Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. ágúst 1975 TÍMINN 3 Hlutur íslenzkra verði semmestur í framkvæmdum á Grundartanga Hvallátur í eyði — AÐEINS ÞRJÁR BREIÐAFJARÐAREYJAR EFTIR í BYGGÐ Iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, skrifaði i gær stjórn tslenzka járnblendifélagsins h.f. svofellt bréf: „Varðandi undirbúning og byggingu járnblendiverk- smiðjunnar vill ráðuneytið taka eftirfarandi fram: 1. Ráðuneytið telur sjálfsagt, að Drukknaði í Meðal- fellsvatni Gsal-Reykjavik — Sfðari hluta dags I gær varð hörmulegt slys á Meðalfellsvatni I Kjós, er bát hvolfdi á vatninu með þremur mönnum innanborðs. Tveimur mannanna tókst að ná landi, en sá þriðji drukknaði. Allar fregn- ir af þessum atburði voru mjög óljósar í gærkvöldi, en leita átti mannsins fram undir myrkur. Nafn mannsins verður ekki birt að svo stöddu. Ekkert lögbann í Vísismáli BH-Reykjavfk. — Hjá bæjar- fógetaembættinu á Seltjarnarnesi var i gærkvöldi kveðinn upp Ur- skurður i lögbannskröfu, sem gerð hefur verið á heiti nýs dag- blaðs, sem til stendur að gefa út i höfuðborginni á vegum Sveins Eyjólfssonar, Jónasar Kristjáns- sonar o.fl., en blað þetta er nefnt Nýr Visir að frjálsu dagblaði i Reykjavik, og er það útgáfufélag dagblaðsins Visis, sem gerir lög-. bannskröfuna. Úrskurður fógetaembættisins á Seltjamarnesi var á þá leið, að hin umbeðna lögbannskrafaskuli ekki ná fram að ganga. Málið heyri ekki undirfógetaembættið á Seltjamarnesi. Ölafur Jónsson kvað upp skurðinn. ur- islenzkt vinnuafl starfi að framkvæmdum við undirbúning og byggingu verksmiðjunnar, svo sem frekast er unnt. 2. Vinnubúðir og aðrar vistar- verur verði byggðar i samræmi við islenzkar venjur og aðstæður. 3. Lögð verði áherzla á vinnuvernd, hollustuhætti og ör y g g i s r á ð s t a f a n i r á vinnustöðum. 4. Útboðum verði hagað þannig, að Islenzk fyrirtæki eigi þess kost að bjóða i verk eða einstaka verk- hluta og islenzk iðnaðarfram- leiðsla njóti forgangs, svo sem kostur er. 5. Stefnt sé að því, að mannvirki verði smiðuð og reist af innlend- um aðilum, þegar viðunandi boð fást. 6. Við staðarval vinnubúða og annarra vistarvera verði haft i huga framtíðarnotagildi þeirra, eftir þvi sem unnt er. 7. Islenzkum ráðgjafaaðilum verði falin hönnun allra þeirra mannvirkja, er þeir geta með gó&uaóti annað.” SJ-Reykjavik. — Þjóðfélagið hefur ætlazt til þess lengi að við flyttum Ur Hvallátrum. Það hefur verið yfirlýst stefna sem unnið hefur verið að markvisst. Byggðin hefur ekki fengið að þróast eðlilega i Breiðafjarðar- eyjum, og við höfum ekki fengið okkar hluta af almannafé. Unga fólkið finnur sárar fyrir þessu en við sem eldri erum, og það haslar sér völl annars staðar. Svo fórust orð Aðalsteini Aðal- steinssyni skipasmið, sem er fæddur og uppalinn i Hvallátrum og hefur búið þar nær allan sinn aldur,en hann og kona hans Anna Pálsdóttirogátta börn þeirra eru nýlega flutt burt Ur eyjunni, og einnig bóndinn þar, Jón Daniels- son, stjUpi Aðalsteins og kona hans Jóhanna Friðriksdóttir, en eldri hjónin eru bæði á áttræðis- aldri. NU eru aðeins tvær eyjar i byggð allt árið í Flateyjarhreppi, Flatey og Svefneyjar. Einnig er bUið allt árið i einni ey i mynni Hvammsfjarðar, Brokey i Skóga- strandarhreppi. 