Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 29. ágúst 1975 TÍMINN 19 Fulltrúum gefenda og stjórn samtakanna sýnd meðferö sjúklings á þjálfunarbekk, sem er eitt af þeim tækjum, sem Oddfeilowar gáfu. Rausnarleg gjöf í TILEFNI 40 ára afmælis Odd- fellwostúkunnar Þórsteins á sfð- astliðnum vetri, gáfu þeir Sam- tökum astma- og ofnæmissjúkl- inga ellefu hundruð þúsund krónur, til kaupa á tækjabúnaði o.fl. til endurhæfingar- og með- ferðarstöðvar fyrir astmasjúkl- ingæ: Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefur lánað húsnæði undir starfsemina og tekið að sér rekstur stöðvarinnar. Þriðjudaginn 29. júli afhentu forráð.'.menn Oddfellowstúkunn- ar Þórsteinssamtökunum tækin, þar sem þau eru komin i notkun i húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 i umsjón Jóninu Guðmundsdóttur forstöðukonu. Með tilkomu þess- arar stöðvar ætti að vera unnt að sinna mun fleiri öndunarfæra- sjúklingum en áður, og fækka legudögum á sjúkrahúsum. Þrír drukknir þjófar í ökuferð Veltu bílnum, komu honum aftur í d hjólin og óku burt J.K.-Egilsstöðum.— I fyrrakvöld valt bilaleigubifreið frá Neskaup- stað við Unulæk, sem er rétt inn- an við Egilsstaði. Þrir piltar höfðu tekið bilinn á leigu á Nes- kaupstað og óku honum áleiðis til Egilsstaða, en þá vildi óhappið til. Þeir voru ekkert að tvinóna við hlutina, heldur veltu bilnum við með aðstoð ungs pilts, sem á Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum ----HLOSSIf-------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verilun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrilstola KRON auglýsir Verzlanir vorar verða lokaðar á laugar- dögum til októberloka. Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis. KÓPAVOGUR Framsóknarfélögin i Kópavogi hyggja á eins dags ferð sunnu- daginn 7. september. Nánar auglýst siðar. þetta horfði skelfingu lostinn, og óku strax á brott. Piltinum fannst þetta undarleg hegðan og gerði lögreglunni viðvart. Lögreglan á Egiisstöðum náði piltunum innan tiðar og færði þá til Egilsstaða. Þar kom i Ijós, að i bilnum voru nokkur segulbandstæki, útvarps- tæki og kassettur, sem þeir höfðu tekið ófrjálsri hendi i verzluninni Stál h.f. á Seyðisfirði og i Sölu- skálanum á Egilsstöðum. Piltarnir reyndust vera undir áhrifum áfengis. Játuðu þeir á sig innbrotin og var sleppt i gær, eftir að hafa hlotið dóm fyrir stuldinn. m Electrolux Frystikista 410 Itr. & síiir^rjfaií?* ¥ Electrolux Frystlkista TC 14S 410 litra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. UTANLANDSFERÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI Ferð til Vínarborgar 4. til 15. sept. Af sérstökum á- stæðum hefur ver- ið ákveðið að lengja ferðina til 15. sept. Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við flokks skr if stofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrifstofunni. Simi 2-44-80. Allra siðustu for- vöð að tryggja sér far. Sumarhátið Framsóknarmanna i Arnessýslu veröur haldin að Arnesi 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðsson ráðherra og Gerður Stein- þórsdóttir kennari. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur, Baldur Brjánsson töframaður skemmtir og Anna Vilhjálms syngur með Stuðlatriói, sem leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. f Arnessýsla Kjördæmisþing á Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. ágúst. Þingið hefst kl. 14. Héraðsmót í Neskaupstað Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi veröur haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. Ómar Ragnarsson, hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Halli og Laddi flytja nýja skemmtidagskrá. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Héraðsmót í Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafiröi verður haldið að Miðgarði 30. ágúst og hefstþaðkl. 21. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF flytja ræður. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carls Billich. Gautar leika fyrir dansi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.