Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. október 1975. TÍMINN 11 Haust 75 Samsýningin á Akureyri Það Iiggur einhvern veginn I augum uppi, ef eitthvað er tekið upp i Reykjavik þá muni það sama sjá dagsins ljós á Akur- eyri, ef til vill i smækkaðri útgáfu. Nægir að nefna hjarta- bíla, atvinnuleikhús og ýms æðafélög og góðgerðar- stofnanir. Þetta gerir Akureyri að menningarbæ, áhugaverðari bæ, þar sem menn standa feti framar. A hinn bóginn virðast Akur- eyringar vera furðu seinir á sumum sviðum, enda stendur málefnið utan við hinar sjálf- virku blóðgjafir kerfisins. Er hér átt við myndlistir og að- örn Ingi, listmálari á Akureyri, hengir upp mynd. stöðu, eða athvarf fyrir mynd- listarsýningar og aðra vinnu i samhengi við það. Áhugamenn á Akureyri,til dæmis Myndsmiðjan komst yfir einhverja fasteign um árið og setti á laggirnar skóla og sýningarsal. Húsnæðið var ekki fyrr komið i gott, eða viðunandi ástand, þegar það var tekið af myndlistarmönnunum aftur og sett undir annars konar full- orðinsfræðslu, að mér hefur skilizt, og þá var myndlistin aftur komin á vergang norður á Akureyri. Við lifum á vondum timum og fiskur vor er smár og selst illa. Dapurleg tiðindi berast nær daglega af lágum prisum á af- uröum þjóðarinnar, og þvi er hæpið að knýja á úrbætur einmitt nú, þegar bæjarfélögin berjast i bökkum við aö ná end- um saman. Gatnakerfi og holræsakerfi þola enga bið, fjár- mögnun til myndlistarsalar hlýtur að færast aftar á verk- efnaskrána hjá mörgum, en manni skilst þó, að ekki sé neitt svoleiðis til á neinni skrá hjá þeim á Akureyri, og það er svolitið verra. Auðvitað mun koma að þvi að myndlistin hlýtur verðugan sess I höfuð- borg Norðurlands. Þak yfir höfuðið. Myndlistarmenn á Akureyri eru samt ekki af baki dottnir. Nú hafa þeir ákveðið að hefja fjáröflun til þess að eignast þak yfir höfuðið i einhverri mynd. Það eru einkum þeir örn Ingi og Óli G. Jóhannsson, listmálarar, sem beitt hafa sér fyrir þessu og I haust beittu þeir sér fyrir samsýningu i Hliðarbæ, sem er ágætur salur fyrir myndlistar- sýningar, en stendur of langt utan við bæinn — i erfiðri færð a.m.k. — og þeir einir, er eiga samgöngutæki eða geta fengið afnot af bfl, geta skroppið þangað til þess að skoða sig um. I ávarpi segja þeir á þessa leið: „Sýningin Ilaust 1975, sem er samsýning myndalistarmanna frá Akureyri og Reykjavik, hefur það markmið m.a. að tengja saman myndlistarstarf Akureyrar og Reykjavikur og efla enn frekar hraðvaxandi myndiistaráhuga á Akureyri og nágrenni. Það mun vera I fyrsta sinn nú, að samsýning á verk- um myndlistarmanna úr tveim landshlutum er sett upp hér á landi og ætlun okkar er, að sýning sem þessi verði árlegur viðburður I menningarlifi Akur- eyrar. Það hcfur ekki farið framhjá neinum, að á Akureyri rlkir ó- fremdarástand I myndlistar- málum, þar sem enginn sýn- ingarsalur er i he'r slikan sal má telja mikla nauðsyn hverj- um kaupstað, ef menningarlif á að blómgast með eðlilegum hætti. í þessu tilliti erum við Akureyringar eftirbátar flestra kaupstaða á landinu. Markmið þessarar sýningar er því einnig að safna fé og stofna sjóð til að byggja upp góðan