Tíminn - 10.10.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 10.10.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN Föstudagur 10. október 1975. LÖGREGL UHA TARINN 37 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Sautján ára gamall uppgjafa menntaskólaneminn var farinn að öskra tilvitnanir úr Miranda Escobedo eins og hann væri lögfræðingur. Genero sagði honum hvað eftir annað að halda sér saman. Hins vegar var Genero ekki alveg fyllilega heima í úrskurði hæstaréttar, þrátt fyrir fregnmiða til allra lögregluþjóna hverfisins. Nú var hann farinn að óttast að strákurinn vissi eitthvað, sem honum væri ekki kunnugt um sjálfum. Það gladdi hann því meira en lítið að heyra fótatak á nýmáluðum tröpp- unum. Willis og Brown birtust fyrstir. Kling og Haws f ylgdu fast á eftir. Genero hafði getað kysst þá alla. — Eru þetta tuddarnir, spurði sá uppflosnaði. — Haltu þér saman, svaraði Genero. — Hvað er um að vera, spurði Brown. — Segðu vini þínum hérna um Miranda Escobedo, sagði strákurinn. — Hver ert þú, spurði Brown. — Hann afhenti hér umslag, sagði Genero. — Byrjar það enn einu sinni, sagði Haws. — Hvað heitir þú, drengur minn? — Láttu mig vita um réttindi mín, sagði strákurinn. — Segðu mér hvað þú heitir, eða ég hýði þig, sagði Brown.. — Hvernig lízt þér á þær upplýsingar? Hann var nýbúinn að sjá hvað hópur ungra þorpara gerði við Car- ella. Af þeim sökum var hann alls ekki í skapi til að hlusta á montraus í einhverjum strákgemsa. — Ég heiti Michael McFadden og svara engum spurn- ingum án þess að haf a hér lögf ræðing, sagði strákurinn. — Hefur þú efni á lögmanni, spurði Brown. — Nei. — Hal, útvegaðu drengnum lögf ræðing, sagði Brown fil að villa um fyrir honum. — Bíðið hægir. Hvað er um að vera. spurði McFadden. — Ef þú vilt lögfræðing, þá útvegum við þér hann, sagði Brown. — Til hvers þarf ég lögmann? Ég gerði ekki annað en að afhenda hér bréf. — ÉG veit ekki hvers vegna þú þarft lögfræðing. ÞO baðst um hann, svaraði Brown. Hringdu á skrifstofu rikissaksóknarans og útvegaðu þessum grunaða manni lögfræðing, Hal. — Grunaða? GRUNAÐA? sagði McFadden alveg grallaralaus.— Hvern f jandann hef ég gertaf mér? — Ég veit það ekki, drengur minn. Þú leyfir mér ekki að spyrja þig neinna spurninga án þess að hafa hér lög- fræðing viðstaddan, svaraði Brown... — Ertu að útvega lögfræðinginn, Hal? Willis var búinn að lyfta símtólinu. En þó hann hlustaði ekki á neitt merkilegra en sóninn sagði hann: — Beina línan er upptekin, Art. — Allt í lagi. Við hinkrum aðeins. Láttu fara vel um þig, drengur minn. Við útvegum þér lögf ræðinginn hing- að eins fljótt og unnt er. — Hvaða læti eru þetta? Ég þarf alls engan lögmann, sagði McFadden. — Þú sagðist vilja lögfræðing. — Já, en ef þetta er ekkert alvarlegt.... — Við vildum aðeins spyrja þig nokkurra spurninga um umslagið þarna. Það var nú allt og sumt. — Hvers vegna? Hvað er í því? — Eigum við ekki að opna umslagið og sýna piltinum hvað er í þvi, sagði Brown. — Ég gerði ekki annað en að afhenda það, sagði Mc- Fadden. — Eigum við ekki að kanna hvað er í umslaginu, sagði Brown.. Hann tók með vasaklút sínum á umslaginu og opnaði það svo með pennahníf. Bréf inu náði hann úr með töng. — Notaðu þessa, sagði Kling. Hann tók fram hvita bómullarhanzka úr efstu skúffunni í skrifborði sínu. Brown lét á sig glófana. Hann laumaði upp úr sér brand- ara og hló. Félagar hans tóku undir og sama gerði Mc- Fadden. En er Brown leit á hann kafnaði hláturinn skjótt. Brown opnaði bréf ið og lagði það á borðið: ENDURTEKIÐ: SAMI SKRÚÐGARÐUR SAMI BEKKUR SAMA NESTISSKRÍNA FYRIR HÁDEGI Á MORGUN ANNARSSAMA MORÐHÖTUN — Hvað á þetta að tákna, spurði McFadden. — Segðu okkur frá því, sagi Brown. — Ég skil hvorki upp né niður. — Hver lét þig fá bréfið? — Hávaxinn, Ijóshærður náungi með heyrnartæki í eyranu. — Þekkir þú hann? — Ég hef aldrei séð hann fyrr. D R E K I K U B B U m ■1 Föstudagur lO.október 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. ■ Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjailað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: William Bennett og Grumiaux-trióið leika Flautukvartett i D-diir eftir Mozart/ Suk-trióið leikur Trió i a-moll op. 50 fyrir fiðlu, selló og pi'anó eftir Tsjaikovski. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 13.30 Setning Alþingisa. Guðs- þjónusta i Dómkirkjunni Prestur: Séra Jónas Gisla- son. Organleikari: Ragnar Björnsson. Dómkórinn syngur. b. Þingsetning. 14.45 Endursögn eftir Anders Bodelsen. 15.15 Miðdegistónieikar Ferdinand Frantz og Sax- neska rikishljómsveitin flytja tónlist úr „Meistara- söngvunum i Nurnberg” eftir Wagner, 'Rudolf Kempe stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá upp- vaxtarárunum i Miðfirði (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda Reynir Hugason ræðir um litsjónvarp og steró-útvarp. 20.00 Frá fyrstu tónleikum Sinfóniuhijómsveitar ís- lands á nýju starfsári i Háskólabiói kvöldið áður. Einleikarix Arve Tellefsen. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. a. „Leiðsla” eftir Jón Nordal. b. Fiðlukonsert eftir Carl Nielsen. c. Sinfónia nr. 1 eftir Jean Sibelius. — Kynnir: Jón M. Arnason. 21.30 „Pegasus á hjólum” Ljóðaþáttur i umsjá Stefáns Snævarr. Lesarar með hon- um: Gerður Gunnarsdóttir og Birgir Svan Simonarson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. lliiiill Föstudagur 10.október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Kastljós Þáttur um inn lend málefni. Umsjónar- maður Eiður Guðnason. 21.25 Fölnaðar rósir Maia Plissetsskaya og Bolshoi- ballettinn dansa. Roland Petit samdi dansana, en verkið er byggt á ljóði eftir enska skáldið William Blake. 21.55 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. 11. þáttur. Smudger Þýðandi . Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok \ >

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.