Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 28. október 1975. Valdimar Guðmunds- son lótinn VALDIMAR K. Guðmundsson prentari, annar tveggja manna, sem lengst og mest hafa starfað við höfuöhlöð Framsóknarflokksins, Nýja dagblaðið og Timann, andað- ist síðast liðinn laugardag, sjötiu og sjö ára gamall. Hann var mikill afreksmað- ur til verka á meðan þrek hans varlíttskert, og annaðist jafn- an umbrot blaðanna, sem var kvöldvinna og nætur. Hin siðustu ár var hann mjög farinn að kröftum. Valdimar var kvæntur Vil- borgu bórðardóttur stjórnar- ráðsfulltrúa, oglézthún árið 1968. Þau áttu tvo sonu, Sverri og Þórð. Alvarlegt slys við Neskaupstað Gsal—Reykjavik — Tvö ung- menni slösuðust nokkuð og eitt al- varlega, þegar fólksbill valt skammt frá Neskaupstað aðfara- nótt sunnudags. í bilnum voru tvær stúlkur og tveir piltar, og var annar pilturinn fluttur til Reykjavikur i gærdag og lagður inn á Landspitalann. önnur stúlknanna hlaut aðeins óveruleg meiðsl, en hin stúlkan og annar pilturinn liggja á sjúkrahúsinu i Neskaupstað. Talið er, aö ökumaðurinn hafi misst vald á bilnum, eftir að sprungið hafði á einu hjóli bilsins. Hjálparsveitir og sporhundur leituðu að rjúpnaskyttum Gsal—Reykjavik —t gærmorgun, þegar óska átti eftir viðtækri leit að þremur rjúpnaskyttum, sem voru aö veiðum inn af Þingvöll- um, komu þeir að bil sinum. Mennirnir höfðu villzt af leiö, en þoka var á þessum slóðum í fyrri- nótt. Hjálparsveitir skáta i Reykja- íReykjavik, Kópavogi og Hafnar- firði hófu leit að mönnunum þremur i fyrrinótt og höfðu spor- hund sér til aðstoðar. Hjálpar- sveitirnar leituðu alla nóttina, en um morguninn komu mennirnir þrir heilur á húfi til byggða. Jarðskjálfti við Kröflu — reyndist vera 3,8 stig á Richter-kvarða gébé-Rvik — Allsnarpur jarð- skjálftakippur varð við Mývatn um hádegisbiliö i gærdag. Reynd- ist hann vera 2,8 stig á Richter- kvaröa, én það mun vera meira en mælzt hefur á þessu svæði i mörg ár. Upptök jarðskjálftans reyndust vera 2 km norðaustur af vinnubúðunum við Kröflu og dýp- ið minna en einn kilómetri, að sögn Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings. — Það var hægt að staðsctja upptök jarðskjálft- ans nákvæn-ar heldur en venju- lega, sagð.*ltagnar, þar scm ný- búið var að setja upp jarð- skjálftamæla á Kröflusvæðinu. Menn urðu óþægilega varir við jarðskjálftann við Kröflu i gær, og sagði Ragnar, að jafnvel hefði verið um 2—3 kippi að ræða, og að hugsanlegt væri, að um nokkra smákippi hefði verið að ræða. Það var klukkan nákvæmlega 11:36, sem vart varö við jarð- skjálftann, bæði við Kröfluvirkj- un og Mývatn. í fyrstu var haldið, að hann hefði verið um 4,4 stig á Richter-kvarða, en við nánari at- hugun reyndisthann vera 3,8 stig. Ragnar Stefánsson sagði, að Orkustofnun hefði farið fram á, að mælum yrði komið upp á Kröflusvæðinu vegna virkjunar- innar, og hefði það verið gert af Raunvísindastofnuninni i sumar og haust. — Sagði Ragnar, að erf- itt væri að fullyrða um jarð- skjálfta á þessu svæði áður, þar sem mælarnir væru nýkomnir þarna, og þvi hægt að segja svo nákvæmlega til um, hvar upptök- in hefðu verið, en sagði, að það væru mörg