Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 10. október 1975. TÍMINN 19 Ragnar Lár. sýnir á AAokka Ragnar Lár, teiknari og málari opnaði mynd- listarsýningu á Mokka i vikunni. Ragnar er eink- um kunnur að teikning- um sinum, sem birtast að staðaldri i blöðum. Ragnar Lár, sem er 39 ára, stundaði á sinum tima nám i Handiða- og myndlistarskólanum i tvo vetur, en siðan vann hann tvö ár að málverki undir leiðsögn Gunnars Gunnarssonar listmál- ara i Mosfellssveit, en það telur Ragnar hafa verið ómetanlegt fyrir sig. Ragnar Lár hélt sina fyrstu sýningu árið 1956, i Ásmundarsal og siðan hefur hann haldið fjöl- margar sýningar, þar af tvær á Mokka. Alls eru sýndar 39 myndir á þessari sýningu, eru það vatns- lita- og dúkskuröarmyndir, tréristur, pennateikningar og ein uppliming. Undanfarin tvö ár hefur Ragn- ar Lár verið myndlistarkennari i Myvatnssveit við skólann á SkUtustöðum. Sýningin verður opin frameftir mánuðinum. —JG Vetrarstarf Framsóknar- félaganna í Hafnarfirði NÚ ER að hefjast vetrarstarf Framsóknarfélaganna i Hafnar- firöi. Starfsemin mun verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, en aðsetur skrifstofu flokksins, sem verið hefur að Strandgötu 33, mun veröa að Strandgötu 11, 2. hæð. Slminn verður sá sami, 51819. Á undanförnum árum hefur ^''//Æ—^'//Æ-=r^ '///ÆEE^y'//ÆE 1! Tryggir 1 Fosfórríkt | jj Mjög | Eykur || heilbrigði i | Ca/P 1:3 | jj lystugt | afurðir íTlagna íTlinenai STEINEFNABLANDA Globusi' LÁGMfJLI 5, SIMI 815 55 Allt í þágu landbúnaðarins RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN RÁÐSKONA Og AÐSTOÐAR- RÁÐSKONA óskast til starfa i borðstofu spitalans. Húsmæðrakennaramenntun æski- leg i stöðu ráðskonu eða önnur jafn góð menntun. Umsóknir um stöðurnar, er greini frá aldri, menntun og fyrri störf- um, óskast sendar stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 23. október n.k. Reykjavik, 8. 10, 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍMI 11765 bæjarfulltrúi flokksins verið til viötals fyrir bæjarbúa á skrifstof- unni einu sinni i viku hverri, og mun sá háttur verða á hafður einnig i vetur. Munu viðtalstimarnir verða á föstudögum kl. 18-19. Annað félagsstarf er i undir- búningi, og hefst þriggja kvölda framsóknarvist nú n.k. fimmtudag, 16. október, i Iðnað- armannasalnum. Verðlaun verða nú vandaðri en nokkru sinni fyrr auk kvöldverðlauna verða heild- arverðlaun sólarferð fyrir tvo með Ferðamiðstöðinni n.k. vor. O Leikrit og Æsa Brá eftir Kristin Reyr (ó- flutt) Framhaldsleikritið „Eyja i hafinu” eftir Jóhannes Helga veröurfluttá næstunni, en það er i 5 þáttum og er gert eftir skáld- sögu höfundar, Svartri messu. Þá hefur enn fremur verið ákveðið að flytja nýtt framhaldsleikrit fyrir börn eftir Armann Kr. Ein- arsson. Leikurinn er i 8 þáttum, og nefnist hann Árni i Hraunkoti. Flutningur á þvi mun hefjast fyr- ir áramót. Fullyrða má, að útvarpið sé stærsta leikhús landsins. A liðnu ári voru flutt alls 94 leikrit i út- varpinu, ef allt er meðtalið. Hin svonefndu fimmtudagsleikrit, framhaldsleikrit og barnaleikrit. Fyrirhugað er i auknum mæli að taka upp leikrit með leikurum utan af landi og hafa þegar verið tekin upp tvö leikrit með utan- bæjarleikurum að undanförnu. Eitt með leikurum frá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavfkur og Leikfélagi Sauðárkróks, á liðnu vori — Vakið og syngið. Og nýverið var tekið upp leikritið Júpiter hlær, með leikurum frá Leikfélagi Selfoss og Leikfélagi Hveragerðis. Klemenz Jónsson tók við starfi leiklistarstjóra rikisútvarpsins i marz siðastliðnum, en aðstoðar- maður hans er Öskar Ingimars- son. Lét Klemenz f ljós ánægju yf- ir þvi, hve mikið af innlendum leikritum hefði borizt síðan hann tök við starfi, og kvað útvarpinu skylt að flytja eins mörg þeirra verka, sem bærust, og mögulega væri fært, i þvi skyni að efla leik- ritun i landinu. Timlnn er pesiingar UTANLANDSFERÐ Ódýr Lundúnaferð Nú fer hver að verða siðastur að tryggja sér miða i hina ódýru Lundúnaferð Framsóknarfélaganna. Þeir, sem eiga pantaða farseðla eru beðnir um að sækja þá, annars er hætt við aö þeir verði seldir öðrum. Skrifstofan Rauðarárstig 18 er opin til kl. 18 i dag og til hádegis laugardag. Haustfagnaður FUF í Reykjavík verður haldinn i Félagsheimili Fóstbræðra laugardaginn 18. október, og hefst kl. 21. Hálfbræður skemmta. Ópus leikur fyrir dansi. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins i Reykjavlk hefjast næstkomandi laugardag, 11. okt. Þá verður til viötals Þórarinn Þ.orarinsson alþingismaður frá kl. 10—12 aö Rauðarárstig 18. Fyrsta fram sóknarvist FR í vetur Fyrsta framsóknarvist vetrarins veröur aö Hótel Sögu, i Súlna- salnum, miðvikudaginn 22. október kl. 20:30. Sverrir Bergmann læknir flytur ávarp. Stjórnandi verður Baldur Hólmgeirsson. Framsóknarfélag Reykjavikur. Hafnarf jörður — Framsóknarvist Þriggja kvölda spilakeppni hefst n.k. fimmtudagskvöld, 16. október, i Iðnaðarmannasalnum, Linnetsstig 3, kl. 20:30. Kvöldverðlaun. Heildarverðlaun: Sólarferð með FERÐAMIÐSTÖÐINNI fyrir tvo, n.k. vor. Framhald spilakvöldanna verður 30. okt. og 13. nóv. Athugið, að hér er um að ræða frekar litinn sal. Mætið þvi stund- víslega. Framsóknarfélögin i Hafnarfirði. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Skrifstofan verður lokuð i dag vegna setn- ingar landsþings. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 65., 66. og 68. tbl. Lög- birtingablaðs 1974 á verksmiðjuhúsi við Sæmundargötu á Sauðárkróki með til- heyrandi lóðaréttindum og með vélum og tækjum, tilheyrandi Sokka- og prjóna- verksmiðju i húsinu töldu eign Samverks h/f, fer fram að kröfu Framkvæmdasjóðs íslands, Iðnaðarbanka íslands h/f o.fl. á eigninni sjálfri föstudaginn 17. okt. 1975 kl. 4. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.