Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 8
8 TtMINN Föstudagur 10. október 1975. Kennarar gagnfræða- og landsprófsdeilda í Flensborg hófu samúðarverkfall í morgun: ,,Ýmislegt bendir til þess, að verkfallið breiðist út til fleiri skóla — segir formaður kennarafélagsins SJ-Reykjavik — Við höfum stung- ið upp á þeirri bráðabirgðalausn, að kennarar við fjölbrautaskóla Engar upp- lýsingar að sinni Gsa l-Reyk ja vik. — Timinn spurðist fyrir um það hjá Gunnari Thoroddsen, félags- málaráðherra, í gærkvöldi, hvernig' yrði brugðist við þeim fjárhagsvanda, sem Byggingar- sjóður rikisins á við að etja, en eins og blaðið hefur greint frá, þarfnast sjóðurinn um 760 millj. kr. til þess að geta sinnt hlutverki sinu. Gunnar Thoroddsen, neitaði að ræða málið að svo stöddu. O Námsldn október bætast við 900 lán. Þetta eru samtals 1700 lán, — og engin hreyfing i þá átt að fá vissu um hvenær og hvort úr þessu verði greitt. Við erum að vinna að þvi að hægt verði að úthluta haustlánum til námsmanna likt og gert hefur verið að undanförnu, sagði Vilhjalmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra i viðtali við Timann. Starfsmenn ráðu- neytisins vinna nú að þvi i sam- vinnu við stjórn Lánasjóðs is- lenzkra námsmanna að kanna hvað fæst hjá bönkum og lána- stofnunum út á lánsheimild siðasta alþingis til sjóðsins, sem var 100 milljónir. fái greidd laun samkvæmt kjara- samningum Félags menntaskóla- kennara fram að næstu kjara- samningum og þær bráðabirgða- greiðslur verði óendurkræfar, — ennfremur, að Félag mennta- skólakennara verði samnings- aðili fyrir okkur i þeim. Svo fórust Hjálmari Árnasyni formanni kennarafélagsins i Flensborg orð i gær, en verkfall kennara við fjölbrautarskólann þar stendur enn yfir. Fjármála- ráðherra fór i fyrradag fram á það, að kennararnir hæfu störf að nýju, en það verður ekki gert nema viðunandi lausn fáist á málinu, að þvi er Hjálmar sagði. Svo virtist meira að segja i gærkvöldi að kennsla legðist niður i öllum skólanum kl. 8.10 árdegis i dag föstudag, þvi að kennarar i gagnfræða- og lands- prófsdeildum skólans höfðu lýst yfir stuðningi við samkennara sina i fjölbrautaskólanum og fella niður kennslu ef ekki hefur samizt fyrir þann tima. Það var ákveðið á fundi i haust, að við skólann starfaði eitt kennarafélag, sem stæði saman i réttindamálum kennaranna. — Kristján Bersi Ólafsson sat fund með menntamálaráðherra íömíM' ■EKKIB TJTANVEGAl I.ANDVERND 3-4 amp. W|PAC Hleðslutækin er þægilegt að hafa i bilskúrnum eða verk- færageymslunni til viðhalds rafgeyminum og f jármálaráðherra á miðvikudag, sagði Hjálmar Árnason, og flutti okkur þaðan óljós skilaboð um að mál okkar yrðu tekin til athugunar, en jafn- framt var þess farið á leit að við afléttum verkfallinu. Við þessu gátum við ekki orðið, þvi að þetta tilboð var mjög óljóst og auðsætt að ekki hafði verið orðið við kröf- um okkar. Samkvæmt reynslu okkar á áiðustu árum af viðskipt um við fjármálaráðuneytið, vit- um við, að það gæti tekið óendan- legan tima að fá mál okkar af- greidd, ef við hefðum gengið að þessu. Á blaðamannafundi i dag greina kennararnir i Flensborg frá aðdraganda þess að þeir lögðu niður vinnu og svara aðdróttun- um, sem þeir hafa orðið fyrir vegna þess. — Eg hef það á tilfinngunni, að lausn þessa máls sé ekki á næsta leiti, sagði Hjálmar Árnason i gær. — Við höfum hlotið stuðning frá ýmsum aðilum og samtökum. Það bendir ýmislegt til að verk- fallið verði öllu viðtækara áður en lýkur og lögð verði niður kennsla i fleiri skólum. „Ákvörðunin um spærlingsverðið stefnir starfsemi verðlagsráðsins í hættu" BH-Reykjavik. — í gær ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins lágmarksverð á spær- lingi tii bræðslu frá 1. október til 31. desember 1975. Er það kr. 2,10 á kilóið. Verðið er miðað við, að seljendur afhendi spær- ling til bræðslu á fiutningstæki við hlið veiðiskips eða i lönd- unartæki verksmiðju. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa selj- enda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Guð- mundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda. í fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins segir, að fulltrúar seljenda taki fram, að þeir telji þessa ákvörðun um spærlingsverð stefna starfsemi Verðlagsráðs sjávarútvegsins i hættu, þvi að verðið er mun lægra en greitt hefur verið fyrir spærling á almennum markaði i sumar og haust. Það er aðeins á tveim stöðum á landinu, þar sem tekið hefur verið á móti spærlingi. Eitt- hvert litilræði hefur komið á land I Vestmannaeyjum og nokkru meira hjá Meitlinum i Þorlákshöfn. Af þessu tilefni hafði Timinn samband við Rik- harð Jónsson, framkvæmda- stjóra Meitilsins. — Vegna kaupa okkar á spær- lingi hefur þessi fullyrðing ekki við nein rök að styðjast, var það eina, sem Rikharð Jónsson vildi segja. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda: Hótel- og veitingaskólinn hornreka f ísl. menntakerfi Aðalfundur Sambands veitinga- oggistihúsaeigenda var haldinn á Akureyri dagana 6. og 7. okt. s.l. Á fundinum voru mættir 27 full- trúar veitinga- og gistihúsa vas vegar að af landinu. Meðal mála, sem rædd voru á fundinum voru málefni Hótel- og veitingaskóla íslands og um þau gerði fundurinn svofellda álykt- un: „Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, haldinn á Akureyri dagana 6. og 7. okt. 1975, átelur það skilnings- leysi stjórnvalda, sem rikt hefir um málefni Hótel- og veitinga- skóla Islands og gert hefir skól- ann að hornreku i islenzku menntakerfi. Telur fundurinn brýnt hags- munamál, að skólinn komist hið fyrsta i eigið húsnæði og að sóma- samlega verði að nemendum búið um tækjakost og annan búnað. Skorar fundurinn á mennta- málaráðherra, að hann beiti sér fyrir þvi, að nú þegar verði hafizt handa um framtiðaruppbyggingu skólans, svo hann geti sinnt þvi hlutverki sinu, að búa ungt fólk undir störf sin i þessari atvinnu- grein og að auka fagþekkingu þess til eflingar ferðamannaþjón- ustu i landinu.” I fundarlok fór fram kjör stjórnar og var Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, einróma kosinn formaður S.V.G. til næstu tveggja ára. Aðrir i aðalstjórn voru kosnir: Arni Stefánsson, hótelstjóri, Hornafirði, Erling Aspelund, hótelstjóri, Reykjavik, Ragnar Á. Ragnarsson, hótelstjóri, Akur- eyri og Sigurjón Ragnarsson, veitingamaður, Reykjavik. Fyrir í aðalstjórn voru Bjarni I. Árnason, veitingamaður, Reykjavik og Steinunn Hafstað, hótelstjóri, Selfossi. I varastjórn eru: Stefán Ólafs- son, veitingamaður, Reykjavik og Sveinbjörn Pétursson, veitingamaður, Kópavogi. Ekki náðist samkomulag um verð á fiski og rækju BH-Reykjavik. — Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins sat á fundum i gær. Kl. 4 hófst fundur um fiskverðið og kl. 5 hófst fundur um rækjuverðið. Stóðu fundirnir fram undir átta- leytið I gærkvöldi, en ekki tókst að ná samkomulagi, og var þá fundum slitiö. Ráðgert var að halda fundi i dag en fundartimi ekki ákveðinn, er við vissum siðast. I dag er ráðgert að fjalla um sildarverðið, þá er og ráðgert að fjalla um bein og fiskúrgang og verðlagningu þess. Sildarsalt- endur komu á fund i gær, en allt var tiðindalaust af þeim fundi i gærkvöldi, að sögn Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra sildarútvegsnefndar. Stjórnunarfélagið með 77 ARMULA 7 - SIMI 84450 Menningar- og fræðslusámband alþýðu Félagsmálaskóli alþýðu tekur til starfa 2. nóvember í Ölfusborg- um. Skólinn starfar i 2 vikur, frá 2. nóvember til 15. nóvem- ber. Námsstarfið fer fram I fyrirlestrum hópstarfi og frjálsum umræðum og stendur flesta daga frá kl. 9.00—18.00. Auk þess verða listkynningar og umræður um menningarmál. Skólavist er ætluð meðlimum verkalýðsfélaganna og geta nemendur orðið 18 alls. Námsstjóri verður Bolli B. Thoroddsen. Umsókn um skólavist þarf að berast skrif- stofu MFA fyrir 20. október. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA, Laugavegi 18 VI. hæð simi 26425. 30 námskeið í vetur Fræðslustarf Stjórnunarfélags tslands hófst 6. október siðast liðinn. í vetur mun félagið gangast fyrir 30 námskeiðum um 26 mismunandi efni á sviði stjórnunar og reksturs. Af nýj- um námskeiðum má nefna Stefnumótun fyrirtækja, sem Árni Vilhjálmsson prófessor kennir, Linulega bestun (Linear prógramming) sem doktor Þor- kell Helgason stjórnar og nám- skeið um þjóðarbúskapinn,en leiðbeinendur á þvi verða Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri ásamt Ólafi Daviðssyni og Hallgrimi Snorrasyni, sem báðir eru hagfræðingar starfandi hjá Þjóðhagsstofnun íslands. I upplýsingabæklingi, sem Stjómunarfélagið hefur gefið út, eru itarlegar lýsingar á markmiðum og efni nám- skeiðanna auk yfirlita yfir fræðslustarf Verkstjórnar- fræðslunnar, Vinnuveitendasam- bands tslands, Félags islenzkra iðnrekenda og Menningar- og fræðslusambands alþýðu. A siðastliðnum vetri tóku um það bil 450 manns þátt i nám- skeiðum Stjórnunarfélagsins, en þau verða nú haldin i Skipholti 37 og er innritun þegar hafin. Fræðslustjóri félagsins er Brynjólfur Sigurðsson lektor, en framk væmdastjóri Friðrik Sophusson, lögfræðingur. Myndin er frá einu námskeiða þeirra, sem Stjórnunarfélagið hefur gengizt fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.