Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. október 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: t>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar X8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Alþingi í dag hefst nýtt starfstimabil hjá Alþingi. Eins og oft áður siðustu áratugina munu tvö mál að lik- indum setja meginsvip á þingstörfin, þ.e. efna- hagsmálin og landhelgismálið. Það er ekki nýtt, að staðan i efnahagsmálum sé erfið, en sjaldan hafa þó horfur verið öllu iskyggi- legri en nú. Viðskiptakjörin hafa haldið áfram að versna. Sá bati, sem margir spáðu á siðari hluta árs, hefur enn ekki komið til sögunnar, og flest virðist benda til þess, að hann láti biða eftir sér enn um hrið. Störf siðasta þings auðkenndust mjög af þvi, að menn reiknuðu með bráðabirgðaerfið- leikum vegna viðskiptakjaranna, og tefldu þvi öllu djarfar, t.d. i sambandi við fjarlagaafgreiðsluna, heldur en ella. Um það voru lika allir sammála, að forðast bæri i lengstu lög að gera nokkrar þær ráð- stafanir, sem gætu leitt til atvinnuleysis. Nú er ljóst, að taka verður upp aðhaldssamari og strang- ari vinnubrögð. Áfram verður þó að keppa að þvi að reyna að forðast atvinnuleysi, þvi að slikt myndi ekki leysa vandann, heldur gera hann meiri, auk allra þeirra félagslegu vandamála, sem atvinnuleýsinu fylgja. Mikið veltur nú á þvi, að Alþingi taki þessi mál fastari tökum en áður. En þjóðin má ekki setja það traust á Alþingi, að það geti eitt leyst vandann. Til þess þarf það skilning og stuðning þjóðarinnar. Ef einstakar stéttir halda áfram að hugsa eingöngu um eigin hag, án tillits til hinna sameiginlegu hagsmuna heildarinnar, getur orðið erfitt að koma fram nokkrum raunhæfum og varanlegum ráð- stöfunum. Þetta gildir þó ekki sizt um ýmsa smá- hópa i þjóðfélaginu, sem hafa vissa lykilaðstöðu til að knýja fram kröfur sinar,. Vel getur svo farið, að fyrr en vari dragi til úrslita um, hvort þeir eða Alþingi eiga að ráða. En bezt væri, að hægt væri að komast hjá slikum átökum, og að unnt væri að ráða málum til lýkta með sem víðtækustum stuðn- ingi þjóðarinnar. Landhelgismálið mun nú sem fyrr verða annað aðalmál þingsins, Flest bendir nú til þess, að framundan sé nýtt þorskastrið við Breta. Brezka stjórnin virðist enn haldin úreltum nýlenduhug- myndum og telur Breta hafa hefðbundinn rétt til fiskveiða innan 50 milna markanna. Einn áhrifa- mesti ráðherra hennar hefur boðað þorskastrið, fáist þessi réttur ekki viðurkenndur á þann veg, að Bretar fái að halda áfram veiðum eins og þeir æskja innan 50 milna markanna. Á þetta geta Is- lendingar ekki fallizt. Islendingar geta enga samninga gert við aðrar þjóðir um veiðar innan fiskveiðilögsögunnar, nema þeir feli i sér stór- felldan niðurskurð á afla þeirra. í þessum efnum biður nú Alþingis að marka stefnu, sem hefur það tvöfalda markmið að tryggja sem mesta .friðun fiskstofnanna og treysta sem bezt aðsföðuna út á við, m.a. með tilliti til hafréttarráðstefnunnar. Þjóðin gerir vafalitið þá kröfu til rikisstjórnar- innar og þingmeirihlutans, að skynsamlega og traustlega verði haldið á umræddum höfuðmálum hennar. En hún gerir áreiðanlega einnig kröfur um hið sama til stjórnarandstöðunnar. Stjórnar- andstaðan hefur ekki siður skyldur gagnvart þjóð- inni, þótt á annan hátt sé. Hún á að veita rikis- stjórninni og þingmeirihlutanum aðhald, en það á ekki eingöngu að vera neikvætt eins og oft vill brenna við. Þvi mun hún ekki siður en rikisstjórnin verða undir smásjá almennings á þvi þingi, sem nú er að hefjast. Auglýsið í Tímanum Magnús Ólafsson skrifar frá York: Samkeppnisfærni olíunnar minnkar Verðhækkun hennar styrkir aðra orkugjafa HVER VERÐA áhrif verð- hækkunarinnar? Fyrstu við- brögð ráðamanna og sérfræð- inga á Vesturlöndum voru mótmæli, en ákaflega væg og yfirborðskennd. I Washington kölluðu orkuyfirvöld hækkun- ina „ofbeldi”, þó vitandi, að betur gátu 'oliukaupendur ekki sloppið. 