1 nokkrum eyj- um er fólk á vorin og sumrin. Til dæmis um það má nefna, að 1946 var hætt að búa i Hergilsey allt árið, en siðasti bóndinn þar og fólkið þaðan hefur lifað á eynni alla tið siðan. Að sögn Aðalsteins Aðalsteinssonar kann það að hafa áhrif I þá átt að Breiðafjarðar- eyjar fara i eyði, að fólkið sem á eignarráðyfir þeim, þarf að lifa á eyjunum eftir að það er flutt burt. Ýmsir landeigendur hafa háar tekjur af hlunnindunum, sem fylgja eyjunum i Breiðafirði, æðarvarpi og selveiði. Og sé aðstaða í eyjunum til að hafast þar við vor og sumar, geta eig- endur auðvellega nýtt þau, eftir að þeir eru fluttir burt. —Við hjónin höfðum ekki hug á að fara frá Hvallátrum, og stjúpi minn og hans kona hefðu helzt kosið að vera þar meðan þau hafa heilsu til, sagði Aðalsteinn Aðai- steinsson. — I vetur blasti við að bömin fimm, sem enn voru bUsett hjá okkur yngri hjónunum, þurftu öll að fara i skóla, og þá hefðum við verið tvö ein i kotinu, og það er of • • GOTUUOS, SEM SETT VORU UPP MED TILKOMU HÆGRI UMFERÐAR, ORÐIN ÚRELT fátt i eyjabyggð. Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur allt til þessa unnið að skipa- smlðum i Hvallátrum. Hann hef- ur smiðað eina 30 báta allt að 10 tn að stær \ og má sjá handverk hans viðsvegar um land. Hann hefur einnig mikið unnið að við- gerðum á bátum, og tak- markaðist stærðin við súðbyrðinga, þ.e.a.s. um 10 tn báta stærst. Undanfarin ár hefur Aðalsteinn verið verkstjóri við hafnargerð á sumrin á vegum Vita- og hafnamálaskrif- stofunnar. Bóndinn i Hvallátrum hefur verið Jón Danielsson, svo semmáður var sagt. Hann sér nú kostajörð fara i eyði, en hlunnindi af eyjunni i sumar voru á þriðju milljónkrónaaðverðmæti,50 kiló af dún og um 90 selir. Til uppfyllingar hafði Jóneinar 50 ær og kýr til heimilisþarfa. Fé Jóns er nU i Djúpadal i Austur-Barða- strandarsýslu, en þar hefur það verið að sumrin i margar fjár- kynslóðir. Ekki kvaðst Aðalsteinn vita, hvort stjúpi hans fargaði öllu fé sinu eða eitthvað af þvi færi til dóttur hans og tengda- sonar, sem búa i Flatey. — Ég hef ekki unnið við búskapinn, sagði Aðalsteinn — en börnin min hafa alizt upp við þessi fjölbreyttu landbUnaðar- störf, og það getur vel verið að þau hjálpi afa sinum og ömmu, ef þau kjósa að nytja eyjarnar að einhverju leyti eitthvað áfram. Þeir Jón og Aðalsteinn voru bornir og barnfæddir i Hval- látrum, en Jóhanna Friðriks- dóttir er Dalamaður að ætt, Anna Pálsdóttir er ættuð af Ströndum, en alin upp i Reykhólasveitinni. — Þótt aðstaða sé á margan hátt önnur I eyjum heldur en á meginlandinu, tel ég það ekki ástæðuna til að þær fara i eyði, heldur félagslegu aðstæðurnar og samgöngurnar, eða öllu heldur samgönguleysið sagði Aðal- steinn. — Við getum t.d. litið á Vestmannaeyjar. fólkið var fljótt að ilytja þangað aftur. Og i Hrisey og Grimsey t.d. er traust byggð. En ibúar þessara dreiföu eyja á Breiðafirði hafa staðið höllum fæti i viðskiptum sinum við samfélagið. Það hefur veriðunnið rikulega að þvi að þær færu i eyði. Aöalsteinn Aðalsteinsson er nú viö störf að Reykhólum, en fer til Reykjavikur i haust, hvað sem slöar verður. Jón Danielsson er kominn til Reykjavikur. Fólkið er sem sagt farið úr Hvallátrum og bUiö aö