Tíminn - 09.09.1975, Síða 20

Tíminn - 09.09.1975, Síða 20
SÍM1 12234 ■HERRA EAW3URINN AdD AL5TR*flETI 3 SIS-FÖÐIJR SUNDAHÖFN \í?2 fyrirgódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Tyrkland: Rúmlega tvöþúsund farast í jarðskjálfta — stór svæði leggjast í rúst og þúsundir eru heimilislausir Reuter Ankara — Að minnsta kosti tvö þúsund manns munu hafa látið lifið i jarðskjálftanum mikla I suðaustur Tyrklandi á laugardaginn. Tala hinna látnu er þó ekki endanleg og er jafnvel bú- izt við, að hún eigi eftir að hækka töluvert enn. Bærinn Lice varð einna verst úti I jarðskjálftanum, en þar var álitið, að um eitt þús- und manns hefðu misst lífið, en I bænum bjuggu 8 þúsund manns. Bærinn er allur I rústum og stend- ur þar varla steinn yfir steini. Jarðskjálftinn reyndist vera tæp- lega sjö stig á Richter kvarða, en smájarðskjálftar hafa verið siðan á laugardag á öllu svæðinu og i gærdag mældust nokkrir vægir jarðsk jálftakippir. Mikill fjöldi manns hefur starf- að að björgunaraðgerðum siðan á laugardaginn, en I gær var enn ekki hægt að segja til um, hve margir hefðu látið lifið, en ljóst er,að þeireru a.m.k. rúmlega tvö þúsund. Þúsundir manna hafa misst heimili sin og mörg hundruð slasazt. Yfirvöld lands- ins hafa komið upp bráðabirgða- Finnsk her- flugvél fórst Reuter—Kuopio — Rétt fyrir norðan smáborgina Kuopio i Austur Finnlandi, fórst her- flugvél I gær. Flugmaðurinn, sem var einn I flugvélinni, slapp meðfótbrot, þegar hann stökk út úr vélinni I fallhlif. Herflugvélin var sovézk að gerö, MIG-21, en flugvélar finnska flughersins, eru flest- ar af þeirri gerð. Heræfingar standa nú yfir á þessum slóð- um, en óhappið skeði fyrsta daginn, sem þær stóðu yfir, en i allt er áætlað, að þær standi i eina viku. búðum fyrir þá heimilislausu, en langt er frá, að allir hafi enn feng- ið skjól. Miklar matabirgðir hafa verið sendar til Lice og nágrennis, en eftir fréttum að dæma virðast þær ekki nægja öllum þeim fjölda, sem á um sárt að binda eftir jarðskjálftann. Mikill ótti ríkir einnig vegna hættu á, að drepsóttir komi upp i Lice, en enn er mikill fjöldi fólks ófundinn i rústunum. Þegar er byrjað að bólusetja fólk við drepsóttum. Unnið er af fullum krafti við að jarða hina látnu og þurfti i þvi skyni að búa til nýjan kirkjugarð. Flugvélar hlaðnar, teppum, tjöldum og matarbirgðum, flugu frá Ankara i gær til Diyarbakir, sem er nálægt jarðskjálftasvæð- inu. Yfirmaður Rauða krossins og yfirmenn annarra hjálparsveita fóru til Lice i gærdag til að reyna að gera sér grein fyrir ástandinu þar. Vestur-Þýzkaland, Japan og Iran, hafa öll boðizt til að senda peninga, og hjálpargögn, en enn sem komið er, er mest nauðsyn fyrir matarbirgðir, skjólfatnað og teppi. Yfirvöld i Ankara sögðu i gær, að búizt væri við, að timi ynnist til aö koma upp húsnæði fyrir þá heimilislausu, áður en kuldi vetrarins skellur á. I fréttum frá aðalstöðvum al- þjóða Rauða krossins i Genf, sagði að a.m.k. 750 hefðu slasazt mjög hættulega i