1 Bretlandi hugs- uðu menn þakklátir til stjórnar S-Arabiu. Fyrstu töl- ur sögðu, að hækkunin þýddi 400 milljón punda árlega aukningu á halla vöruskipta- jafnaðar (t.d. Observer 28. sept.). Þessi tala er þó senni- lega nokkuðof há. í fyrsta lagi er miðað við tölur um oliuinn- flutning ársins 1974 (um 4000 milljónir), en i nýútkomnu riti orkumálaráðuneytisins kemur i ljós, að oliuinnflutn- ingur hefur minnkað um 20% sex fyrstu mánuði þessa árs. Þessi samdráttur innflutnings er þó ekki alveg raunhæfur, þvi vitað var um talsvert magn, sem oliufélögin settu á markað af fyrirliggjandi birgðum sínum. Er nú spáð 300 milljón punda mánaðar- legum innflutningi að jafnaði, eða 36Q0 milljónir á ársgrund- velli. Er þetta mjög i sam- ræmi við orð Anthony Benn orkumálaráðherra, sem sagði að niðurstöður Vinarfundarins þýddu um milljón punda dag- lega aukningu á haila vöru- skiptajafnaðar Bretlands eða um 360 milljónir árlega. En hvorki ráðherrann né 400 milljón punda talan virðast taka tillit til hins gifurlega út- flutnings Bretlands á fullunn- um oliuvörum, en vitanlega hækka þær að sama skapi. Miðað við nýjustu tölur ætti dagleg aukning verðmæta oliuútflutningsvara frá Bret- landi að vera um 165 þúsund pund, eða um 60 milljónir á ársgrundvelli. Þannig ætti samþykkt Vinarfundarins að þýða, að Bretar þurfi að taka á sig um 300 milljón punda við- bótarbagga árlega. Og trúlega verður þessi tala eitthvað lægri, þvi viðbúið er, að hækk- unin dragi úr eftirspurn sam- kvæmt lögmálum hins frjálsa markaðs. Sem hrein viðbót er þetta vitanlega þungur baggi að bera, en alls ekki svo, að vonleysi þurfi að gripa um sig. Að stórum hluta mun Norðursjávarolián vega upp á móti tiu prósentunum, þótt það verði ekki á þessu ári. 1976 er álitið, að framleiðslan þar muni svara um 10 til 15 prósentum oliueftirspurnar I Bretlandi. Þannig að Vinar- fundurinn hefur alls ekki lagzt illa i menn, alla vega ekki miðað við það, sem búizt hafði verið við. EN ÞAÐ eru önnur áhyggju- efni, sem knýja á dyr. Ber þar hæstslæma ogversnandi stöðu pundsins, ásamt sterkri stöðu dollarans gagnvart öllum öðr- um gjaldmiðlum, sem leiðir augljóslega af sér stórhækk- aðan innflutningskostnað. Umsókn BP til verðlagsyfir- valda lýsir ástandinu ágæt- lega. Af hverjum fjórum pens- um væntanlegrar hækkunar framleiðsluvara fyrirtækisins voru 1,5 vegna oliuhækkunar- Anthony Benn orkumálaráðherra innar, 1,0 vegna almennrar verðbólgu, og hvorki meira né minna en 1,5 aðeins vegna versnandi stöðu pundsins. Jafnframt hljóta stjórnvöld að hafa áhyggjur af versnandi stöðu OPEC-rikjanna. Vitað er aö jákvæður greiðslujöfn- uður rikjanna hefur stór- minnkað, en eins og kunnugt er, jafa þau nær eingöngu átt viðskipti við brezkar fjár- málastofnanir, þannig að leið oliupeninganna lá til Eng- lands, Þau riki, sem nú hafa einna hagstæðastan greiðslu- jöfnuð, eru ekki á áhrifasvæði sterlingspundsins, og þvi leit- ar f jármagnið frá Bretlandi og fjármagnshreyfingareikning- urinn verður óhagstæður. EF ÁHRIF nýhækkaðs olíu- verðs eru tekin saman i stuttu máli, kemur i ljós: Bein hækk- un fyrir brezka þjóðarbúið nemur tæpum 300 milljónum punda árlega. Bein áhrif á verðvisitölu er ekki nema 0,3%, en að öllum óbeinum þáttum athuguðum álita sér- fræðingar, að visitalan geti hækkað um allt að 1%. Ahugi á öðrum orkugjöfum færist i aukana, svo og möguleikar til að nýta þá, þvi samkeppnis- færni oliunnar minnkar. Strax 1. október siðastliðinn gaf Benn orkumálaráðherra kjarnorkuveri, sem hafði ver- ið á viðræðustigi „grænt ljós”. Kostnaður er áætlaður um 1000 milljónir punda. Sama dag var tilkynnt, að kolafram- leiðslan yrði aukin um 5% á seinni hluta yfirstandandi árs. En hverjar verða afleiðing- arnár fyrir þróunarlöndin? Hvað gerist t.d. með Indland? 1972 nam oliuinnflutningur 10% af heildarinnflutningnum, en fyrir siðustu hækkun var hlutfallið komið upp i 35%. Verður fróðlegt að fylgjast með fundum þeim, sem hefj- ast i Paris 13. þessa mánaðar, en þar verða mál þróunar- landanna rædd. Vel má hugsa sér, að OPEC-rikin auki all- verulega aðstoð sina við þriðja heiminn, en hvort svo verður og hve mikið, er enn á huldu. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.