Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 29. ágúst 1975 Föstudagur 29. ágúst 1975 TÍMINN Þetta er annaö dæmi um endurnýjun, þar sem húsafriðunarsjónar- miöiö hefur hreiniega gleymzt. Þetta er hús Einars Þorgeirssonar f Hafnarfirði. Húsiö hefur veriö tekiö i gegn og endurnýjað ytra, en um leið er þaö rúiö sérkennum slnum og skrauti, sem er ósaðskiljanlegur hluti af arkitektur þess. Þó má segja sem svo, aö enn sé hægt aö bjarga þessu, t.d. meö þvf aö færa glugga og annaö I upprunalegu gerö sina. Þetta er táknrænt dæmi um gildi húsafriöunarstarfs. Ef fram- kvæmdir heföu dregizt eitt ár eöa tvö, má ætla aö eigendur hússins heföu fært þaö til upphaflegrar geröar og þess viröuleika er fylgdi húsinu frá fyrstu tiö. Eitt af þvi nýjasta, sem maöur- inn hefur fundiö upp á, er aö göm- ui hús séu betri en ný, gömiu húsahverfin, full af skeifingu og ógn, myrkri og órækt séu i raun og veru menningarleg verömæti, sem beri aö varðveita og um- gangast af mildi og varúö. Þetta er ekki einasta á íslandi, þar sem ungmenni og alls konar kverulantar, eöa menningar- snobbarar mynda fjölefli lögleg- um byggingayfirvöldum til traf- ala og borgaryfirvoldum til ama. En þessir hópar hafa völd, mik- il völd. Þeir komu i veg fyrir að Seðlabankinn fengi að byggja ut- anum peningakistla sina og skuldabréf, og þeir hafa — enn sem komið er a.m.k. — komið i Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráöherra. Beitti sér fyrir lagabreytingu og kom hús- friöunarsjóöi á laggirnar 8 milljónum veröur variö til húsa- friöunar á næsta ári. Ingvar Glslason, alþingismaöur. Flutti tillögu á alþingi um hús- friöunarsjóö. veg fyrir að Bernhöftstorfan yrði rifin, eða flutt burtu, og þeir munu I vaxandi mæli halda áfram að skelfa stjórnmálamennina — sem reyndar voru ekki of kjark- miklir fyrir. Það sem einkennir þessa I- haldssömu fjöldahreyfingu fyrst og fremst er, að við hana eru orð- uð þau öfl, sem annars telja sig boöbera frjálslyndis á sem allra flestum sviðum, og borgir sér- fræðinganna, Breiðholtsjökull, Fossvogshverfi, Álfheimar og hvað það nú annars heitir, viröist skelfa þetta fólk meira en orð fá lýst og þá snúa menn sér i ör- væntingu að gömlum kofóttum húsum, sem reist voru á skútu- öldinni, eða i upphafi járnskipa- aldar og nú berjast stálætur — dapurlegir tæknifræðingar á móti skáldum, listamönnum og öðrum tilfinningamönnum, sem verja vilja borg sina götu fyrir götu, hús fyrir hús. Húsfriðunarár Evrópu i Norræna húsinu 1975 Um þessar mundir stendur yfir I Norræna húsinu sýning, sem haldin er i tilefni af Húsfriðunar- ári Evrópu 1975, en húsafriðun er ekki einasta stunduð á íslandi, heldur i öllum meiriháttar rikjum Evrópu. Pólverjar endurreistu Gdansk, sem Hitler sprengdi i loft upp. Það tók mörg ár, en loks hafði Kadlubovsky tekizt að setja alla steinana á sinn stað aftur. Sama gerðu fleiri þjóðir, og er ekki grunlaust að þessi húsafrið- unaralda eigi rætur sinar að rekja til styrjaldarinnar, enda minna tilviljanakenndar sprengingar striðsins óneitanlega á húsarif nútimamannsins. Þrjár sýningar Norræna húsið minnist Húsfrið- unarárs Evrópu með sýningu i kjallara hússins. Þar eru reyndar starfandi þrjár sjálfstæðar sýn- ingar. í aðalsal er likan af Bern- höftstorfunni, unnið af Sigurði örlygssyni, listmálara og Torfu- manni. Þar er predikunarstóll og fleira úr Bessastaðakirkju, ásamt prentuðu skoti á húsameistara rikisins (þáverandi) þar sem hann er gagnrýndur fyrir