jarðskjálftan- um, en yfirvöld i Ankara segja, að þeir hafi flestir verið fluttir til sjúkrahússins i Diyarbakir, sem er um 65 km frá Lice. Þá mun vera búið að lagfæra vegi á svæð- Demirel forsætisráðherra Tyrk- lands hughreysti landa sina i Lice I gær. inu, svo og simalinur og auðveld- ar það mjög aðgerðir hjálpar- sveitanna. Demirel forsætisráðherra fór ásamt fleiri ráðherrum til Lice i gær og höfðu þeir tal af fjölmörg- um hinna slösuðu. Bulent Ecevit, leiðtogi stjórnarandstöðunnar fór einnig til Lice. Barizt ófram í Líbanon Reuter Beirut — Bardagar geys- uðu I bænum Tripoli i norður Libanon i gærdag. Rashid Karami forsætisráðherra kallaði saman skyndi-stjórnarfund, eftir að bardagarnir höfðu staðið i sólarhring. Að sögn yfirvalda hafa að minnsta kosti þrjátiu og fimm manns látið lifið, f Tripoli og á svæðunum þar umhverfis. Bardaginn stóö á milli múhameðstrúarmanna og kristinna, en þeir hafa átt i bar- dögum sin á milli undanfarna viku. Auk hinna látnu, hafa fjöl- margir særzt i átökunum. Sjónarvottar sögðu i gær, að þeir hefðu séð hundruð vopnaðra múhameðstrúarmanna á leið til bæjarinsZghorta, en ibúarnir þar eru flestir kristinnar trúar. Skothrfð og sprengjudrunur heyrðust til borgarinnar Tripoli, sem er heimaborg forsætisráð- herrans Karami. Zghorta er aftur á möti heimabær Suleiman Franjieh forseta. Frakkland: Tóku sjö gísla í banka í París í gær Reuter Paris — Tveir vopnaðir menn réðust inn I banka I mið- borg Parisar I gærdag, tóku sjö manns sem gisla og heimtuðu stórfjárhæð I Iausnargjald. Hundruð lögreglumanna um- kringdi þegar bygginguna. ÖU umfcrð var stöðvuð I nánd við bankann og lögreglan beið tilbúin til árásar i skjóli við tré, bifreiðar og annað, sem nálægt var. Bjalla hringdi i lögreglustöð, sem er rétt við bankann, en bjall- ah er i beinu sambandi við bank- ann. Mikill fjöldi lögreglumanna var þegar fyrir i nágrenninu, þvi að varaforseti frak, Saddam Hussein, átti að aka þarna um, Ræningjar uppi á Ítalíu vaða Reuter Milanó — Eftir að hafa hatdið ellefu gíslum I rúmlega sjö klukkustundir, gáfust tveir vopnaðir menn upp fyrir lögregl- unni i Milanó i gærdag. Mennirn- ir, sem ruddust i banka i Milanó, heimtuðu lausnargjald fyrir gisl- ana og auk þess tvo bila til að flýja i. Rúmlega 250 lögreglu- menn umkringdu bankann meðan Heimsins lengsta pylsa? Reuter Calw Iiirsau — Slátrari nokkur i bænum Calw-Hrisau i Vestur Þýzkalandi heldur þvi fram, að hann hafi búið til heimsins lengstu pylsu, en hún reyndist hvorki meira né minna en 1.138 metra löng og þriggja sentimetra þykk. Slátrarinn, Roland Ziegler og sex aðstoðarmenn hans unnu nær stanzlaust i tvo sólahringa við að búa til pylsuna löngu, en þetta var framlag þeirra til hátiðarhaldanna, sem haldin voru ibænum I tilefni 900 ára af- mælis bæjarins. Pylsan langa var steikt og siðan fengu ferða- menn, sem komu til að taka þátt i hátiðarhöldunum um helgina, smábita af henni. Ekki fylgdi sögunni, hvernig hún smakkað- ist. á umsátrinu stóð. Mennirnir