Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. ágúst 1975
TtMINN
7
Sigfús Halldórsson
í Borgarnesi
Sýnir 30 vatnslitamyndir
í Borgarnesi um helgina.
Allar myndirnar málaðar af
motifum þar í hænúm.
Rætt við tónskáldið, sem verður 55 ára
á sunnudaginn
Sigfús Halldórsson,
tónskáld og listmálari
heldur málverka-
sýningu i Borgarnesi um
þessa helgi. Sýningin
verður i barnaskólanum
i Borgarnesi og verður
opin á laugardag og
sunnudag.
Timinn hitti Sigfús að
máli á dögunum, og
hafði hann þetta að
segja um sýninguna i
Borgarnesi:
Málaði í
Borgarnesi
— Ég verö þarna meö 30 myndir,
Frá Borgarnesi, ein af myndunum á sýnlngunni aft þvl er okkur
var tjáft, er vift heimsóttum Sigfús á dögunum.
Sigfús 'Halldörsson vift sjávarmynd innan af Sundum
og eru þær allar málaöar i
Borgarnesi af mótifum i Borgar-
nesi. Þær eru flestar unnar núna i
sumar. Ég hefi verið að skjótast
þangaö og mála og teikna, en hefi
farið með löndum, þvi aö ég þekki
marga og hætt er við að timinn
fljúgi hjá manni, ef maður hittir
marga kunningja og minna verði
þá Ur málverkinu.
Ég var i Munaðarnesi á dögun-
um og dvaldist þá oft i Borgar-
nesi og vann að myndum.
— Hvernig er að mála í Borgar-
nesi?
— Það er ágætt. Ég hefimálað
þar fyrr og þekki ágæt mótif.
Borgarnes er þó dálitið sérstakt ,
þvi að þetta er ekki sjávarpláss i
venjulegum skilningi, þ.e. fisk-
verkun og fiskibátar, en landslag
er fjölbreytilegt og Hafnarfjallið
er miklu maleriskara en þig
grunar. Mér fannstþetta aðeins
vera svört klessa fyrst, en það
breytist, þegar maður fer að
skoða það, og sjórinn og áin og
vogarnir gefa staðnum sérkenni-
legan svip. Það liggur við að
maöur geti bara setið á stól þarna
og málað i allar áttir.
Það hjálpar lika mikið hversu
snyrtilegt allt er þarna, að bæjar-
bragurinn hefur ákveðinn stil.
— Hvers konar myndir eru þetta
sýningunni?
— Þetta eru allt vatnslitamyndir.
55 ára afmæli
tónskáldsins
— Ætlarðu nokkuð að halda
tónleika, eða syngja fyrir Borg-
nesinga?
— Ég veit það ekki alveg.
Auðvitað er sjálfsagt að taka
lagiö, eða spila. Ég verð 55 ára.
Einhverjir vinir minir hafa haft
það við orð að koma uppeftir um
það leyti sem sýningin lokar og
þá getur allt skeð. En það er þó of
snemmt að segja frá þvi.
— Þú hefur áður haldið svipaðar
sýningar?
— Já, ég hefi haldið nokkrar
sýningar úti á landi og þá aöal-
lega eða einvörðungu af myndum
frá þessum sömu stöðum. Menn
hafa ánægju af að sjá hvernig
bæjarbragur og húsin koma fram
á málverkum. Mér hefur ávallt
þótt maleriskt I þorpum og bæj-
um úti á landi, og maður kemst
i sérstakt hugarástand við mál-
verkið. Þú sérð ávallt eitthvað
nýtt, og eins og þetta með Hafnar
fjallið, sem hefur haft alveg
makalausáhrif ámig,eftir að ég
byrjaði að mála það.
Ný lög væntanleg
— Nokkur ný tónverk?
— Það er alltaf eitthvað nýtt að
verða til og margt er i deiglunni.
Eftir þvi sem verkin verða
umfangsmeiri, tekur þetta lengri
tima að færa þau i eilifðarfötin
Það er ekki nóg að einn maður
leiki þau af fingrum fram heldur
verður að ganga frá verkunum á
viðunandi hátt, rita þau niöur og
annað slikt. Hver veit nema eitt-
hvaö nýtt komi fram á þeim vett-
vangi bráöum. JG.
Alfhild Ramböll
Ef myndlist telst til iþrótta,
þá telst myndlistin á íslandi lik-
lega til vetrariþrótta, a.m.k. sú
hliðin er að almenningi snýr.
Sýningar eru á vetrin, fara af
stað á haustin með rekneta-
bátunum, og þegar vertiðarflot-
inn tekur upp seinustu netin á
vorin, þá hætta sýningar.
Sum söfn reyna þó að halda
uppi dapurlegum sumarsýning-
um fyrir ferðamenn og flugur.
NUna er þetta lfklega eitthvað
aö breytast. Ekkert lát hefur
verið á myndlistarsýningum i
sumar, og þótt þær hafi auðvit-
að verið misjafnar að gæðum,
þá hefur þó margt slæðzt með
ákaflega skemmtilegt, og nægir
að minna á yfirlitssýninguna á
verkum Eyjólfs J. Eyfells, sýn-
ingu Braga Ásgeirssonar,
Veturliöa og fl. þvi til stuönings
að vertiðarblærinn sé að fara af
myndlistinni og hún sé að veröa
heilsárslist, a.m.k. I höfuðborg-
inni.