að hafa rifið inventar kirkjunnar og eyði- lagt það. Svo eru ýmsir munir úr Uppsölum, húsi sem stóð framan við Herkastalann á horni Túngötu og Aðalstrætis. Meginefninu er siðan komið til skila með ljósmyndum af göml- um, merkilegum húsum, sem sum eru horfin. Þá tekur við pólitisk sýning, sem er öll á spjöldum. Hún heitir Norræni timburhúsabærinn. Þar er timburhúsið skilgreint i nútim- anum á áhrifamikinn hátt. Gefinn er út fjölritaður bæklingur, þar sem gengið er i örfáum orðum út frá setningum eins og t.d.: 3. ,,En viö getum ekki búið i söfnum”. 4. ,,Ég hefi búið I gömiu hreysi, og veit vel hvernig það er. Börnin min skulu ekki þurfa að alast upp i fátækrahverfi”. 5. „Gömlu hverfin laða að sér félagsleg vandamáj” og .s.frv. Innst er svo litskyggnusýning, þar sem annars vegar er bent á ýmislegt athyglisvert i húsagerð á íslandi, en hitt augaö er með myndir frá Bernhöftstorfunni og málningunni, sem þar var framin I fyrra. Hörður Ágústsson, listmálari við eina myndanna á sýningunni I Norræna húsinu, enHörður sagði á þessa leið: Það er eftirtektarvert, að tslendingar kölluðu fyrsta arkitekt sinn tónskáld. Þaö var Helgi Helgason. Hann teiknaði öll þessi hús og I þessu var hann fæddur, sagði hann og benti á einlyft hús I Þingholtunum. Rætt m.a. við Hörð Agústsson umhúsfriðun og möguleika eldri húsa til að varðveitast á grund- velli sínum í landlausri höfuðborg Skipulagsleysi einkenni athafna Það virðist einkum vera árang- ur varðveizlumanna, að menn eru nú yfirleitt sammála um, að sum gömul hús sé æskilegt að varð- veita. Agreiningurinn er miklu fremur um það, hvaða hús séu verðmæt og hvaða hús ekki. Þeir sem lengst vilja ganga, vilja engu breyta, allt á að vera eins og það var. Hinir, sem skemmra eru á veg komnir, vilja varöveita heil- leg hverfi og einstök hús þá i safni eins og Árbæjarsafninu, sem þeg- ar hefur sannað ágæti sitt. En þrátt fyrir allt, þá kemur maðurinn með kúluna oft, snemma morguns og enn eitt húsið er horfið úr bænum, nýtt ör er i andliti hins forna bæjar. Menn geta bent á slys, sem orðiö hafa, bent á ýms mistök og eyðileggingu, en höfum við mótað raunverulega stefnu? Hefur okk- ur tdcizt að fá almenning til liðs við húsafriðun? Rætt við Hörð Ágústsson Páfi húsaíriðunarmanna er Hörður Agústsson, listmálari, sem unnið hefur ómetanlegt starf á þessu sviði. Hann sá um uppsetningu sýningarinnar i Nor- ræna húsinu, og við hittum hann að máli á dögunum og spurðum hann fáeinna spurninga um varöveizlu gamalla húsa. Fyrst spuröum við. — Eiga menn að búa á einhvers konar söfnum? — Það hafa verið uppi tvö sjónarmið i húsafriðun. Að við- halda húsum á staðnum, þar sem þau voru reist, eða flytja þau i safnhverfi eins og t.d. Árbæ Með þessu er ekki verið að skikká menn til að búa á „söfn- um” heldur gerum við ráð fyrir að fólk haldi húsunum við, og þá i upprunalegri gerð þeirra, en menn koma með sinn isskap, sjónvarp og heimilistæki. Raunin er lika sú, eins og þér er líka kunnugt, að fólk vill einkum ungt fólk — búa i gömlum húsum, og það hefur komið sér ótrúlega vel fyrir i þeim og skapað sér það vistleg, þægileg heimili, sem i engu gefur eftir nýjum ibúðum. Þetta fólk hefur ekki aðeins tekið tillit til húsanna sem menningarsögulegra gripa, heldur hefur það lika innréttaö sig á nútimalega visu. Hús sem „verða“ að hverfa — Hínu er svo ekki að leyna.að sú staða kemur upp, að gamalt hús er raunverulega fyrir, og verður að vikja af stað sinum og grunni. É