og hentugan: sýningarsal á Akureyri. Á bak- hlið þessarar sýningarskrár eru nöfn fyrirtækja, sem nú þegar hafa veitt málinu lið og þeim sé þökk, en um leið skorum við á þig, sýningargestur að veita málinu stuðning, en við inngang sýningarinnar, er tekið á móti frjálsum framlögum.” A sýningunni i Hliðarbæ sýna 14 málarar. Þeir eru Aðal- steinn Vestmann, Baltasar, Gigli Guðmann, Hallmundur Kristinsson, Helgi Vilberg, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Geir, Jónas Guðmundson, Kjartan Guðjónsson, Óli G. Jóhannsson, Valgarður Stefánsson, Veturliði Gunnars- son, örlygur Sigurðsson og örn Ingi. Sjö þeirra eru að norðan og skal nú farið örfáum orðum um myndir þeirra sérstaklega. Af þessum málurum munu þekktastir þeir örn Ingi Óli G. Jóhansson og Helgi Vilberg. og myndir þeirra eru i nokkrum sérflokki. Aðalsteini Vestmann hefur einnig farið fram, og sést það með þvi að bera saman eina eldri mynd, sem er á syningunni við nýjar. GIsli Guðmann og Valgarður V. Stefánsson sýna vel unnar pastelmyndir. Mikill fjöldi manns kom á sýninguna Haust 75 i Hliðarbæ, sem ótvirætt bendir til þess að Eyfirðingar og þá ekki sizt Akureyringar sýna viðleitni norðlenzku málaranna áhuga. Það kom fram I samtölum fyrir norðan, að örn Ingi hafði undirbúið stóra sýningu á Kjar- valsstöðum i vetur, en hefur nú ákveðið að hætta við þessa sýningu, þar eð hann vill ekki blanda sér I viðkvæmar deilur um húsiö. Það er sem sé ekki nóg að hafa hús, það verður lika að vera hægt að reka það i góðri sambúð við listamenn. „Kvöld við Laxá” eftir óla G. Jóhannsson. Haldið upp á 100 ára afmæli Impression- ismans Frakkland hefur talið sér skylt að halda upp á aldar- afinæli Impressionismans, en Jón Engilberts listmál- ari var aðeins rúmlega sextugur, er hann féll frá (1908—1972), og manni gengur hálfilla að skilja, hversvegna svo kröftug- ur og annars hress maður hlaut ekki langlífi. Hann geislaði oftast af lífs- orku, þá sjaldan maður sá hann, en það var ekki mjög oft seinustu árin sem hann lifði. Manni finnst skerandi raust hans og mergjaðar sög- urnar flögra um kalkaða sali Listasafnsins innan um myndirnar og blæð- andi litahafið. En dauðinn er staðreynd, há- punktur lífsins segja hinir vitru, og þá er ef til vill rétt að gera úttekt á lífsverkinu, hvort til ein- hvers var barizt. Jón Engilberts fæddist i Reykjavik 23. mai árið 1908 og var af Bergsætt, sonur hjónanna Birgit Jónsdóttur og Sigurjóns Grimssonar, múara i Reykjavik. Þau eignuðust þrjá syni er tóku sér ættarnafnið Engilberts og fengu það löggilt árið 1920. Jón Engilberts hóf listnám hjá Guðmundi Thorsteinsson á árunum 1921—1922, en Guðmundur hafði þá einka- skóla, en siðan lá leiðin til Osló, og Kaupmannahafnar, þar sem hann stundaði nám við listahá- skóla um fimm ára skeið. Hann var þvi sigldur vel. Jón Engilberts bjó svo til stöðugt erlendis frá 1927 til 1940, er hann kom heim með Petsa- moförunum, en islenzka stjórn- in sendi flóttamannaskip til Petsamo i Finnlandi til þess að sækja íslendinga, búsetta á Norðurlöndum, sem vildu — eða gátu komið heim i striðinu. Eftir það bjó Jón heima á Islandi, ásamt konu sinni Tove Engil- berts, sem