Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. oktéber 1975. TÍMINN 3 Póstur og sími í 400 ÍBÚÐA HVERFI RÍS EFST OG AUSTAST Á DIGRANESHÁLSINUM — íbúar Efstaiandshverfis í Kópavogi óttast, að sjö hóhýsi ó hóisinum byrgi fyrir sól A þessu svæöi munu háhýsin risa. OÓ-Reykjavík. Unnið er að undir- búningi byggingar nokkurra há- hýsa og lægri blokka austarlega á Digraneshálsi í Kópavogi. í þess- um húsum verða samtals um 400 ibúðir, og er gert ráð fyrir að þar muni búa um 1200 manns. Jafn- framt verður reist þjónustumið- stöð í hverfinu, þar sem i verða vcrzlanir og alls kyns önnur þjón- ustustarfsemi. Þessi byggð mun risa efst á hálsinum austan við Digranesskóla. Byggingu hús- HHJ-Rvik — Dr. örn Erlendsson hefur nú látið af störfum fram- kvæmdastjóra Sölustofnunar lag- metis, sem hann hefur gengt frá því að stofnuninni var komið á fót. Undanfarið hefur nokkur ágreiningur rikt um rekstur stofnunarinnar sem á i miklum fjárhagsörðugleikum og mun það vera orsök þess að örn lætur nú af starfi að eigin ósk. Stjórn S.L. vcrst hins vegar nánari frétta af málinu enda mun hún hafa gert það samkomulag við fram- kvæmdastjórann, að fjölmiðlum yrðu ekki gefnar upplvsingar um það. Að sögn Heimis Hannessonar lögfræðings, varaformanns stjórnar S.L. er nú unnið að Uttekt á stöðu fyrirtækisins. Eitt stærsta og brýnasta vandamálið er, hvað anna hefur verið úthlutað til Byggungs hf. og Byggingasam- vinnufélags Kópavogs. Þarna verða sjö háhýsi frá sex og upp i tiu hæða. Verður aðeins ein blokkin tfu hæða, önnur sex hæða,f jórar átta hæða og tvær sjö hæða. Einnig verða reist þrjú lægri hús á svæðinu. Verið er að teikna háhysin og munu fram- kvæmdir hefjast þegar eftir að þvi er lokið, og er reiknað með að það taki 6 til 7 ár að reisa öll hús- gera skuli við mikinn umbúðalag- er sem S.L. á i Noregi, en þar er einkum um að ræða umbúðir um lifur og hrogn. Lagerinn er milljóna virði, en fyrirsjáanlegt er að S.L. getur ekki notað hann á næstunni. Framkvæmdastjóri norska fyrirtækisins, sem fram- leiðir umbúðirnar, Noblik Sannem,er hér á landi um þessar mundir til viðræðna um málið. Ekkert hefur heyrzt frá fyrir- tæki þvf i New York, Taiyo Americas, sem átti að annast sölu á islenzku lagmeti vestra, en stjórn S.L. sagði fyrir skömmu upp samningum við það fyrirtæki eftir að núverandi stjórnarfor- maður S.L., Lárus Jónsson al- þingismaður og Heimir Hannes- son varaformaður stjórnarinnar höfðu tekizt á hendur ferð vestur og kynnt sér málin. in, sem skipulögð eru á svæðinu. Byggingasamvinnufélag Kópa- vogs fékk úthlutað fimm háhýs- um en hin húsin mun Byggung reisa. Háhýsin munu verða reistefst á hálsinum og verða í hásuður frá Efstalandshverfinu. Ibúar i þvi hverfi hafa nú hafið undirskrifta- söfnun, þar sem mótmælt er byggingu háhýsanna og þvi borið við, að þau muni skyggja á sól, og að sólarlitlir dagar muni verða i JG—Rvik. — t gær lenti i fyrsta sinn á Reykjavikurflugvelli ný gerð af FOKKER, tveggja hreyfla þota, sem Fokker-verk- smiðjurnar i Þýzkalandi telja að muni koma i staðinn fyrir skrúfu- þoturnar vinsælu, eins og Flug- félag tslands notar nú á innan- landsleiðum og til Færeyjaflugs- ins. Það eru VFW — FOKKER verksmiðjurnar sem framleiða þessa tegund, sem ber einkennis- stafina VFW 61, og hefur alla eiginleika