Saumakona austan
úr Danmörku
Alfhild Ramböll sýnir tau-
myndiri anddyri Norræna húss-
ins um þessar mundir. Satt að
segja bjóst maður ekki viö allt
of miklu. Hvað gat saumakona
austan úr Danmörku átt I
farangri sinum nægjanlega
heillandi til þess að ganga eftir
þvi meö vindinn og regniö I
fanginu út i Norræna hús? Varla
mikið.
En eins og Alfhild Ramböll
ALFASAUMUR I NORRÆNA HUSINU
kom sinni eigin þjóð i sumar-
skap með list sinni, svona allt i
einu upp úr þurru, ekki aðeins
almenningi, heldur lika harm-
þrungnum listasafnsforstjór-
um og gagnrýnendum, þá kom
hún með sumarfögnuð til ís-
lands, og lfklega einhverja þá
ágætustu myndlist, sem Nor-
ræna hUsið hefur flutt inn lengi.
FrU Alfhild Ramböll er kona á
miðjum aldri og er einhvers-
konar sUperstjarna i danskri
myndlist um þessar mundir.
HUn notar litaðar tuskUr, eða
klæöisbúta, sem hún saumar á
striga, eða hörgrunn. EfnisbUt-
um er raðað saman, og siðan
eru þeir saumaðir niður á
jöðrunum yfir sveran þráð, sem
lagður er yfir samskeytin.
FrU Alfhild hefur ekki fundið
þessa aðferð upp, klippimyndir
hafa verið til lengi, lika á ís-
landi og má m.a. nefna klæði frá
Reykjum i Tungunesi, sem talið
er vera frá þvi um siðaskipti og
er til sýnis i Þjóðminjasafninu i
suðausturhorninu á 1. hæð.
Vefnaður hafinn
til virðingar
A hinn bóginn er það stað-
reynd, að frá Alfhild Ramböil
hefur þessa list til nýrrar
Ein af myndum Alfhild Ramböll, sem nú eru sýndar I anddyri
Norræna hússins. Myndin er 84x123 cm aft stærft.
viröingar og tiltrUar. Um hana
og list hennar segir dr. Kund
Voss i ritgerð m.a. á þessa leið:
„Fútúristarnir töldu aö járn
og gjall, stál og garn og allt þar
á milli gæti þjónað sem efnivið-
ur og tæki þeirri þróun, sem er
fóigin I sköpun listaverksins og
varanleika þess, — boðskap sál-
ar, persónuleika, til annarra i
iistrænu formi. Vefnaður, járn,
og á seinni árum acryl og margt
annað, hefur hlotið sömu viður-
kenningu og efniviður á fyrri
öldum, og stendur að engu leyti
að baki hins kiassiska,
marmaranum og og oliulitnum.
Það sem úr sker, og hið eina
sem úr sker, er hæfni efniviðar-
ins til að miðia áhrifum. Með
leifturhraða hefur ALFHILD
RAMBÖLL stigið upp á
stjörnuhimininn. Siðustu þrjú-
fjögur árin, hefur hún
„múciserað” af fögnuði
hjartans og ljóðrænum huga.
Ekki með oliuiitum, ekki með
pensli, heldur með lituðum
kíæðisklippum á lérefti. Og þvi-
likur hæfileiki til skýrieika og
jafnvægis I myndbyggingu!
Hvergi I myndinni gætir skorts
á öryggi. Og sviphöfn myndar-
innar er eitt langt og unaðslegt
sumar I litadýrð.”
Undir þetta geta allir góðir
menn tekið.
Hitt er svo annað mál, að um
sumt hljóta menn að efast:
Hversu lengi endast þessar
myndir? A maður að senda þær
I efnalaug, þegar þær rykfalla.
Hvernig endist liturinn, verða
þær dæmdar inn í djúp rökkur
safnanna, dæmdar frá ljósi og
lifi um alla eilifð?
Við þekkjum dæmi um vatns-
litamyndir, sem hafa horfið af
veggjum okkar i langt ferðalag
með sólinni, og þær koma aldrei
til okkar aftur. Litir smá dofna,
og svo að lokum er ekkert eftir,
fölur pappirinn og litklæðin og
dUkarnir minna okkur á hrakið
hey sem gulnar, þvi að næringin
er horfin með regninu og vindin-
um.
Þessvegna hvetjum við til
varUðar i umgengni við ljósið,
þar sem myndir frú Alfhild
Ramböll eru annarsvegar, enda
þótt engar myndir séu ef til vill
skyldari sólinni og birtunni en
einmitt þær.
FrU Alfhild Ramböll mun ekki
hafa stundað listnám. List
hennar er þvi ekki skólagengin,
þannig séð, heldur hefur hún
fikrað sig áfram á listabraut-
inni. Ekki mun heldur vera
mjög langt siðan hún hóf þessa
myndgerð, og hlýtur maður þvi
að undrast öryggið, eða breidd-
ina. Henni virðist aldrei mistak-
ast, og engin mynd ber um of af
öðrum. Þær eru lika blessunar-
lega lausar við þann stirðleik, er
oft þrúgar hannyrðir kvenna,
sem reyna að brjótast frá
góbelini og rósasaumi vikublað-
anna i eitthvað sjálfstæðara.
Það var fengur að þessari
sýningu, og enn hefur Norræna
húsið sannað ágæti sitt.
Jónas Guðmundsson