var dóttir Fredriks Fugmanns byggingameistara og dannebrogsmanns i Kaup- mannahöfn. Um feril Jóns Engilberts eftir að hann flutti heim er óþarft að fjölyrða. Hann reisti sér vinnu- stofu við Rauðarárstig og bjó þar til æviloka, ásamt konu sinni, sem lifir mann sinn, ásamt tveim dætrum. II Skömmu eftir dauða Jóns Engilberts gekkst ekkja hans fyrir ágætri vinnustofusýningu á allmörgum verkum, sem hann hafði látið eftir sig, en siðan hefur verið dálitið kyrrt um nafn Jóns þar til nú, að Lista- safn tslands gengst fyrir stórri yfirlitssýningu á verkum hans. Eru alls sýndar 162 myndir, samkvæmt sýningarskránni, og elztu myndirnar eru málaðar um 1926, eða þegar málarinn var aðeins 18 ára gamall. Yngstu myndirnar lauk hann við skömmu fyrir andlát sitt. Siðan kemur allt þar á milli. Ártöl munu ekki vera óyggjandi varðandi sumar af þessum myndum, þvi að Jón hafði þann (slæma?) vana að vera sifellt að krukka i gamlar myndir. Sumar eyðilagði hann, segja menn og andvarpa, sama gerði Kjarval. Annars skal það látið ósagt hér, hvort seinni tima leiðrétt- ingar voru til bóta, eða öfugt. Myndir Jóns Engilberts, sem sýndar eru hafa verið teknar ofan hjá stofnunum og einstök- um mönnum og konum úti i bæ. Það er fróðlegt að sjá, hverjir hafa eignazt verk hans, og það er greinilegt, að sumir virðast hafa safnað verkum hans. Þó saknar maður einstakra mynda, eins og portrets af Vilhjálmi Þ. Gislasyni útvarps- stjóra, en hún hefði drepið allt, þvi hún var svo sterk, sagði einhver mér. Lika sakna ég myndar, sem Reykjavikurborg á og keypti á minningarsýning- unni, sem haldin var i vinnu- stofu Jóns skömmu eftir andlát hans. Þetta er mynd af konu við borð, liklega ein af beztu mynd- um Jóns Engilberts, en nóg um það. III Jón Engilberts fer hægt af stað sem málari. Viss hófsemi i viðfangsefnum og lit bendir strax til hæfileika, igrundunar, og gagnstætt mörgum öðrum málurum, þá fjölgar litunum, en þeim fækkar ekki, þegar á liður, og þegar yfir lýkur er hann orðinn hreinn coloristi. Andstæða þess eru svo kröftugar teikningar með koli, eða tréristur, sem bera sterk, persónuleg einkenni. Jón var meðal hinna fyrstu til þess að notfæra sér tréristuna sem tján- ingarform. Þegar á heildina er litið, yfir- litssýninguna sem hér er fjallað um, virðist listferill Jóns standa með hvað mestum blóma frá 1935—’65. Þá virðast vinnu- brögðin breytast og verða að stórkostlegri ósjálfráðri skrift, sem ekki er jafn auðlesin. Málárinn virðist vera að brjóta land, en endist svo ekki lif til þess að sá i ilmandi jörðina og biða uppskerunnar. A þessu timabili verða samt til ákaflega sterk verk, eins og myndin sem hangir dags daglega i forstofu dagblaðsins Visis og mynd no 80, svo eitthvað sé nefnt. Það verður svo að ráðast i fram- tiðinni, hver staða yngstu verk- anna verður i myndheimi Jóns Engilberts. Við að skoða þessa tilkomu- miklu yfirlitssýningu eru það einkum tvær staðreyndir, sem verða ljósari en áður. Hann hefur verið einn af okkar merk- ustu málurum, og hann hefur haft sterk áhrif á listsköpunina i landinu. Samt stundaði Jón kennslustörf litið, heldur sinnti áhrifamikilli myndsköpun. Óþarfi er