Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif /dh BBU ¦¦¦¦¦ I I Landvélarhf 195. tbl. — Föstudagur 29. ágúst—59. árgangur TARPAULIN RISSKEMMUR HF HORÐUR GUNMARSSON SKÚLATÚNI 6 -SI'MI (91)19460 V-Þýzk eftirlitsskip hafa elt varðskipin Gsal-Reykjavlk — 1 sambandi við könnun þá, sem nú er i gangi á vegum dómsmálaráðuneytis, utanrikisráðuneytis og Land- heigisgæzlunnar, vegna þeirra fuliyrðinga, að vestur-þýzk eftir- litsskip i Islandsmiðum gefi togurum sinum upp staðar- ákvarðanir islenzku varðskip- anna, — verður, að sögn ólafs Walters, skrifstofustjóra dóms- málaráðuneytisins, leitazt við að íæra fullkomna sönnun ;i, að siikt eigi sér raunverulega stað. — Við höfum oft og mörgum sinnum kvartað við okkar ráðu- neyti undan háttalagi V.-þýzku eftirlitsskipanna, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, I gær. — Eftirlitsskip- inhafa hreinlega elt varðskipin I allt sumar, og við vitum að þau gefa togurum upplýsingar um ferðir okkar, sagði hann enn fremur. Ólafur Walter, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, sagði að þessa dagana væri verið að safna gögnum i málinu, en ekki kvaðst hannhafa á reiðum höndum svör við því, hvað gert yrði að lokinni gagnaöflun. — Já, við höfum rökstuddan grun um það, að v-þýzku eftirlits- skipin gefi togurum sinum upp staðarákvarðanir varðskipanna okkar, — en hins vegar er það miklum erfiðleikum bundið að sanna þetta, sagði Gunnar Ólafs- son hjá Landhelgisgæzlunni i við- tali við Timann i gær. Sagði Gunnar, að eftirlitsskipin fylgdust mjög náið með ferðum varðskipanna og veittu þeim oft eftirför. Kvað hann Landhelgis- gæzlumenn oft hafa heyrt skip- stjórnarmenn v-þýzku skipanna senda togurunumupplýsingar um varðskipin. Á miðunum kringum tsland eru að öllu jöfnu stödtí tvö v.-þýzk eftirlitsskip, þótt stundum komi fyrir að þau séu fleiri, að sögn Gunnars. Tvö brezk eftirlitsskip eru einnig á Islandsmiðum, en Gunnar kvað þau ekki gefa togur- um sinum upplýsingar um ferðir Islenzku varðskipanna. — Þetta er bæði ósmekklegt og ruddalegt af skipstjornarmönn- um v-þýzku eftirlitsskipanna, sagði Gunnar. Hann gat þess jafnframt, að það væri tvennt ólfkt, hvað Landhelgisgæzlumenn vissu um geröir Þjdðverjanna, og hvað þeir gætu sannað á þá fyrir rétti. — Hins vegar er það staðreynd, að skipin sigla á eftir varðskipun- um og gefa togurum sinum upp allar stefnubreytingar og hraða- breytingar varðskipanna, sagði Gunnar Ólafsson. Hvaliátur í eyði — aðeins þrjár eyjar enn í byggö á Breioafiroi TIMINN GEFUR ÚT HÁTIÐAR- BLAÐ í TILEFNI 30 ÁRA AFMÆLIS STÉTTARSAMBANDSINS Timinn hefur gefið út sérstakt blað I tilefni 30 ára afmælis Stéttarsambands bænda, en I kvöld verður afmælisins sér- staklega minnzt með hátiðar- samkomu að Laugarvatni, þar sem aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1975 hófst I morgun. Þetta hátiðarblað Timans er 48 slður að stærð. Meðal efnis þess er ávarp landbúnaðarráð- herra, Halldórs E. Sigurðsson- ar, en hann var einn af fulltrii- um á stofnfundi sambandsins fyrir 30 árum. Asgeir Bjarnason ritar afmæliskveðju frá BUnaðarfélagi íslands, Sæ- mundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, skrifar yfirlitsgrein um sögu sambandsins, og itarlegt viðtal er við Gunnar Guðbjarts- son, formann Stéttarsambands- ins. Þá er grein um fyrsta for- mann sambandsins, Sverri Glslason i Hvammi, og viðtal við Erlend Einarsson, forstjóra SIS, um tengsl Sambandsins og bændastéttarinnar. Einnig er I blaðinu fjöldi mynda og linurita, sem skýra Islenzkan landbúnað og stöðu hans f íslenzku nútima- þjdöfélagi. Loks er i blaðinu listi yfir stærstu bú á landinu. Forsiða hátiðarblaðs Timans FJ-Reykjavik. Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst i dag að Laugarvatni, en þar var stofnfundur sambandsins haldinn fyrir 30 árum. Kjörriir fulltrúar á fundinum eru 46, en auk þeirra hefur stjórn Stéttarsambandsins boðið þeim 26 stofnfélögum, sem enn eru á lifi, til fundarins. Stofnfundur Stéttarsambands bænda fyrir 30 árum var haldinn i hiisakynnum Héraðsskólans að Laugarvatni, sem myndin hér fyrir ofan er af. Aðalfundurinn nú er hins vegar haldinn i hiísnæði Menntaskólans að Laugarvatni. Tefur reglu- gerð síldveið ar fyrir Suð- austurlandi? Ö.B. Reykjavik. — t gær lann út skilafrestur á umsöknum um sildarsöltunarleyfi, er sfldarút- vegsnefnd veitir. Leyfin eru ætluð söltunarstöðvum, er hyggjast fullverka sfld, sem veiðist fyrir suðvesturlandi, og bátum, sem veitt verður leyfi til sildveiða á þeim miðum. Blaðið hafði samband við Gunnar Flóvenz, forstjóra sildar- Utvegsnefndar, og spurðist fyrir um fjölda umsókna. Ekki kvaðst Gunnar vera reiðubúinn að svara þessari spurningu að svo stöddu, þvl að menn hefðu hringt viðs vegar af landinu til þess að fá skilafrest. SjávarUtvegsráðuneytið fram- lengdi umsóknarfrest til handa Utgerðarmönnum, sem hyggjast senda báta slna á herpinótaveiðar fyrir suðausturlandi, til 5. sept. vegna reglugerðar, sem Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða gaf Ut fyrir skömmu. Kom reglugerð þessi ýmsum að óvörum, þvi þar er strangt kveðið á um, hvernig sildin skuli verkuð um borð, og er þvl ekki sýnt, hvort allir þeir, er lagt höfðu inn umsóknir til herpi- nótaveiðanna, geta fullnægt ákvæðum reglugerðarinnar. Síldveiðarnar fyrir Suðaustur- landimega hefjast 15. september. Eyfirzku bændurnir hafa það bænda bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.