Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. ektöber 1975. TÍMINN 5 Árviss viðhurður Sem kunnugt er, hefur Hita- veita Reykjavlkur nýlega far- ið fram á 33% hækkun gjald- skrár sinnar. Er það orðinn árviss viðburður, að Hitaveit- an biðji um stórfelldar gjald- skrárhækkanir, og hið sama er að segja um Rafinagns- veitu Reykjavikur. Erfitt er að sporna gegn ein- hverjum hækkunum, þvi að rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja, eins og annarra, eykst i dýrtiðinni. Og engum er til góðs, þegar til lengdar lætur, að þessi nauðsynlegu þjónustufyrirtæki berjist i bökkum fjárhagslega. Spurn- ingin er hins vegar sú, hvort stætt sé á þvi að veita jafn- mikla hækkun og beðið er um, og hvort hún sé yfirleitt á rök- um reist. t þessum efnum ber að sýna fyllstu aðgæzlu, þegar þess er gætt, að rafmagn og hitaveita teijast til frumþarfa allra heimila á Stór-Reykja- vikursvæðinu, og allar hækk- anir á gjaldskrám koma við pyngju aimennings. 120% hækkun á sama tíma og verðbólgan er 50% Án þess að þvi sé slegið föstu hér, þá er eins og gætt hafi meira óhófs i hækkunarbeiðn- um þessara tveggja borgar- fyrirtækja eftir að oliuhækk- anirnar komu til sögunnar. SI- fellt er tönniast á þvi, að þrátt fyrir verulegar hækkanir á hitaveitugjöldum, þá sé liitun- arkostnaðurinn með heitu vatni langt fyrir neðan hitun- arkostnað ineð oliu. Þetta veit hvert mannsbarn, en er þess gætt sem skyldi að halda þessu verðbili? Verði hækkun- arbeiðni IIitaveitunnar nú samþykkt, hefur gjaldskrá Hitaveitunnar hækkuö um 120% á einu ári, á sama tima og verðbólgan hefur verið um 50%. TilbúnaF forsendur Gisli Jónsson, prófessor við Háskóla isiands gerði þessi mál að umtalsefni i grein, sem birtist i Mbl. i gær, og gagn- rýndi þar Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóra I Reykjavik, fyrir blekkingar i verðsaman- burði á húshitun með hcitu vatni og oliu. Benti hann á, að verðmismunurinn væri ekki eins mikill og hitaveitustjóri héldi fram. i lok greinar sinn- ar sagði Gisli: ,,Það er Ijóst, að húshitun með heitu vatni á höfuðborg- arsvæðinu er mjög hagstæð miðað við flesta aðra hitunar- möguleika en hverjum er greiði gerður með birtingu ó- raunhæfra talna um kostnað- arsamanburð? Þvi er ekki að leyna, að sú hugsun hefur hvarfiað að mér, hvort verið sé að reyna aö gera kyndi- kostnað með heitu vatni lægri i auguin almennings en hann raunverulega er i þeim til- gangi að geta siðar sagt, að umbeðin 33% hækkun á gjald- skrá Hitaveitu Reykjavikur skipti notendur sáralitlu máli þvi húshitunarkostnaður með heitu vatni sé smámunir ein- ir,” Ekki lengra en oliufurstarnir Heita vatnið i iðrum jarðar er náttúruauðlind okkar ts- lendinga. Við spörum okkur milljarða króna i erlendum gjaldeyri á ári hvérju með þvi að nýta þessar orkulindir i stað þess að kaupa oliu. En til þess að almenningur njóti þessara auðlinda i raun og vcru vcrður að gæta þess, að ónauðsynlegar hækkanir á heita vatninu dynji ekki yfir okkur einu sinni eða tvisvar sinnum á ári. t þessum efnum má hitaveitustjóri ekki ganga feti lengra en oliufurstarnir við Persaflóann. —a.þ. Norrænt bindindismót: Áfengisneyzla á Norðurlöndum tiltölulega lítil miðað við önnur iðnaðarríki Norræna bindindismótið, hið 26., haldið i Molde 8.