að f jalla nánar um það hér. IV Um Jón var talsvert ritað, þar á meðal er bók Jóhannesar Helga, HUS MALARANS, sem olli talsverðu fjaðrafoki á sinum tima. HÚS MALARANS er lík- lega ein albezta bók, sem skrif- uð hefur verið um listamann, og i henni kemur málarinn fram eins og hann birtist okkur i ævi- verkinu, sem Listasafn tslands hefur nú hengt upp i salarkynn- um sinum. Það þykir nú ekki nein sérstök speki að halda þvi fram, að okk- ur vanti stofnun, listasafn eða eitthvað annað, sem sinni ýms- um verkefnum eins og til að mynda yfirlitssýningum á borð við þessa og fleiri, sem haldnar hafa verið. Núna eru tólf sýningar á málverkum viðsveg- ar um borgina, flestar eru einkasýningar, sem málararnir standa að sjálfir. Þær eru góðra gjalda verðar. Stórar yfirlits- sýningará verkum innlendra og erlendra málara eru ekki siður nauðsynlegar, og það er naum- ast á færi nema stofnana að gangast fyrir þeim, með þeim myndarbrag, sem nauðsynlegur er. Listasafnið er, og hefur á- vallt verið fjárvana. Þröngur fjárhagur hefur sett mark sitt á störf þess og athafnir: við lifum á erfiðum timum. Þess vegna hljótum við að fagna þvi að fá þessa ágætu og fjörlegu sýningu á dapurlegum haustdögum á srfiðu ári. Jónas Guðmundsson hreyfing Imprcssionistanna liélt sýningu i Frakklandi árið 1874. Dró hreyfingin nafn sitt af einu málverka Monets, en myndin sýndi sólaruppkomu I Lc Havre, sem er hafnarborg, sem stendur við Signu, neðst úti við sjóinn, eða miðja vegu norður af Paris. Þekktustu fulltrúar Impressionistahreyfingarinnar eru Manet, Monet, Renoir, Césanne, Degas, Sisley, Van Gogh, Gaugin, Seurat, og Lautrec. Ýmsir munu þó vilja bæta við þetta hinum enska Turner og ýmsum öðrum eldri. 1 tilefni afmælisins var efnt til sýningar á verkum Impressionistanna i Paris haustið 1974, en þarna er um lit- skyggnur að ræða, ásamt tali. Sýningin er i þrem hlutum, tvær sýningarvélar sýna sama mál- verkið, annað fremur litla mynd af öllu verkinu, en hitt stærri myndir, sem oftast eru af ein- stökum hlutum sömu myndar. Segulbönd lýsa svo og útskýra verkin. Tal er annað hvort á ensku,eða frönsku, eftir óskum. Sýningin er samsett af þrem slikum einingum, eða fyrir- lestrum og hún meðhöndlar sex mismunandi efni. Þetta er einkar fróðlegt að sjá og það vekur dálitla furðu, að samtiðin hæddi þessa menn, og að Van Gogh seldi enga mynd. Má ef til vill draga af þessu dálitinn lærdóm, nefni- lega þann, að listamenn séu oft skrefi á undan samtið sinni, og enn sé margt af fólki aftur I öld- um 1 myndlistinni. Á frönsku sýningunni er einkar gott tækifæri til þess að kynnast vinnubrögðum þessara impressionista, sem um er fjallað, og þá ekki sizt þar sem áhrif þessarar listastefnu er að finna á svo að segja hverri einustu mynd sem máluð er i heiminum i dag. Sýningin er opin daglega frá klukkan 17-22 og henni lýkur 26. október. Hún er til húsa i Franska bókasafninu að Laufásvegi 12. Sýningin er farandsýning og siðan hún opnaði i „Jeu de Paume” safninu i Paris hefur hún verið i stöðugum ferðum milli borga, bæði i Frakklandi og eins erlendis. Jónas GuAmundsson Bs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.