gáf- ust upp, eftir að lögreglan hafði lofað þeim, að þeir fengju ekki þunga dóma. Lögreglan hafði simasamband við ræningjana og komst þannig aö samkomulagi við þá. Ræningjarnir tveir voru ný- komnir úr fangelsi, en þeir höfðu verið að afplána fangelsisdóm fyrir vopnað rán. Lögreglan lof- aði þeim, að ef þeir gæfust upp yrðu þeir bara ákærðir fyrir til- raun til ráns og fengju i mesta lagi fjögurra ára fengelsisdóm, að öörum kosti yrðu þeir ákærðir fyrirmorðtilraunir,ogþá dæmdir I ævilangt fangelsi. 1 Napóli drápu þrir vopnaðir menn mann nokkurn, sem kom að þeim, þar sem þeir voru að brjót- ast inn i hús i borginni. Moröingjarnir komust undan. 1 Ferrara lenti lögreglan i skot- bardaga við tvo vopnaða menn og lézt annar þeirra en hinn særðist. rétt i þann mund, þegar ræningjarnir réðust inn i bank- ann. Tók þvi mjög suttan tima að umkringja bygginguna. Vélbyssuskothrið heyrðist inn- an úr bankanum, eftir að ræn- ingjarnir fóru þangað inn, að sögn lögreglunnar. Ræningjarnir tveir reyndu að flýja út um hliðarút- gang á byggingunni, en lögreglan varnaði þeim útgöngu. Lögreglan bjdst ekki við að neinn gislann- hefði orðið fyrir skotum, en gislarnir eru bankastarfsmenn og eitthvað af viðskiptavinum. Um fimmtán manns i allt vinnur i bankanum, en margir þeirra voru farnir út i hádegisverð, þegar ræningjarnir ruddust inn. Tveim klukkustundum eftir að ræningjarnir réðust inn i bank- ann.var pakka með mat og drykk komið fyrir utan við aðaldyr bankans og einn af gislunum náði I hann. Herforingi drepinn Reuter/Bogota — Kolumbfski herforinginn Ramon Rincon Quinones lét li'fið i gærdag i Bogota, þegar vopnaðir menn skutu á bifreið hans. Bif- reiðarstjóri Quinones særðist lifshættulega i árásinni. Arásarmennirnir, sem voru fimm talsins, voru i annarri bifreið,-og skutu þeir úr henni á bifreið herforingjans, sem lézt samstundis. Ali og Frazier berjast 1. október Reuter Manila — Heimsmeist- arinn i þungavigt i hnefaleik- um, Muhammad Ali, mun fara til Manila á fimmtudag til að undirbúa bardagann vð Joe Frazier, en Frazier skoraði á heimsmeistarann og er ákveð- ið, að bardaginn fari fram 1. október i borginni Quezon. Ali.sem er frægur fyrir stór- yrði sin, sagði I gær, að hann myndi lofa áhorfendum skemmtilegum bardaga og sagðist ætla að berjast eins og gorilla. Búizter við, að Frazi- er komi til Manila n.k. laugar- dag. Ali var stórorður að venju i lýsingum sinum á þvi, hvernig hann ætlaði að fara með Frazier, en Frazier sagðist ekki taka þær nærri sér og sagðist vonast til, að Ali „sýndi fólki bardaga, en ekki neina danssýningu”. Eins og kunnugt er, náði Frazier heimsmeistaratitlin- um frá Ali 1971, en missti hann aftur þrem árum seinna. Þetta er þvi þriðja keppni þeirra félaga, og eru geysileg- ar peningaupphæðir i boði fyrir þá báða. Þá er búizt við, að um þrjár milljónir manna fylgist með keppninni i sjón varpi um allan heim. Uflífl KRFFID ffrá Brasiliu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.