Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 29. ágúst 1975 Þetta er í ættinni Þessi glæsilega dökka stúlka heitir Agnes Mugambwa og er frá Uganda, og getur hún sér gott orð i London við sýningar- störf. Hún er frænka Elizabetu prinsessu frá Toro i Uganda, sem er lika fræg tizkusýningar- stúlka. Annars varð Elizabeth heimsfræg, þegar Amin, ein- ræðisherra gerði hana að utan- rikisráðherra, og dáði hana mjög. Samskipti þeirra enduðu þó þannig, að öttazt var um lif hennar, því að hann rak hana úr embættinu vegna einhvers mis- sættis milli þeirra og þá hvarf Elizabeth um tima og enginn .vissi hvað af henni hafði orðið. Siðar kom hún fram aftur og var þá heil á húfi. Agnes segir, að þótt hún sé nú eftirsótt og mikið látiö með hana i London I tizku- heiminum, þá ætli hún samt ekki að sleppa sinni góðu vinnu sem bókari hjá stóru fyrirtæki. — Það er svo mikiö öryggi I þvi að hafa trausta vinnu, segir hún. o Tvíburar Þaö er sagt heldur sjaldgæft að tvö folöld fæðist samtimis, en hryssan hér á myndinni getur sannarlega verið stolt, þvi hér er hún með folöldin sin tvö, sem komu i heiminn samtimis. Hryssan er af þvi sem kallað er i ★ myndatextanum Trakehner- kyn, og hefur verið ræktað i Þýzkalandi allt frá árinu 1732. Upphaflega var farið að rækta þetta hrossakyn i borginni Trakehner i Austur Prússlandi, og hélt sú ræktun áfram allt fram til ársins 1945, þegar rækt- unin fluttist til Saxlands og Schleswig-Holstein. Þar er nú hvað mest af þessu hrossakyni i dag. * Brúargjöld íþdgu góðs mdlefnis t V.-Þýzkalandi er venjulega æitlunin að leyfa fólki að nota götur, hraðbrautir, brýr, jafn- vel nýju jarðgöngin undir Elbe nálægt Hamborg, án þess að greiða gjald fyrir. En nú fyrir skömmu þegar vigð var ný brú yfir Neckar i Reutlingen notuðu borgarfeðurnir sér gamla reglugerð frá árinu 1822 um að til þess að mega fara yfir brú veröi' fólk að borga gjald. Þeir settu upp gamlan klefa, létu brúarvarðmann og ungar stúlk- ur klæðast sögulegum búning- um og heimtuðu inn brúarpen- inga af vegfarendum. Tekjun: um af þessu tiltæki, sem urðu yfir 10.000 niörk, var siða,n ráð- stafað til „Fatlaðra barna”. Myndin sýnir fólkið á brúnni skim-a eftir nýju fórnarfambi. DENNI DÆMALAUSI ,,Þá það ungi maður, ef þú endi- lega vilt hjálpa til..„" „Hvernig heldurðu að þetta hjálpi Wilson?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.