get nefnt sem dæmi, aö skipulag fyrir Reykjavfk frá 1963 gerir ráð fyrir ákveðinni sam- gönguæð gegnum bæinn, sem átti að leggja að velli tugthúsiö, amtmannshúsið, sem þegar er horfið og Uppsali, en það hús er einnig horfið. dagsstil, heldur er þetta nýtizku hús.en það er af hóflegri stærð og án þess yfirlætis, sem svo oft ein- kennir ný hús á íslandi. Þetta hús ergottdæmium það,hvernig unnt er að byggja hús^ sem fellur inn i gamalt hverfi. Húsið er i senn ákaflega kurteist, og samt nútimalegt, en um leið gott dæmi um nýtt hús i gömlu hverfi. Gallinn hefur verið sá, að við höfum alltaf fengið svo vonda hluti inn I gömlu hverfin. Þegar þetta dæmi er skoðað — að nútimalegt hús getur fallið að gömlu umhverfi, þá freistast maður til að ala þá von, aö óbyggðar lóðir i gömlu smáhýsa- hverfunum megi nýta fyrir ný hús lika, án misþyrminga. — Við getum sem sé byggt þarna með aðgæzlu og flutt til hús á óbyggðar lóðir. Stöðugt skemmdar starf er unnið á gömlum húsum — Nú hljóta allir að sjá, að þótt hús séu ckki rifin, eða flutt af grundvelli sínum, þá er unnt að reita sérkenni þeirra burt, breyta þeim og afskræma þau. Hefur nokkuð verið gert til þess að varð- veita ytra útlit húsa t.d. I Reykja- vík? — Þetta er að minu viti ein af hinum brennandi spurningum er varða húsafriðun almennt, þvi hún snertir ekki aðeins ibúa húsanna og yfirvöldin, heldur alla vegfarendur og alla bæjarbúa, að ekki sé talað um höfunda húsanna. Það verður að segjast eins og er, að kurteisi manna gagnvart þessum hlutum hefur verið áfátt. 1 þessu tilfelli, þar sem um er að ræða löggerning, sem við ráöum ekki við, þá vil ég fá eitt- hvað af svoleiðis húsum i Ár- bæjarsafn eða á annan stað. Mér kemur til hugar til dæmis, að ef til vill gætum við flutt slik hús á óbyggðar lóðir i gömlu hverfun- um, til þess að þétta þau hæfilega. Annars fá þau á söfn, ef þau hafa byggingasögulegt gildi. Kurteist hús i gömlu hverfi — Nú eru I gömlu hverfunum óbyggðar lóbir. Hvað á að gera viö þær? — Það á auðvitað að nýta þess- ar lóðir undir hús. Hitt er svo annað mál, að þess hefur ekki verið gætt sem skyldi, að húsin féllu inn i hverfismyndina. Þau þurfaaövera af svipaðri, hóflegri stærð og þau mega ekki skera sig úr. Tvö sjónarmið hafa komið upp til að fylla skörð i gömlum húsa- hverfum. Að flytja þangað gömul hús, sem eru fyrir af skipulags- ástæðum, og svo að reisa ný hús. — Það er hægt að nefna mörg dæmi um að hús hafa verið reist i gömlum hverfum, þar sem þau nýju eru til spillis, en við getum lika bent á góða hluti, t.d. hús, sem Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt hefur byggt á horni Njarðargötu og Bergstaðastrætis. Hróbjartur hefur reist sér nýtizku hús, sem ekki er i neinum gamal- Eigendur hinna gömlu húsa eru stöðugt að vinna skemmdarstarf á húseignum sinum og bygginga- sögulegum verðmætum. Menn nema burtu pósta úr gluggum, nema brott skraut af húsum og eftir standa húsin rúin einkennum sinum og fegurð. — Þó vil ég taka það fr^m, að það hefur komið fram skriður i hina áttina, að menn hafa breytt viðhorfum sinum til húsanna og jafnvel eru þess dæmi að menn séu byrjaðir að fara i hina áttina aftur, sumsé að færa húsin frem- ur i' upphaflegt form, en breyta þeim. Hinir siðasttöldu eru þvi miður enn of fáir. — Við erum einmitt með á þessari sýningu að reyna að gera samanburð — fyrir og eftir, þar sem tekin eru hroðaleg dæmi um breytingar á húsum og svo sýnum við lika góða hluti, þar sem