flytja búslóð þess þaðan að nokkru leyti. Gsal-Reykjavik. — Eins og Reykvikingar hafa ef- laust tekiö eftir, er búið að fjarlægja umferðarljósin á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Alfheima, en um mánaðarskeið voru þau gerð óvirk til að fá sönnur á það, að þau væru með öllu óþörf. — Eina breytingin er raunar sú, að umferðin virðist ganga öllu greiðar núna, sagöi Asgeir Þór Asgeirsson hjá umferðardeild gatnamálastjora, er Timinn hafði tal af honum. Asgeir upplýsti okkur um það, að áðurnefnd um- ferðarljós heföu verið sett upp, þegar hægri umferðin tók gildi á íslandi árið 1968. — Þaö hefur lengi verið nokkurn veginn vitaö, að þessi ljós væru til frekar litils gangs, sérstaklega þar sem lítil umferð var Ur Alfheimunum austur Suðurlandsbraut — en menn álitu I upphafi, aö hún yrði meiri en raun varð á, sagði Asgeir. Timinn innti Ásgeir eftir þvi, hvort einhver áform væru uppi um að setja upp umferðarljös á nýjum stööum i Reykjavik. — Já, það hefur komið til tals að setja upp ljós á gatnamótum Grensásvegar og Skeifunnar, en á þeim gatnamótum hefur alloft myndazt umferðaröng- þveiti. Þá hefur og verið rætt um að setja upp um- ferðarljós á gatnamótum Borgartúns og Kringlu- mýrarbrautar. Þar þyrfti einnig að gera breytingar á gatnamótunum, þ.e.a.s. aukaakrein fyrir vinstri beygjuna til suðurs, — og þar af leiöandi þyrfti að breikka Borgartúnið á talsverðum kafla. Asgeir gat þess, að ljósin á gatnamótum Lauga-' vegs og Skólavörðustlgs hefðu bilaö alloft, og margir álitu, að umferöin gengi öllu betur þegar þau væru óvirk. — Þessi ljós eru mjög þýöingarmikil fyrir gangandi vegfarendur, sagði Asgeir, sérstaklega þá sem fara vilja yfir Laugaveginn — og þaðgetur alltaf komið til vandræða á háannatlmanum, þegar um- feröin er mest niður Laugaveg,” sagði hann. Ásgeir sagöi, aö nú væru I pöntun hjá umferöar- deildinni umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur, og að rætt hefði verið um að setja ein slik upp viö Elli- heimiliö Grund á Hringbraut. — Það gæti orðið nokkur aukning á þeim ljósum hér I Reykjavik þvíaö þauhafa reynzt vel,” sagði Ásgeir að lokum. Smíði olíuborunarpalla fyrir Norðmenn: LANDSBOTNS- RANNSÓKNIR REYÐARFIRÐI w I Gsal-Reykjavik — Nú eru að hefjast rannsóknir á vegum Iðnaðarráðuneytis og Orku- stofnunar i Reyðarfirði, vegna hugsanlegrar smiði oliu- borunarpalla þar fyrir Norð- menn. Að sögn Arna Snævars, ráðuneytisstjóra i Iðnaðarráðu- neytinu, er rannsóknin fólgin I athugunum á landbotni Reyðar- fjarðar næst sjó, tii að komast að raun um það, hve djúpt væri niður á fast berg. og hvaða jarð- lög væru þar. Ami kvað að svo stöddu ekki gert ráð fyrir neinum borunum. Hugmyndin er að smiða pallana i firðinum og draga þá síðan út á Norðursjó. Hins vegar þurfa að fara fram itarlegar rannsóknir á þvi, hvort fjörðurinn er nægi- lega djúpur til þess að hægt sé að draga pallana út á rúmsjó, en aö sögn Arna rista pallarnir fullsmiðaðir niður á 80-100 metra dýpi. Að sögn Arna virð- ist Reyðarfjörður hagkvæmur sakir mikils dýpis og rýmis i botni fjarðarins, en rannsóknir munu þó leiða frekar i ljós. hvort f jörðurinn fullnægir ölíum skilyrðum i þessu sambandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.