Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 29. ágúst 1975 LÖ GREGL UHA TARLNN eftir Ed McBaines Þýðandi Haraldur Blöndal — Lögreglusveit 87, Meyer leynilögreglumaður taíar, sagði hann. — Cowper lögreglufulltrúi verður skotinn til bana annað kvöld — nema ég fái fimm þúsund dollara fyrir hádegi, sagði mannsrödd.— Ég læt vita meira seinna. — Hvað þá.... sagði Meyer. En maðurinn var búinn að leggja á. AAeyer leit á klukkuna. Hún var 4.15 eftir há- degi. Þegar Steve Carella leynilögreglumaður kom inn í skrifstofuherbergi stöðvarinnar kl. 4.30, þennan sama eftirmiðdag, kallaði Byrnes flokksforingi hann inn á skrifstofu sína. Byrnes sat við skrifborð sitt. Tveir gluggar voru á herbergi hans. Byrnes tottaði vindil og var yf irmannslegur í bragði. Hann var klæddur grárönd- óttum fötum, ögn dekkri en höfuðhár hans. Bindið var svart með gulllitum röndum. Skyrtan var hvít og svolítill eplagrænn málningarblettur á annarri erminni. Á hægri hönd var hann með skólahring með rauðbrúnum steini, en giftingarhring á þeirri vinstri. Hann bauð Carella kaffibolla, og þegar hann jánkaði því boði, hringdi hann á Miscolo skrifara og bað hann að koma með annan kaf f ibolla. Því næst bað hann Meyer að segja Carella f rá simhringingunni í sem gleggstu máli. Meyér var tæpar tíu sekúndur að skýra frá inntaki símtalsins. — Er þetta allt og sumt? spurði Carella. — Já, meira var það nú ekki. — Einmitt það. — Hvað heldur þú um þetta, Steve? sðurði Byrnes. Carella sat á skrif borðskantinum. Borðið var rispað og illa farið. Carella var hár og grannvaxinn maður. Þessa stundina leit hann út eins og flækingsræfill. Innan skamms myndi hann fara að ráfa um myrkar göturnar og hola sér niður í húsasundi, angandi af brennivíni og með þá ósk æðsta, að einhver reyndi að kveikja í sér. Tveim vikum áður hafði verið kveikt í RAUNVERU- LEGUM flækingi. Þar voru að verki skemmtanaglaðir unglingar. I síðustu viku varð enn annar f lækingurinn ó- fús bálköstur þessara villinga. I þetta sinn beið maður- inn bana. Sökum þessa hafði Carella eytt undanförnum nóttum liggjándi í húsasundum og skotum. Hann lék róna og óskaði þess, að reynt yrði að kveikja í sér. Hann var með þriggja daga gamalt skegg. Hvassir og grófir skeggbroddarnir á kjálkum hans voru samlitir brúnu hári hans. En skeggvöxturinn var strjáll, og heild- arrhyndin var því heldur óf ullkomin. Rétt eins og losara- leg mynd óreynds listamanns. Augun voru brún. Carella gældi við þá hugsun, að augnaráð sitt væri skarpt. En augu hans voru sem augu gamals manns. Tjásulegt skeggið, margra daga óhreinindi, sem safnazt höfðu á enni hans og kinnar, og ræfilslegur útgangurinn juku enn á þessa mynd. ör var á andliti hans, sem virtist vera að gróa. Þetta var ávöxtur snilldarlegrar andlitsförðunar. Carella virtist einnig vera lúsugur. Byrnes ók sér og klóraði, ósjálfrátt. Raunar fór ósjálfráður kláði um alla, sem í herberginu voru. Carella snýtti sér, áður en hann svaraði spurningu f lokksforingjans. Vasaklúturinn, sem hann dró upp úr rassvasanum á skítugum buxunum, virtist helzt fenginn úr einhverju skolpræsanna. Carella var með nefrennsli, og snýtti sér því rausnarlega. Það má nú ganga of langt í leikaraskapnum, hugsaði Meyer með sér. Carella tróð snýtuklútnum aftur í buxnavasann og sagði svo: — Vildi hann tala við einhvern sérstakan? — Nei. Hann romsaði þessu öllu út úr sér um leið og ég sagði til nafns. — Kannski er þetta gabb eitt, sagði Carella. — Það gæti verið. — En hvers vegna velur hann okkur? Byrnes var f ullur efasemdar. Þetta var líka góð spurning. Verið gat að maðurinn væri EKKI að gabbast. Verið gat að hann ætlaði að myrða Cowper lögreglufulltrúa, nema hann fengi fimm þúsund dollara fyrir hádegi næsta dag. En hvers vegna hringdi hann í lögreglusveit 87? í þessari ágætu borg voru margar lögregluskrifstofur, sem ekki var verið að mála í marzbyrjun. Það var að minnsta kosti vonandi, að svo væri. Á öllum þessum lögreglu- stöðvum voru leynilögreglumenn, sem ræktu starf sitt af sömu elju og festu og þessir ágætu menn, sem nú sötruðu síðdegiskaff ið sitt og látu daginn líða. Allir þessir menn þekktu lögreglufulltrúann jafn vel og þessir verðir lag- anna. Hvers vegna varð þá 87. lögreglusveitin fyrir val- inu? Þetta var góð spurning. Hún átti það sammerkt með öllum góðum spurningum, að henni varð ekki fljótsvar- að. Miscolokom inn með kaffiðog innti Carella eftir þ.ví, hvenær hann ætlaði í bað. Við svo búið fór hann aftur ■1 íl ■ j]Tí lllllllllllí ■ l::i I Föstudagur 29. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna 8.45 Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar” eftir Enid Blyton (5) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað viö bændur kl. 10.05. Morgunpoppkl. 10.25 Morg tónleikar kl. 11.00: Wieck- trióið leikur Trió i g-moll fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Klöru Wieck- Schumann/Sinfóniuhljóm- sveitin i Pittisburg leikur Sinfóniu nr 4 „Itölsku sinfóniuna” eftir Mendelssohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan „i Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason Örn Eiðsson les (23) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn. 17.10 „Lifsmyndir frá liðnum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur.Höfundur les 18.00 „Mig hendir aldreineitt” stuttur umferðarþáttur i umsjá Kára Jónassonar. Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóii neytenda. Þórunn Klemensdóttir hag- fræðingur talar um mögu- leika á ódýrari innflutningi. 20.00 Strengjakvartett nr. 2 eftir Benjamin Britten. Allegri-kvartettinn leikur. 20.30 Um landmælingar og fornmenningu. Einar Páls- son flytur erindi. 21.10 Kórsöngur. Kammerkór finnska útvarpsins syngur kórlög eftir Vaughan Williams og Max Reger, Harald Andersen stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Og hann sagði ekki eitt einasta orð” eftir Heinrich Böll Böðvar Guðmundsson þýddi og les ásamt Kristinu Ólafs- dóttur (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. iþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 29. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Minningar frá steinöld Bresk fræðslumynd um frumbyggja á Nýju Gineu og lifnaðarhætti þeirra. Einn úr hópi frumbyggja segir frá æskuárum sinum og viðbrögðum fólksins, þegar hvitir menn tóku að setjast að á meðal þess. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. Þulur Stefán Jökulsson. 21.25 Þjóðlagastund Vilborg Arnadóttir, Heimir Sindra- son og Jónas Tómasson syngja þjóðlög og lög i þjóð- lagastil. Fyrst á dagskrá 18. janúar 1971. 21.50 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. 5. þáttur. Alice Sheree. Þýö- andi Kristmann Eiðsson. 22.40 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.