir rölt um kietta og klungur og öræfasand- inn, sem smýgur gegnum hverja flik og niður I skóna — og dýfa fótunum niður i blessaða Iaugina og finna vatnið, volgt og mjúkt, gæla viö vöðva og tær, svo að iifsstraumurinn færist um æðarnar á ný og veitir manni þrek til að risa upp að nýju og halda áfram göngunni yfir kletta og klungur, og öræfasandinn — þangaö til hleginni er lokið og maður snýr baki við Hveravöllum og öræfun- um og allri dýröinni og heldur aftur heim á leið, þar sem hiö dag- lega amstur heltekur mann á ný. Tlmamynd: Gunnar. markaðnum hérlendis Nýjar kartöflur á markað í dag FJ-Reykjavní. A vegum land- búnaðarráðuneytisins starfar nú nefnd, sem á að gera tillögur tii ráðuneytisins um áætlanagerð i landbúnaði. Á vegum nefndarinn- V Sportval selur veiðileyfi I nokk- ur eftirsótt og skemmtileg veiðivötn, og i gær hitti Veiði- hornið hann Jón Aðalstein að máli og innti hann eftir þvi, hvaða vötn þetta væru, og hvemig veiði væri þarna. Langavatn i Borgarfirði Langavatn er eitthvert þekkt- asta veiðivatn á landinu, og veiðist bezt i þvi á vorin og seint á haustin. Umhverfi vatnsins er hið fegursta, og slá menn gjarna upp tjöldum við vatnið og stunda veiðiskapinn, þvi að þarna er alltaf reytingsveiði. Kvað Jón Aðalsteinn það eftir- tektarvert, að það væri alltaf sama fólkið, að heita mætti, sem keypti veiðileyfi þarna, ár eftir ár. Veiðileyfin kosta 500,00 krón- ur yfir daginn. Vatnsholtsvötn á Snæfellsnesi Vatnsholtsvötnin eru þrjú talsins, og liggur 'á á milli þeirra. Þarna er ágæt veiði, og veiðist bæði lax og silungur, og þvi kostar leyfið 2000,00 krónur á dag. Má segja, að veiði- skapurinn byrji þarna fyrir al- vöru viku af ágúst, og fer siðan stígandi eftir það, og mikill sjó- hirtingur er i vötnunum á haust- in. Eyrarvatn Eyrarvatn er ofan við Fer- stiklu, og veiðileyfi þar eru mjög eftirsótt, enda veiðist bæði lax og silungur i vatninu. Veiði- leyfin kosta 800,00 krónur fyrir hálfan daginn og 1200 krónur fyrir allan daginn. KFUM hefur vatnið að hluta, þ.e.a.s. eystri hluta vatnsins, en veiðiley fin i Sportvali gilda fyrir vesturbakkann. Veiðihornið innti Jón Aðal- stein eftir þvi, hvaða veiði- búnaður væri mest notaður i vötnum þessum, og svaraði hann þvi til, að það væri erfitt að gera upp á milli flugu, spúns og maðks, það væri ósköp svipuð notkun á öllu þrennu þarna. Og þegar talað er um spún, þá er það Toby og ekkert annað, — enda er Toby langmest selda tálbeitan, fyrir utan fluguna. Það er ekki aðeins fagurt við vciði, sérstaklega á haustin. Langavatn — þar er lika góð ar hefur m.a. verið gert úrtak af tekjum bænda i landinu og sýnir það, að meðaltekjur bænda þetta ár voru 556.146 krónur, en hæstu tekjur voru i Eyjafjarðarsýslu — 679.403 krónur að meðaltali á bónda. Þá kom það og fram, að meðalbústærð á lpndinu var 334 ærgildi. Stærstu búin eru i Rangárvalla- sýslu 447 ærgildi, en minnstu búin i Strandasýslu 205 ærgildi. Hæstu tekjur eru i Eyjafjarðarsýslu 679.403,00 krónur að meðaltali, en lægstu tekjur i Gullbringusýslu 407.235,00, en þar er ekki nema um 29 bændur að ræða. Næst lægstu tekjur eru i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 445.286,00 að meðaltali. Það kemur i ljós i þessari skýrslu að það er ekki beint samhengi milli bústærðar annarsvegar og tekna hinsvegar og munar þar mjög miklu á. T.d. er Strandasýsla tiltölulega há i tekjum eða yfir meðaltal, þó svo að hún hafi minnsta bústærð og öfug dæmi má finna um sýslur semliafa stór bú en tekjur tiltölu- lega lágar i hlutfalli við bústofn- inn. Þannig er nokkuð augljóst að bústærðin er ekki einhli’tur mæli- kvarði á afkomu bænda. UTSALA A NAUTAKJÖTI FB-Reykjavik. Utsala á nauta- kjöti hefst á mánudaginn. Nauta- kjötsverðið lækkar þá um 45% frá þvi sem nú er. Stendur þessi út- sala i hálfan mánuð og tak- markast við það, að seld verði 200 tonn af ungnautakjöti. Framleiðsluráð land- búnaðarins hefur aldrei áður skráð smásöluverð á nautakjöti, en samkvæmt upplýsingum Agnars Guðnasonar hjá Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins hefur nú verið ákveðið, að verð á nautakjöti i III verðflokki verði kr. 340iheilum og hálfum skrokk- um. Kaupi fólk afturpart, er kilóverðið kr. 477, en sé um fram- part ræða, er verðið kr. 229.00. Verð á kjöti í IV. verðflokki verður i heilum og hálfum Verð á afturparti pr. kg. er kr. 445 og á framparti kr. 209.00. Hér er um að ræða 140 kr. lækkun á heilssöluverði, miðað við kió. Kjötið er greitt niður af verðjöfnunarsjóði, og stendur þessi útsala ekki nema i hálfan mánuð, eða þar til þessi 200 tonn hafa selzt upp, ef aðþað verður fyrr en hálfur mánuður er liðinn. Nýr sýslu maður í Stranda- sýslunni Forseti Islands hefur hinn 27 þ.m., að tillögu dómsmálaráð herra, veitt Rúnari Guðjónssyn fuiltrúa embætti sýslumanns Strandasýslu frá 1. septembei 1975 að telja. Ungi Akureyr- ingurinn látinn FYRIR nokkrum dögum lézt á gjörgæzludeild Borgarspitalans 17 ára pilt- ur, Arnþór Gautason að nafni, af völdum meiðsla, er hann hlaut i umferðarslysi á Akureyri fyrir u.þ.b. mán- uði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.