hús- um er haldið við i sinni uppruna- legu gerð. Frumvarp Ingvars Gislasonar, alþingis- manns, og Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráðherra. — Nú hafa fengizt peningar til hiisafriðunar með nýjum lögum? — Já, það má segja sem svo. Saga þessa máls er sú, að á árun- um 1967—’68 voru þjóðminjalögin endurskoðuð. Var þá felldur inn i þau nýr þáttur um húsafriðunar- mál. Var þá komið á sérstakri nefnd, sem heitir húsafriðunar- nefnd, en henni er ætlað að sjá um friðun húsa. Nefndin er skipuð eftir sérstök- um reglum og hún hefur starfað i nokkur ár. Rögnvaldur ólafsson, arkitekt, var okkar fyrsti arkitekt f nútima- skilningi. Húsavlkurkirkja var fyrsta kirkjan sem reist var eftir hann og þykir hún meö fegurstu kirkjubyggingum hér á landi. Þessi mynd er af Hjaröarholtskirkju I Dölum, sem einnig er eftir Rögnvald og er hún talin fyrsta kirkjan, sem hann teiknaöi, þótt hún væri byggö sföar. Hann mun hafa teiknað hana á skólaárum slnum fyrir séra ólaf ólafsson I Hjarðarholti. Rögnvaldur skrifar séra Ólafi, vini slnum, og segist vera aö gera eitt- hvaö alveg sérstakt I kirkjustll og þetta var útkoman. — Þetta afgreiöir okkar kynslóö nú svona, sagöi Höröur Agústsson, þeir augnstinga kirkjuna, mála hana I ferlegum litum, og svo er hún auk annars illa leikin innra klædd meö trétexi og er máluð meö plast- málningu. Þessa kirkju þarf aöfæra I upphaflegu gerö slna. Dæmi um góöan hlut. Landshöföingjasetrið viö Þingholtsstræti. Húsiö er endurnýjaö og býr aö fyrstu gerö, ytra sem innra. Hinumegin við götuna er franska sendiráöiö, sem einnig býr aö fyrstu gerö. Þetta er dæmi um góöa hluti. Það kom hins vegar fljótt i ljós, að þessi húsafriðunarnefnd hafði enga fjármuni undir höndum og gat i rauninni litið aðhafzt, eða liðsinnt fólki, sem vildi vinna að friðun. Ýmsum ágætum mönnum var þetta ljóst og m.a. flutti Ingvar Gislason, alþingismaður frum- varp um sérstakan húsafriðunar- sjóð, en út úr þvi kom það, að. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra flutti breytingartillögu við þjóðminja- lögin, þar sem þessari sjóðsstofn- un var komið fyrir i þjóðminja- lögum og sjóðurinn sem ber heit ið húsafriöunarsjóöur var settur undir stjórn húsafriðunar- nefridar. Þessi lög tóku gildi nú i vor og mun sjóðurinn taka til starfa nú um áramótin. Þetta er mikið framfaraspor, þvi að þá er unnt i nokkrum mæli að aðstoða fólk við að lagfæra og koma sinum húsum til upphaf- legrar aðgerða. Mig minnir að nú verði til ráðstöfunar i þessu skyni um 8 milljónir króna. Sjóðnum er ætlað það hlutverk að aðstoöa við geymd menningar- sögulegra húsa. Torfan getur skilað hagnaði. — Svo vikið sé aö lokum aö hinni frægu Bernhöftstörfu. Er hugsanlegt, aö unnt sé að endur- byggja torfuna og koma henni i leigu, sem staöiö gæti undir kostnaöinum viö endursmlöina? — Svo er talið. Við höfum gert rikin ákveöin tilboð þar að lút- andi. Teljum að ef fé fæst til endursmiði, þá megi koma upp þama mjög skemmtilegri starfs- stöð. Þarna má reka kaffihús, listvinnubúöir, verkstæði marg- vislegra handverksmanna -og fl. þess háttar. Það er mjög veiga- mikið að húsin séu notuð, séu i tengslum við lifið I borginni og það á að vera meginstefnan að gömul hússéu notuð til sinna upp- haflegu þarfa, sagði Hörður Agústsson að lokum. Jónas Guðmundsson. HÚSFRIÐUNARÁR EVRÓPU 1975 SÝNINGUNNI LÝKUR UM HELGINA Litið inn á stórmerka sýningi j í Norræna húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.