ár siðan jarðskjálfti hefði mælzt svo mikill á þessu svæði. — Jarðskjálftakippurinn fannst mjög skýrt við Kröflu og Mývatn, sagði Ragnar, og virðist jafnvel hafa verið um 2—3 kippi að ræða, en við höfum ekki haft fregnir af fleiri, þótt hugsanlegt sé, að um fleiri smákippi hafi ver- ið að ræða. Ingibjörg Jónsson lótin INGIBJÖRG Jónsson, áður ritstjóri I Winnipeg, er nýlátin. Ingibjörg var eiginkona Einars Páls Jónssonar, skálds og ritstjóra, og tók þar við, er hann þraut. Ingibjörg var ættuð úr Eyja- firði og Þingeyjarsýslu, niðji séra Sigurgeirs Jakobssonar á Grund. Hún ólst upp I Mikley. Ingibjörg kom nokkrum sinn- um til Islands, bæði i fylgd með manni sinum á meöan hann var á lifi gog siðar eins sins liðs. Siðustu Islandsferð sina gerði hún i boði Vest- mannaeyinga, og var þá haft I huga, að hún sjálf var alin upp á eyju. Eldur í Bakkafossi í Reykjavíkurhöfn Gsal-Reykjavik — 1 gærdag var slökkviliðið kvatt um borð I Bakkafoss, þar sem skipið lá I Reykjavikur- liöfn. Mikinn reyk lagði frá skipinu, þegar slökkviliðið kom ávettvang, en skipverjum hafði þá að mestu tekizt að ráða niðurlögum eldsins, sem myndazt hafði út frá neista frá logsuðutækjum. t fyrstu óttuðust menn að eldurinn kæmist i lestar skipsins, en sem betur fer tókst að koma I veg fyrir það. Myndin sýnir forvitna áhorfendur fylgjast með gerðum slökkviliðsmanna I Bakkafossi i gærdag. Timamynd: Róbert DVALARHEIMILI ALDRAÐRA Á HELLU BRÁÐUM FOKHELT — karlmenn gefa daglaun til heimilisins í tilefni kvennafrídagsins BYGGINGU dvalarheiinilis aldr- aðra á Hellu, sem hófst siðast liðið haust, hefur þokað áfram i sumar. Þann 21. okt. var iokið við að steypa loftplötu hússins, og þak- smiði er hafin. Standa þvi vonir til að húsið verði fokhelt, áður en vetrartlð gengur i garð. Til viðbótar við þær gjafir frá velunnurum hússins, sem áður hefur verið sagt frá, hafa eftir- taldar gjafir borizt. Frá Olafi V. Jó- hannssynifrá Koti kr. 80.000,-. Frá Lionsklúbbnum Skyggni kr. 100.000,-. kr. 180.000,-. Enn fremur hafa Lionsmenn lagt fram umtalsverða gjafa- vinnu. Þá má geta þess, að á kvenna- fridaginn ræddu nokkrir karl- menn um það sin á milli, á hvern hátt þeir gætu helzt haldið til Neitar enn að segja til nafns Gsal—Reykjavik — Maðurinn, sem sýndi svissneskt vegabréf, en kvaðst vera bandarískur lið- hlaupi frá Vietnam, situr enn í gæzlu hjá lögreglunni á Keflavik- urflugvelli. Hann neitar enn að segja til nafns, og engar upplýs- ingar hafa enn borizt til lögregl- unnar, sem benda til þess, hver maðurinn er I raun og veru. Hann mun verða haföur i varðhaldi, þar til sannleikurinn kemur i Ijós. Fannst Idtin Gsal-Reykjavik — Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, konan sem hvarf frá elliheimilinu Skjaldarvík i fyrri viku, fannst látin á túninu á Dagverðareyri, sem er nokkuð fyrir norðan Skjaldarvik. Það var bóndinn á Dagverðareyri, sem gekk fram á lík konunnar. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir var 77 ára að aldri. jafns i við kvenfólkið. Kom þeim saman um að gefa ein daglaun til stuðnings einhverju uppbyggi- legu málefni, og varð bygging dvalarheimilisins fyrir valinu. Er hér með komið á framfæri til- Carmen eftir Bizet verður í Þjóð- leikhúsinu á föstudaginn, og er það I fyrsta sinn sem Carmen er sýnd á sviði á íslandi. Hljóm- sveitarstjóri er Bohdan Wod- iczko, en Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri. Þegar er uppselt á fyrstu sýningarnar. Óperan Carmen var fyrst frum- sýnd fyrir réttum hundrað árum, og þótti frumsýningin mistakast og áhorfendur og gagnrýnendur tóku verkinu fálega. En brátt snerist blaðið við og fyrr en varði tók hvert óperuhúsið á fætur öðru verkið til flutnings og færði það fram til sigurs, og fram á þennan dag hefur Carmen verið I hópi þeirra verka, sem vinsælust hafa verið meö öllum almenningi. Bizet sótti efni óperunnar i smá- sögu eftir Prosper Merimée, en texti hennar er eftir Henri Meil- hac og Ludovic Halévy, og gerist leikurinn I Sevillu. Þorsteinn Valdimarsson skáld hefur snúið textanum á íslenzku. í flutningnum hér er i megin- dráttum fylgt upprunalegri gerð, hinni svokölluðu Parisarútgáfu meö töluðum texta á milli, en þó á nokkrum stöðum notuð recitativ- in, sem algengast er. Um hið spænska umhverfi atburðanna, leikmynd og búninga, sér málar- inn Baltasar. Þær Sigriður E. Magnúsdóttir og Rut Magnússon hafa æft hlut- verk Carmenar, og mun Rut syngja það nokkrum sinnum. A frumsýningunni syngur Sigriður Carmen, og þá verður i hlutverki Escamillos gestur, finnski bari- mælum frá þessum mönnum til allra karlmanna i Hellulæknis- héraði að minnast kvennafri- dagsins með þvi að gefa sem svarar upphæð einna daglauna til dvalarheimilisins. Framlögum er veitt móttaka á reikningi nr. 1995 i Búnaðarbankanum á Hellu. tonsöngvarinn Walton Grönroos. Þessi ungi söngvari þreytti frum- raun slna i Helsinkióperunni i fyrra, en nú i haust var hann ráð- inn i eitt fremsta óperuhús ver- aldar, Deutsche Oper I Berlin. Grönroos mun syngja hiutverk nautabanans á nokkrum fyrstu sýningunum, en siðan tekur Jón Sigurbjörnsson við hlutverkinu. Eins og áður hefur komið fram, er það Magnús Jónsson, sem fer með hlutverk Don José, en sem Michaelu kynnast islenzkir leik- húsgestir Ingveldi Hjaltested i sinu fyrsta stóra hlutverki. Ann- ars eru ýmsir kunnir söngvarar i hinum hlutverkunum, Svala Niel- sen, Elin Sigurvinsdóttir, Krist- inn Hallsson, Garðar Cortes, Hjálmar Kjartansson og Halldór Vilhelmsson. Erik Bidsted kom til landsins til aö æfa dansatriðin, en þar koma fram örn Guðmundsson og fimm dansmeyjar úr Islenzka dans- flokknum, þær Helga Bernhard, Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur, Nanna ólafsdóttir og Auður Bjarnadóttir. Þjóðleikhúskórinn gegnir að sjálfsögðu miklu hlut- verki i þessum flutningi, en i kórnum eru að þessu sinni 36 söngvarar. Þá kemur og fram i sýningunni drengjakór, og svo eru nokkrir aukaleikarar, þannig að samtals koma fram á sviðiö i sýningunni nálega 70 manns. Þá er ótalinn hluti Sinfóniuhljóm- sveitar íslands, sem leikur þarna undir forystu konsertmeist- aranna, Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Þorvaldar Steingrims- sonar. Uppselt d fyrstu sýningar á Carmen — frumsýning á föstudag FRUMSÝNINGIN á óperunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.