og þægindi sem ,,út- hafsþotur” hafa, en hreyflunum tveim er komið fyrir ofan við vængina á nýjan hátt, og það ger- ir það að verkum að unnt er að nota þotuna á malarvöllum. Nýja þotan þarf mjög stutta flugbraut, eða aðeins rúma 1000 metra, eða svipað og Flugfélags- Fokkerarnir. Vélin tekur um 44 farþega i sæti, sú gerð er hér er sýnd, en fjölga má sætum. Vélin er gerð fyrir styttri flugleiðir einvörð- ungu. Þessi vél, sem lenti á Reykja- vikurflugvelli,, var frá dönsku Gsal—Reykjavfk. — Komið hefur i Ijós, að útseld vinna byggingar- meistara er mun hærri en heimilt er, og er talið að þetta lögbrot hafi viðgengizt i nokkur ár. Sam- kvæmt athugunum, sem verð- lagsskrifstofan hefur gert, kom fram, að hjá múrarameisturum, málarameisturum, pipu- lagningarmeisturum og vegg- fóðraraineisturum reyndist álagning vera rúm 14%, éða 4% hærri en heimilt er, — og hjá trésm íðameisturum rúm 11% eða rúmlega 1% hærri en heimilt er. Timamynd GE. hverfinu, sem risið er norðan i Digraneshálsinum, Fossvogs- megin, norðan við þann stað sem háhýsin eiga að risa. En að þvi er tæknideild bæjarverkfræðings upplýsir, mun þetta á misskiln- ingi byggt, og er ekki hætta á að ibúar Efstalandshverfis þurfi að lifa i skugganum, nema þann tima árs, sem sól er lægst á lofti, og á þeim árstima baðar sig eng- inn i sólskini á þessari breiddar- gráðu hvort sem er. Ekki er enn farið að afhenda bæjaryfirvöld- um Kópavogs þessa áskorun eða undirskriftarlista. Langt er liðið siðan skipulags- yfirvöld Kópavogs ákváðu að há- hýsi skyldu risa á þessum stað, og mótmælum hefur ekki verið hreyft vegna þeirrar ákvörðunar. 1 júnimánuði s.l. var bygginga- leyfum húsanna úthlutað til fyrr- greindra aðila, og var þá strax hafizt handa við að teikna þau hús, sem fyrst eiga að risa og hefjast byggingaframkvæmdir þegar er undirbúningsvinnu er lokið. flugfélagi, sem keyti fyrstu vél- ina. Fer vélin til að byrja með i sýningarferðalag til íslands, Kanada og Bandarikjanna. Þessi nýja þota er mjög hrað- fleyg, og væri aðeins rúmar 30 minútur á leiðinni til Akureyrar en „gömlu” Fokkerarnir fara þessa leið á um 55 minútum. Tveir danskir flugstjórar flugu vélinni hingað, þeir Leif Nielsen og J.P. Jensen, en þeir eru yfir- flugmenn hjá Flugfélaginu CIMBER, sem er heimsþekkt leiguflugfélag. Vélin kostar fullbúin með radar og ILS og fleiri tækjum, auk fjar- skiptabúnaðar um 10 milljónir DM, eða um 635 milljónir is- lenzkra króna. Fjölmenni var við nýju þotuna á Reykjavikurflugvelli, er áhuga- menn og framámenn i flugi skoð- uðu vélina. Auk þess mátti þarna sjá nokkra flugmenn frá FI og fleiri. Vélin hefur mjög góða flug- eiginleika og lendir á 87 hnúta hraða, sem er mjög lágt hraða- mark fyrir þotur. Þotan heldur áleiðis til Græn- lands á morgun. Ljóst þykir, að fé það sem hefur verið haft af almenningi vegna þessa lögbrots, er mjög verulegt. Að sögn Stefáns Jónssonar, sem sæti á i verðlagsnefnd, var þess krafizt á siðasta fundi nefndar- innar, að álagning byggingar- meistara á uppmælingarskala yrði leiðrétt þegar i stað, og sagði Stefán.að á fundinum hefði verið visað frá hækkunarbeiðni byggingarmanna á útseldri vinnu. Verðlagsbrot byggingarmanna verða könnuð nánar. miklum fjárhags- kröggum Gsal-Reykjavik — — Að sjálf- sögðu hef ég og minir nánustu samstarfsmenn