Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Landvélarhf 231. tbl. — Föstudagur 10. október—59. árgangur HFHÖRÐUROUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Engar ákvarðanir teknar á þing- flokksfundum um landhelgismálið FJ-Reykja vik. Þingflokkar stjómarflokkanna komu saman til fundar i gær, þar sem land- helgismálið var til umræðu. Eng- ar ákvarðanirvoru teknar á fund- um þessum. Þórarinn Þórarinsson, formaö- ur þingflokks Framsóknarflokks- -. ins, sagöi Timanum, að þing- ) mennirnir hefðu rætt landhelgis- máliö.en engin ákvörðun var tek- in i þvi. Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði Timanum, að á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins hefði verið skýrt frá stöðunni i landhelgismálinu og það rætt itarlega. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi. Rannsaka flakið af Gná Gsal-Reykjavik. — Það liggur ekki ljóst fyrir hvort Gná er þaö mikið skeinnul eftirslysið, að liún verði ekki gerð upp. — og fyrr er ekki hægt að taka ákvörðun um kaup á nýrri þyrlu, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar i samtali við Timannf gærkvöldi. Pétur sagði að von væri á tveimur sérfræðingum hingað til lands frá bandarisku strand- gæzlunni til þess að rannsaka vélina og ennfremur hefði fulltrú- um Sikorsky-verksmiðjanna verið tilkynnt um slysið. — Ég hef fullan hug á þvf, að byggja þyrluflota gæzlunnar upp aftur.ogéghef rættum þessi mál almennt við ráðherra, en ákvörðun um hugsanleg kaup á nýrri þyrlu, verður ekki tekin, fyrr en niðurstöður líggja fyrir um það, hvort Gná er talin ónýt, sagði Pétur Sigurðsson. Sjö háhýsi munu brátt rlsaefsrogaustast á Digraneshálsi. Auk þeirra munu verða á svæðinu nokkrar lægri Ibúðarblokkir* og þjónustu- miðstöð. Hæsta húsið verður 10 hæðtr, en flest munu þau veröa 7 hæðir. A Hkaninu sjást háhýsin til hægri og á milli þeirra og annarrar byggðar ris þjónustumiðstöðin. Flest önnur hús á likaninu eru þegar risin og er iðnaðarhverfið neðst til vinstri. í ibúðarhverfinu norður af fyrir- huguðum háhýsum er hafin undirskriftarsöfnun og telja Ibúarnir að byggingarnar muni byrgja fyrir sól, en skipulagsyfirvöld I Kópavogi eru á öðru máli. Sjá nánar á bls. 3. Framkvæmdastjóri LÍN: Enn allt í óvissu um úthlutun lána — unnið ad útvegun fjár, segir menntamálaráoherra BH-Reykjavik. — Við höfum ekki fengið neitt formlegt svar frá ráðherra ennþá. Við héldum fund i stjórn Lánasjóðsins i dag, af þvi að við áttum sannarlega von á bréfi frá ráðherra, en það kom ekki, svo að sama óvissan rikir enn. Þannig komst Sigurjón Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Lánasjoðs islenzkra námsmanna að orði við Timann i gærkvöldi, er við höfðum samband við hann. Við báðum Sigurjón að segja okkur frá þvi, hversu margar lánaumsóknir lægju fyrir hjá Lánasjóðnum. — Það sem hér er um að ræða eru fyrst og fremst 800 lán, sem ætlunin var að greiða á milli 15.- 30. september, en hér er um að ræða fyrri hluta haustlána. Enginn þessara umsækjetida hef- ur enn fengið úrlausn, og siðast i Framhald á bls. 8. SKATTAYFIRVOLD TOLDU MANNINN EKKI HAFA GETAÐ LIFAÐ AF FRAM- TÖLDUM TEKJUM, EN FÓGETARÉTTUR SYNJAÐI UM LÖGTAK FYRIR HÆKKUN Á FRAMTÖLDUM TEKJUM MANNSINS FJ-Reykjavik. Fógetaréttur Kópavogs hefur synjað um framgang lögtaks, sem bæjar- sjöður Kópavogs og skattheimta rikissjóðs I Kópavogi báðu um, á þeim forsendum að gerðar- beiðendur hafi ekki rökstutt nægilega áætlanir um hækkun á tekjum viðkomandi ein- staklingfi.en skattayfirvöldin töldu að hann hefði ekki átt að geta framfleyt;t sér á framtöld- um tekjum. Mál þetta snerist um opinber gjöltd einstaklings vegna áætlaðar hækkunar tekna hans gjaldárin 1970 og 1971. Skatt- stjórinn i Reykjanesumdæmi tilkynnti manninum, að framtöl hans og fyrirliggjandi bókhald væru ekki nægilega traust til að þau yrðu lögð til grundvallar við álagningu opinberra gjalda, þar sem tölur þeirra væru „óeðli- lega lágar" miðað við sam- bærilega aðila og,,lægri, en virðist geta staðizt". Mað'urinn mótmælti þessu og kvað sparsemi sina megin- ástæðuna fyrir hinum „óeðli- lega lágu" tölum. Skattstjórinn áætlaði manninum siðan tekju- aukningu og voru gjöld á hann lögð samkvæmt þvi. Maðurinn mótmælti þessu og skaut máli sinu til rikisskattanefndar. Sú nefnd lækkaði tekjuakninguna nokkuð „eftir atvikum", en taldi fulla ástæðu -til að „véfengja framtöl" mannsins og gera honum að greiða skatta að nýju. Maðurinn sætti sig ekki við úrskurðinn og greiddi ekki þau gjöld, sem byggðust á áætlunum um hækkaðar tekjur hans. Var þá lögð fram lögtaks- beiðni til tryggingar gjöldunum, en fógetaréttur synjaði um framgang hinnar umbeðnu gerðar sem fyrr segir, þar sem skattstjóri og rikisskattanefnd „hafa ekki rökstutt nægilega áætlanir um hækkun á tekjum, svo sem ber'þó að gera lögum samkvæmt." Úrskurð þennan kvað upp Léó E. Löve.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.