-14. ágúst 1975, hefur eftir itarlegar umræð- ur um áfengismál á Norðurlönd- um samþykkt eftirfarandi álykt- un samhljóða: Á Norðurlöndum öllum eykst áfengisneyzla sifellt. Slikt hið sama gerist nú i flestum löndum heims. Viðtækar visinda- rannsóknir hafa sannað, að tjón af völdum áfengis stendur i réttu hlutfalli við heildarneyzlu þess. Það á bæði við um heilsutjón og félagslegan vanda af ýmsu tagi. Þessar nýju visindalegu stað- reyndir benda á, að Norðurlanda- þjóðirnar munu innan tiðar verða að horfast i augu við aukið tjón af völdum áfengisneyzlu, ef ekki verður spyrnt við fótum. Rikisstjórnir Norðurlanda hljóta að lita á það sem hlutverk sitt — innan vébanda Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og annarra alþjóðastofnana — að hrinda af stað áætlunum um að draga úr áfengisneyzlu. Ef látið verður hjá liðaaðvinnaaðsliku,á sama hátt og unnið er gegn neyzlu annarra vimuefna, jafngildir það þvi, að láta sig engu skipta geigvænlega ógnun við þroskamöguleika og heill einstaklinga og þjóða. Á Norðurlöndum er áfengis- neyzla tiltölulega litil miðað við önnur iðnaðarriki. Það stafar einkum af þvi, að hér er þessum vanda veitt náin athygli og áfengismálastefna okkar er virk- ari en gerist viðast annars staðar. Þessi staðreynd ætti að hvetja rikisstjórnir Norðurlanda til að verja það sem unnizt hefur i þess- um sökum og stefna að enn virk- ari löggjöf og framkvæmd. Nor- rænum þjóðum er kleift að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu á þessu sviði. Það getur orðið drjúgur skerfur til þess verks sem biður allra þjóða: Að ráðast gegn tjóni þvi, sem áfengi veldur, með þvi að draga úr neyzlu þess. Norrænt bindindis- ráð stofnað Fyrsta þing Norræna bindindis- ráðsins var haldið i Molde i Noregi 8.-11. ágúst i sumar. For- seti var kjörinn Olof Bruman frá Sviþjóð. Stjórnin er þannig skipuð að öðru leyti: Aðalmenn: Börge Bech (Dan- mörku), Hannu Tulkki (Finn- landi), Peter F. Christiansen (Færeyjum), Ólafur Haukur Árnason (Islandi), öysteinSöraa (Noregi), Lars Danarö (Sviþjóð, Thorleif Jensen (Æskulýðssam- tök bindindismanna), Thorleif Karlsen (Bindindisfél. öku- manna), Bengt Taranger (Bindindisráð kristinna safnaða). Varamenn: Ove Christensen (Danmörku), Mauno Merilinna (Finnlandi), Jacob Lindenskov (Færeyjum), Jóhann Björnsson (Islandi), Stein Fossgard (Nor- egi), Daniel Wiklund (Sviþjóð), Tapani Yli-Saunamá‘ki (Æsku- lýðssamtök bindindismanna), Albin Andreasson (Bindindisfél. ökumanna), Bergfrid Fjose (Bindindisráð kristinna safnaða). (Frá Áfengisvarnaráði). Menntamálaráðuneytið, 8. okt. 1975. Orðsending Ráðuneytið minnir á, að samkvæmt reglugerð nr. 62/1975, um orlof kennara og skólastjóra samkvæmt grunnskólalögum, eiga umsóknir um orlof skólaárið 1976/7 að hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. nóvember. GALLA- buxur ,i- skyrtur Ný sending Verð frá kr. 3.600 Levi's POSTSENDUM SPORT&4L S -HLEMMTORG] Auglýsicf i Tímanum Öryggi i samgöngum SNOW-TRAC snióbíla Belti 60 og 80 cm G/obusf LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555 Getum útvegað með stuttum fyrirvara fró Svíþjóð þessa landskunnu Vél VW 126 A * iðnaðarmótor 7 manna farþegahús — Benzínmiðstöð Leitið nánari upplýsinga hjá sölumanni okkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.