ávallt gert sam- gönguráðuneytinu grein fyrir hinni erfiðu fjárhagsafkomu stofnunarinnar á undanförnum árum, sagði Jón A. Skúlason, Póst- og sfmamálastjóri i samtali við Timann i gær, varðandi þá fullyrðingu landsfundar Félags isl. simamanna, að Póst- og sima- málastjóri hafi ekki gert yfir- stjórn þessara mála nógu skýra grein fyrir þörfum stofnunarinn- ar i fjármálum, og þvi sé komið i það ófremdarástand sem nú riki. Jón sagði, að Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, hefði siðla árs 1974 skipað nefnd, sem hefði það hlutverk, að athuga fjárhags- og greiðsluaðstöðu Póst- og sima fram til ársloka 1975. Sagði Jón, að niðurstöður nefndarinnar hefðu stutt óskir stofnunarinnar um nauðsynlegar gjaldskrárhækkanir og lánafyrir- greiðslu. — Samgönguráðherra hefur beitt sér mjög mikið fyrir þvi að leysa fjárhagsörðugleika stofnunarinnar, en þvi miður hafa nauðsynlegar gjaldskrárhækkan-1 ir og lánafyrirgreiðslur ekki enn- þá nægt til að leysa þennan vanda, og þvi eru þessi mál ennþá til meðferðar hjá stjórnvöldum. sagði Jón. 1 ályktun landsfundar sima- manna er sagt, að eðlilegast væri að loka stofnuninni þar til viðun- andi lausn er fundin á fjárhags- erfiðleikunum, verði Póst og simamálastjóri ekki við þeirri málaleitan fundarins, að gera rikisvaldinu skýra grein fyrir ástandi mála og krefjast eðlilegs rekstrargrundvallar, eins og seg- ir í ályktuninni. Ennfremur segir i fundar- ályktuninni, að stofnunin sé að kafna i'óreiðuskuldum,eins og það er orðað, og hafi fleytt sér áfram á fé, sem hún innheimti fyrir riki og einkaaðila, — og svo langt hafi gengið að hún hafi ekki getað skil- að þessu innheimtufé á réttum gjalddögum. — Ég dreg enga dul á það, að stofnunin er skuldug, sagði Jón, og á það höfum við bent stjórn- völdum margsinnis, og einmitt þess vegna hefur verið farið fram á lánafyrirgreiðslu til að jafna þessar skuldir. Við erum i þeirri erfiðu aðstöðu, að við getum ekki stöðvað rekstur stofnunarinnar né fjárfestingar, sem ákveðnar eru langt fram i timann. Jón vildi taka það fram, að eng- inn úr Félagi isl. simamanna hefði spurzt fyrir um það, hvað hann hefði gert til þess að forðast þennan vanda. — Er það rétt, að stofunin fleyti sér áfram á fé, sem hún inn- heimtir fyrir riki og einkaaðila, eins og fullyrt er i ályktun lands- fundarins? — I áliti þeirrar nefndar. sem ég gat um áðan, var óskað eftir heimild til þess að stofnunin gæti áfram notað orlofsfé meðan á þessum fjárhagsvanda stæði. og sú heimild fékkst hjá stjórnvöld- um. Hins vegar viljum við að sjálfsögðu losa okkur út úr skuld- inni við orlofskerfið. Við höfum engan áhuga á þvi að fá svona fé að láni til reksturs — það gefur auga leið, sagði Jón. Ekki kvaðst Póst- og sima- málastjóri hafa tölu um það á reiðum höndum, hvað gjaldskrá- in þyrfti að hækka mikið til þess að stofnunin væri rekin halla- laust, eins oggert er ráð fyrir, en hann gat þess, að i september s.l. þegar heimild fékkst til að hækka gjaldskrána um 15%, hefði verið talin nauðsyn að fá fram 30% hækkun. Til Akureyrar d 30 mínútum Nýi Fokkerinn. Framkvæmdastjóri S.L. lætur af störfum: ÚTTEKT HAFIN Á SÖLUSTOFNUN LAGMETISIÐNAÐ- A PIMC MmÍóna lager af um- lll w búðum í Noregi BYGGINGAMEIST- ARAR OKRUDU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.